Árbók Reykjavíkurbæjar - dec. 1941, Side 201
187
II. Sjóðir myndaðir með sérstök-
um skatti.
1. Ellistyrktarsjóður Reykjavíkur.
Með lögum frá 11. júlí 1890 voru í hverjum
kaupstað og hrepp á landinu, stofnaðir svo-
nefndir styrktarsjóðir „handa heilsubiluðu og
ellihrumu alþýðufólki“. Samkv. lög. áttu öll hjú
og lausamenn á aldrinum 20—60 ára að greiða
árlega tillög til sjóðanna, karlar kr. 1,00, kon-
ur kr. 0,30. Fyrstu 10 árín átti féð að standa
óhreyft á vöxtum, en eftir þann tíma skyldi
hálfum árstekjum sjóðanna úthlutað til heilsu-
lítilla og ellihrumra fátæklinga, sem ekki nytu
sveitarstyrks, en hinn helmingurinn leggjast við
höfuðstólinn. Nokkrar breytingar voru gerðar á
lögunum frá 1890, með lögum, 18. des. 1897, er
gengu í gildi 1. jan. 1899. Þær breytingar snertu
þó ekki upphæð tillagsins til sjóðanna, né held-
ur ákvæðin um úthlutun styrksins. — Árið 1909,
þ. 9. júlí, voru sett lög um almennan ellistyrk,
og voru um leið úr gildi felld ofannefnd lög,
ásamt lögum um breytingu á þeim. Gömlu
styrktarsjóðir alþýðu runnu inn í ellistyrktar-
sjóðinn samkv. hinum nýju lögum. Gjaldskyldir
til hinna almennu ellistyrktarsjóða voru allir,
karlar og konur, á aldrinum 18—60 ára, nema
þeir, er hefðu fyrir ómögum að sjá, eða voru
ekki færir um að greiða gjaldið (vegna van-
heilsu, fátæktar o. s. frv.). Ársgjaldið var
ákveðið í lögunum kr. 1,50 fyrir karla, en kr.
0,75 fyrir konur. Gjöld fyrir leyfisbréf til lausa-
mennsku skyldu renna i sjóðina, og landssjóður
styrkja þá með tillagi, er næmi kr. 0,50 fyrir
hvem gjaldskyldan mann. Árlega skyldi út-
hlutað úr sjóðnum % af ellistyrktarsjóðsgjöld-
unum, lá af landssjóðstillaginu og % vöxtunum
fyrir næsta ár á undan. Til greina við úthlutun-
ina komu aðeins þeir, sem voru fullra 60 ára að
aldri, og höfðu ekki þegið sveitarstyrk 5 síðustu
árin. Þó var heimilt að veita styrk heilsubil-
uðum fátæklingum, er höfðu ekki náð þeim
aldri. Styrkurinn var veittur fyrir eitt ár í senn,
og mátti ekki vera undir kr. 20,00 og ekki yfir
kr. 200,00. — Með lögum frá 26. okt. 1917 var
ellistyrktarsjóðsgj. hækkað upp í kr. 2,00 fyrir
karla og kr. 1,00 fyrir konur, og tillag lands-
sjóðs í kr. 1 fyrir hvem gjaldskyldan mann.
Breytingar voru enn gerðar á lögunum 15. júní
1926 og 19. júní 1933. Við síðari breytinguna,
þ. e. 1933, var gjaldið enn hækkað upp í kr. 3,00
fyrir karla og kr. 1,50 fyrir konur, en ríkis-
sjóðstillagið í kr. 1,50 á mann. Jafnframt skyldi
nú árlega öllu ellistyrktarsjóðsgjaldinu, % af
tillagi ríkissjóðs_ og % ársvaxtanna úthlutað.
Ennfremur var heimilað að bæta við úr sveitar-
sjóði jafnhárri upphæð og kæmi til úthlutunar
af framlagi ríkissjóðs. — Með lögum um alþýðu-
t^yg'gingar, nr. 26, 1. febr. 1936, sem komu til
framkvæmda 1. apríl þ. á., voru úr gildi numin
lög um almennan ellistyrk frá 1909, sem og lög
um breytingar á þeim lögum. — Með lögum
um alþýðutryggingar var stofnaður svonefndur
Lífeyrissjóður Islands. Honum er ætlað það
hlutverk, að veita elli- og örorkulífeyri. Til lif-
eyrissjóðsins skulu m. a. gömlu ellistyrktarsjóð-
irnir renna, þegar hlutverki þeirra er lokið,
þ. e. þegar hætt er að greiða ellilaun og ör-
orkubætur, um leið og Lífeyrissjóður Islands
tekur að greiða' 50% af fullum elli- og örorku-
lífeyri, samkv. lögunum. Þangað til skulu elli-
styrktarsjóðimir ávaxtaðir á sama hátt og verið
hefir, og vöxtunum árlega varið til ellilauna
og örorkubóta. Fé ellistyrktarsjóðanna skal flutt
í Lífeyrissjóð íslands, jafnóðum og það verður
handbært, og ávaxtað þar.
2. Hafnsögusjóður Reykjavíkur.
Með bráðabirgðareglugjörð fyrir hafnsögu í
Reykjavík (og Hafnarfirði) frá 1. des. 1841 var
stofnaður svonefndur hafnsögusjóður hér (og
annar í Hafnarfirði), „er launa mætti úr hafn-
sögumönnum þeim, er annað hvort stöðugt sýna
sérstakan dugnað og samvizkusemi í stöðu sinni
eða i einstökum tilfellum sýna framúrskarandi
snarræði og lag.“ Tekjur sjóðsins voru samkv.
reglug.: „1. 48 sk. gjald af hverjum skipstjóra,
sem kemur á höfnina og notar hafnsögumann."
„2. Allar sektir, sem á lagðar kunna að verða
eftir þessari reglugjörð." Síðan krónumyntin var
upptekin hefir gjaldið til sjóðsins verið kr. 1,00.
— Hafnsögusjóður kom fyrst í vörzlu Hafnar-
innar 16. febr. 1921, samkv. tilmælum núverandi
hafnarstjóra, en áður hafði bæjarfógeti, og
síðar lögreglustjóri, haft hann undir höndum.
Sjóðurinn var fyrst talinn með eignum bæjar-
ins 1924 (raunar þá kr. 200,00 of hátt), en áður
var hann í árslok: 1921 kr. 11706,00, 1922 kr.
12255 og 1923 kr. 12877. Áður en sjóðurinn kom
í vörzlu Hafnarinnar er nokkuð á huldu um
fjárreiður hans (hvort gjöldin hafa verið reglu-
lega innheimt, féð ávaxtað, hvað kann að hafa
verið greitt úr honum o. s. frv.). Þegar Höfnin
tók við sjóðnum naut Halldóra Jónsdóttir, ekkja
Þórðar Jónssonar í Ráðagerði, sem var hafn-
sögumaður 1895—1908 eftirlaunastyrks úr
sjóðnum, kr. 200,00 á ári, og hefir hún notið
þess styrks síðan. Frá því á árinu 1937 hefir
Pétur Þórðarson (hafnsögumaður hér 1919—’31)
notið eftirlauna úr sjóðnum, kr. 500,00 fyrsta
árið, en kr. 600,00 á ári síðan. Útgjöld sjóðs-
ins hafa ekki verið önnur á þessu tímabili, en
hafnsögumönnum hafa verið lánaðar smá upp-
hæðir úr honum til húsabygginga.
3. Alþýðubókasafnssjóður Reykjavíltur.
Árið 1917, þ. 25. ágúst, samþykkti stjómar-
ráðið sölu á 10 botnvörpuskipum frá Reykja-