Árbók Reykjavíkurbæjar - dec. 1941, Side 5
Inngangur,
Á síðari hluta fyrri aldar varð mikil brcyting á atvinnulífi þjóðanna hér á Vesturlöndum.
Bæimir tóku ört að vaxa, og stórborgir mynduðust. Um leið sköpuðust mörg viðfangsefni, sem
eðli sinu samkvæmt heyrði undir stjóm bæjarmálanna að leysa, t. d. lögreglu- og brunamál,
gatnagerð o. s. frv. Bæjaríélögin urðu að taka að sér að sjá borgurunum fyrir fullnægingu
ýmsra almennra þarfa þeirra og stofna og starfrækja fyrirtæki í því skyni (vatnsveitur, gas-
og rafmagnsveitur). Ýms mál varðandi almenning, t. d. framfærslumál, barna- og jafnvel ung-
mennafræðsla voru ennfremur að mestu leyti lögð í hendur bæjarfélaganna.
Um leið og bæimir uxu og bæjarmálefnin urðu fjölþættari og yfirgripsmeiri, kom nauð-
synin á að hafa sem gleggst yfirlit yfir þau betur og betur í ljós. Það reyndist nauðsynlegt að
koma á fót sérstökum stofnunum — bæjarhagstofum — sem hefðu þessa upplýsingastarfsemi
með höndum. 1 höfuðborgunum og öðrum stórborgum á meginlandi Evrópu voru almennt stofn-
aðar bæjarhagstofur á 3. fjórðungi fyrri aldar, t. d. í Berlín, Vín og Rómaborg 1862, París
1879 o. s. frv. Einkum í Þýzkalandi urðu þessar stofnanir brátt almennar.
Norðurlöndin voru nokkuð á eftir í þessu efni. Þó var farið að safna hagfræðilegum (stat-
istiskum) upplýsingum í höfuðborgum þeirra landa á síðasta fjórðungi fyrri aldar, og sums-
staðar fyrr, í Stokkhólmi um 1860, Kaupmannahöfn 1875, Osló 1887 og Helsingfors 1888. Hér í
Reykjavík hefir samskonar byrjunarstarfsemi verið rekin síðan 1933. Bæjarhagstofur voru sett-
ar á stofn í höfuðborgum Norðurlanda, sem hér segir: Kaupmannahöfn 1883, Osló 1900, Stokk-
hólmi 1905 og Helsingfors 1911.
Hin hagfræðilega upplýsingastarfsemi í höfuðborgum Norðurlandanna sætti misjöfnum og
yfirleitt litlum skilningi framan af, þótt nytsemi hennar og nauðsyn sé nú almennt viðurkennd.
Hún mun einna lengst á veg komin í Stokkhólmi, enda hafa Sviar haft gleggri skilning en flest-
ar aðrar þjóðir á nauðsyn alhliða hagskoðunar hinna efnahags- og þjóðfélagslegu viðfangsefna.
Má vera, að þar sé að leita skýringarinnar á því, að sænsku þjóðinni hefir tekizt að sigla nokk-
urn veginn klaklaust í gegnum marga þá boða, er borið hafa aðrar þjóðir upp á sker.
Þróun i atvinnu- og félagslífi af svipuðu tagi og átti sér stað í nágrannalöndum vorum á
síðari hluta fyrri aldar gerði fyrst vart við sig hér á landi fyrir alvöru um og eftir siðustu
aldamót, er farið var að stunda fiskveiðar á vélknúðum skipum, og reka þær í stórum stíl. Aukn-
ing bæjanna hjá oss hefir verið mjög stórstig og hraðfara að tiltölu, en aðeins höfuðstaðurinn
hefir náð þeim vexti að geta talizt borg á erlendan mælikvarða. — Reykjavík, sem telur nú
nálega y3 allra landsmanna, er langstærsta höfuðborgin á Norðurlöndum, miðað við fólksfjölda.
Næst stærst er Kaupmannahöfn með rúm 20% íbúanna, en hlutdeild höfuðborga hinna Norður-
landanna í íbúatölunni er hvergi yfir 10%.
Hér í höfuðstaðnum hafa skapazt sömu viðfangsefni í bæjarmálunum og í borgum erlendis,
þótt í smáum stil sé. Borgarar bæjarins og stjórnarvöld hans tóku brátt, eftir að honum voru
veitt kaupstaðarréttindi 1786, að ihuga og koma skipun á ýms þau mál almennings, sem í öllum
bæjarfélögum, hversu smá, sem þau eru, verða bezt og jafnvel einungis leyst með sameiginlegum
á.tökum borgaranna. En langar stundir liðu, áður en framkvæmd flestra þessara mála kæmist
í nokkurn veginn fastar skorður.
Bærinn hafði enga sjálfsstjórn 50 fyrstu árin í sögu kaupstaðarins. Borgararnir höfðu ekki
lagalegan íhlutunarrétt um málefni bæjarins, sem voru í höndum stjórnskipaðra embættismanna
(sýslumanns Gullbringu- og Kjósarsýslu fram til 1803, en eftir það bæjarfógeta) og stjórnar-
deilda. Eftir að bæjarfógeti var skipaður 1803, skapaðist brátt sú venja, að hann kveddi borgar-
ana, þ. e. þá, sem höfðu borgarabréf, kaupmenn, verzlunarstjóra og nokkra iðnaðarmenn, á fundi
til skrafs og ráðagerða (borgarafundir). Á fundum þessum (sem tíðkuðust fram um 1840) voru
ýmsar ályktanir gerðar, og jafnvel kjörnir fulltrúar til að hafa sérstök bæjarmál með höndum. En
fundimir voru lengst af ekki haldnir reglulega, enda algjörlega á valdi bæjarfógeta að boða til
þeirra.
Árið 1836 fékk bærinn fyrst vísi að sjálfsstjórn, er þáverandi stiftamtmaður, Krieger, gaf