Árbók Reykjavíkurbæjar - dec 1941, Qupperneq 6
IV
út að tilhlutun bæjarfógeta erindisbréf fyrir bæjarfulltrúa í Reykjavík þ. 4. nóv. þ. á. Ráðstöfun
þessi átti enga stoð i iögurn. Erindisbréfið hlaut fyrst lagagildi, er Kanselliið staðfesti það, lítið
eitt breytt, 16. jan. 1838. Valdsvið hinna kjörnu bæjarfulltrúa var samkv. erindisbréfinu mjög
takmarkað, aðeins ráðgefandi vald. Einveldið í Danmörku var nú í upplausn og borgaramir að
fá íhlutunarrétt um málefni sín. Sá tími hlaut þvi fyrir rás viðburðanna að nálgast, að Reykja-
víkurbær fengi fullkomnari sjálfstjórn en erindisbréf bæjarfulltrúanna frá 1836 veitti honum.
Árið 1846 var sett ítarleg reglugjörð um stjórn bæjarmálefnanna í kaupstaðnum Reykjavik,
staðfest af konungi 27. nóv. þ. á. Reglugjörðin hafði átt alllangan aðdraganda. Frumvarpið var
m. a. lagt fyrir embættismannafundina 1839 og 1841 og hlaut samþykki Alþingis 1845. Með þess- <
ari reglugjörð var vald bæjarfógeta sett skör lægra en bæjarfulltrúanna. Hann þurfti nú sam-
þykki þeirra til allra framkvæmda.
Áhrifum borgaranna á gang bæjarmálanna var enn mjög misskipt, samkv. reglugjörðinni frá
1846. Allur þorri þeirra, tómthúsmennirnir (þ. e. þeir, sem áttu ekki timbur- eða múrhús, né höfðu
borgarabréf) áttu aðeins einn af sex fulltrúum (einn af fjórum áður). Aftur á móti höfðu tómt-
húsmenn (sem greiddu minnst 2 rd. í bæjargjöld) nú jafnan rétt til kosninga og kjörgengis, í stað
þess, að áður höfðu aðeins þeir þann rétt, er bæjarfógeti áleit til þess hæfa.
Þessi misskipting á áhrifavaldi borgaranna hlaut, þegar fram liðu stundir og fymtist yfir
hin fornu forréttindi, en réttarmeðvitund almennings vaknaði, að vekja óánægju þeirra, er sáu
rétt sinn fyrir borð borinn. Auk þess voru sjálfsstjórn bæjarins enn sett allþröng takmörk í reglu-
gjörðinni frá 1846, og úrskurðarvald ýmsra mála lagt í hendur stjórnskipaðs embættismanns eða
stjómardeilda.
Árið 1872, þann 20. apríl, var gefin út tilskipun um bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík,
samþ. af Alþingi 1871. Höfðu tómthúsmenn beitt sér fyrir því, að reglugj. frá 1846 yrði breytt.
Með tilskipuninni frá 1872 var misskipting áhrifavalds borgaranna ekki alveg afnumin, þótt
aðgreining þeirra í tómthúsmenn og aðra borgara hyrfi úr sögunni. Bæjarfulltrúunum, sem máttu
ekki vera færri en 7 og ekki fleiri en 13, var skipt í tvo hluta. Meirihlutinn (einum fleiri en
minnihl.) skyldi kosinn af öllum, sem kosningarrétt höfðu til Alþingis (og greiddu minnst 4 rd.
í bæjargjöld), en minni hlutinn aðeins af V5 hluta kjósendanna, er greitt höfðu hæst bæjargjöld
undanfarandi ár.
Þessi misskipting áhrifavalds borgaranna var lögð niður með lögum, nr. 86, 22. nóv. 1907,
um breytingu á tilskipuninni frá 1872. Frá 1872 til 1902 var tala bæjarfulltrúanna 9. Með sam-
þykkt frá 1902 var hún færð upp í 13, en með lögunum frá 1907 upp í 15, og hefir sú tala hald-
izt óbreytt síðan.
1 lögunum frá 1907 var ákvæði, sem hafði mjög mikla þýðingu fyrir framgang bæjarmál-
anna. Bæjarfógetinn var leystur frá framkvæmd þeirra, en sérstakur framkvæmdarstjóri — borg-
arstjóri — skyldi kosinn. Það hafði mjög háð framkvæmd bæjarmálanna, að framkvæmdarstjór-
inn — bæjarfógeti — hafði haft mörgum óskyldum störfum að gegna. Á árunum 1806—’74 gegndi
hann jafnframt iandfógetaembættinu, en á árunum 1803—’06 og 1874—’78 sýslumannsembættinu
í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Bæjarfógeti hafði auk þess alltaf þau störf með höndum, sem eftir-
taldir embættismenn nú gegna: Skattstjóri, tollstjóri, lögreglustjóri, sakadómari og lögmaður.
Annar veigamesti þátturinn í þróun bæjarmálefnanna en yfirstjórn þeirra og framkvæmdar-
stjóm er skipun fjármálanna. Mjög þýðingarmikið skref var stigið í þeim málum með reglugjörð-
inni frá 1846, er veitti bæjarstjóminni rétt til skattaálögu. Til þess að standa straum af þeim
útgjöldum bæjarsjóðs, er eigin tekjur hans, leigutekjur o. s. frv., hrykkju ekki fyrir, skyldi jafnað
niður gjöldum á bæjarbúa, y3 „á byggingar bæjarmanna” (þ. e. húseignir aðrar en torfbæi) og
% eftir efnum og ástæðum. Eru þá ótalin útgjöld vegna málefna, er höfðu sérstjóm, „svo sem
fátækramálefna, og síðar skólamálefna“, en fjár til þeirra þarfa skyldi einnig aflað með niður-
jöfnun eftir efnum og ástæðum. Þessir tekjustofnar reyndust ófullnægjandi, eins og bezt má sjá
af því, að finna varð nýjan tekjustofn, áður hægt væri að koma á fót lögskipuðum bamaskóla
(sbr. bls. 92). Var í þvi skyni ákveðinn nýr skattur á tómthús og óbyggðar lóðir. Þar með voru
í grundvallaratriðum ákvarðaðir þeir skattstofnar, sem bæjarsjóður hefir síðan aðallega stuðzt
við (sbr. bls. 108).
Ræturnar að skipun margra af máiefnum bæjarins má rekja til stofnunar hans og hinna
fyrstu ára í sögu hans. En viðunandi iausn ýmsra þeirra fékkst ekki fyrr en löngu síðar, þrátt
fyrir góða viðleitni stjórnarvalda bæjarins. Má þar til nefna brunatryggingamálið. Með lögum
og tilskipun frá 14. febr. 1874 var almennum brunatryggingum komið á hér í bæ, en fulltrúar
bæjarins höfðu barizt fyrir því máli nær sleitulaust um 40 ára skeið. Hafði það hina mestu þýð-
ingu fyrir byggingu bæjarins. Húsin var ekki hægt að veðsetja og fá lán út á þau, nema þau
væru tryggð gegn eldsvoða, en erfitt og kostnaðarsamt var fyrir einstaka menn að fá húsin
tryggð erlendis.