Árbók Reykjavíkurbæjar - des. 1941, Blaðsíða 205
191
mæli í gjafabréfinu, önnur en þau, að það skuli
skiptast að jöfnu á milli væntanlegs ráðhúss og
kirkju í Reykjavík. -— Á sóknarnefndarfundi
dómkirkjusafnaðarins 20. okt. '36 var samþykkt,
að fara þess á leit við borgarstjóra, að heimild
fengist til að nota þann hluta gjafafjárins, sem
ganga átti til kirkjubyggingar, til kirkju í út-
hverfi bæjarins, helzt í Laugarneshverfi. Borg-
arstjóri, Pétur Halldórsson, útvegaði þá heimild
hjá gefanda. Á aðalfundi sóknarnefndar 6. júní
’37 var samþykkt að mæla með því, að féð gengi
til byggingar kirkju í Laugameshverfi. Bæjar-
stjórn samþykkti 14. marz '41, ,,að helmingur
Afmælissjóðs Reykjavíkurkaupstaðar frá 1936
verði afhentur safnaðarstjóm Laugarnessóknar
til kirkjubyggingar, þegar byrjað verður á bygg-
ingu kirkju í sókninni.“ Var það tilkynnt sókn-
arnefndinni með bréfi 15. s. m.
Athugasemdir við stofnkostnað og afskriftir fyrir-
tækja Reykjavíkurbæjar (bls. 148—149)
Gasveitan.
Eftirfarandi ár hefir farið fram eignasala hjá
Gasveitunni, sem hér segir:
Ár 1921 kr. 525 (brautarteinar).
— 1923 — 2700 (ljósastaurar).
— 1924 — 170 (gamlir ofnar).
Árin 1921 og 1923 er salan talin með afskrift-
um fyrirtækisins. Árið 1924 er hún ekki talin
með afskriftum, en dregin frá upprunalegum
stofnkostnaði í ársbyrjun 1925. Salan er hér
alltaf felld niður við útreikning afskriftar-
prósentunnar af stofnkostnaði.
Auk hinna venjulegu afskrifta eru eftirtald-
ar upphæðir innifaldar í afskriftunum:
Ár 1919 kr. 8552 (gasmælar).
— 1922 — 13590 —
— 1929 — 26519 (fríar innlagningar).
— 1930 — 36112 —
— 1931 — 32135 —
— 1932 — 25796 —
Þessum upphæðum er sleppt við útreiknun
afskriftarprósentu af stofnkostnaði. Séu þær
teknar með, verður afskriftarprósentan, sem
hér segir:
Ár 1919 3,9% Ár 1930 7,8%
— 1922 5,1% — 1931 6,8%
— 1929 6,8% — 1932 5,4%
Árið 1922 er afskrift af gasmælum talin kr.
13590 í efnahagsreikningi Gasveitunnar, en í
rekstursreikningi hennar kr. 18988. Mismunur-
inn, kr. 5398, er hér talinn með gjöldum í rekst-
ursyfirliti Gasveitunnar, en sleppt i yfirliti yfir
stofnkostnað og afskriftir.
Rafmagnsveitan.
Með stofnkostnaði Rafmagnsveitunnar telst
hér aðeins það, sem lagt hefir verið í stofn-
kostnað þess fyrirtækis. Það, sem Rafmagns-
veitan hefir lagt út vegna byggingar Sogsveit-
unnar er hér talið með útistandandi skuldum
Rafmagnsveitunnar, enda hefir Sogsveitan sér-
skilinn fjárhag, og rekstur hennar er Rafmagns-
veitunni alveg óviðkomandi.
Þegar afskriftir Rafmagnsveitunnar eru
reiknaðar af stofnkostnaði, hafa vatnsréttindi
og jarðeignir verið dregin frá stofnkostnaðin-
um, vegna þess að þeir eignaiíðir afskrifast
ekki.
Árið 1934 eru færðar til baka afskriftir fyrri
ára:
Af bæjarkerfinu ....... kr. 364834
Af Eiliðaárstöðinni . . — 250466
Samtals kr. 615300
Vatnsveitan.
Hitaréttindi, sem keypt voru á árinu 1935,
kr. 52108, eru talin með aukningu stofnkostn-
aðar á því ári, en felld niður úr stofnkostnaði
næsta ár, og talin sem sérstakur eignaliður
úr því.
Árið 1938 er afskrifað af borvél kr. 4740.
Þessi afskrift er ekki talin með afskriftum
stofnkostnaðar, enda er vélin ekki talin með
stofnkostnaði. Upphæðin er dregin frá hrein-
um tekjum, og þarf því að bæta henni við þær
eins og öðrum afskriftum, til þess að sjá
rekstursárangurinn.
Höfnin.
Eftirfarandi ár hefir farið fram eignasala hjá
hafnarsjóði, sem hér segir:
Ár 1918 .... . ... kr. 344
— 1919 .... . . . . 42498
— 1920 .... . . . . 2412
— 1921 .... 6875
— 1922 .... . . . . 1024
— 1923 .... . . . . 24088
— 1924 .... . . . . 8990
— 1925 .... . . . . 6600
— 1928 .... . . . . 27407
— 1929 .... . . . . 132353
— 1930 .... . . . . 54669
— 1932 .... . . . . 104
— 1936 .... . . . . 22400
Allar þessar upphæðir eru taldar með af-
skriftum af stofnkostnaði, en sleppt úr við út-
reikning afskriftarprósentunnar.