Árbók Reykjavíkurbæjar - dec. 1941, Side 206
192
Athugasemdir við iekjur og gjöld bæjarsjóðs,
(bls. 153—176)
Sundurliðun á tekjum og gjöldum bæjar-
sjóðs Keykjavíkur, bls. 153—176, er gerð eftir
reikningum bæjarins og frumbókum.
Til þess að hægt væri að samræma tekju- og
gjaldaliðina, eftir málefnaflokkum, yfir allt
tímabilið (1915—’39), eins og hér hefir verið
gert, þurfti að gera ýmsar breytingar og til-
færslur á tekjum og gjöldum bæjarsjóðs frá
því, sem þau eru færð í bæjarreikningunum. 1
eftirfarandi athugasemdum er gerð grein fyrir
öllum þessum breytingum og tilfærslum.
Athygli skal sérstaklega vakin á þvi, að til
ársins 1932 eru færðir í bæjarreikningum tekju-
og gjaldaliðir, sem nefnast yfirfærslur (eftir-
stöðvar af áætlunarupphæðum), án þess að
sýnt sé, um hvaða tekjur eða gjöld sé þar að
ræða. Hér hefir yfirfærslunum verið útrýmt,
og tekjurnar og gjöldin færð á þau ár, er þau
hafa komið til inn- og útborgunar, og á hlut-
aðeigandi tekju- og gjaldaliði.
Tekjur.
A. Reksturstekjur.
I.
Þarfnast ekki skýringar.
II.
2. Árin 1915—’24 (bæði árin meðtalin) nefnast
húsagjöldin sótaragjöld og (salerna)hreins-
unargjöld í bæjarreikningunum. Fyrsta árið
eru taldar með hreinsunargj. í bæjarreikn.
tekjur fyrir seldan áburð, sem dregnar hafa
verið frá hér. Frá árinu 1925 færast þessi
gjöld sem einn liður í bæjarreikningum
(húsagjöld). Sbr. ennfremur bls. 108.
III.
1. Þarfnast ekki skýringar nema árin 1923—’29.
Á þeim árum eru árlega yfirfærðar eftir-
stöðvar á þessum tekjulið í bæjarreikn., sem
ýmist dragast frá eða bætast við, sem hér
segir:
Ár 1923 4- 2140 kr.
— 1924 4- 66 — + 2140 kr.
— 1925 — + 66 —
— 1926 4- 3091 —
— 1927 4- 3086 — + 3091 —
— 1928 4- 3086 — + 3086 —
— 1929 + 3086 —
Á árunum 1915—’19 eru skólagjöldin færð
á sama tekjulið og framlag rikissjóðs til
barnaskólans í bæjarr., en sundurliðunin sést
á athugasemdum við reikn. Frá 1920 eru
skóiagjöldin færð sem sérstakur tekjuliður,
og koma síðast til innheimtu 1930 (sjá enn-
fremur aths. við bamaskólana, bls. 94). —■
Þennan tekjulið hefði verið eðlilegast að
færa til frádráttar gjöldum við barnaskóla,
en vegna þess að óinnheimt skólagjöld koma
inn á eftirstöðvar, sem ekki er hægt að sjá
á reikn. hvernig innheimtast, var ekki hægt
að færa þau þar til frádráttar.
3. Gangstéttagjöld eru innheimt árlega. Árin,
sem þau koma ekki fram í tekjum, hafa
þau í bæjarreikn. verið færð til frádráttar
á kostnaði við götur. Óinnheimt gangstétta-
gjöld eru hins vegar alltaf færð á eftir-
stöðvar. Óinnheimtir ýmsir skattar verða
þess vegna sum þessara ára hærri en sá
hluti, sem sýnt er að innheimtist. Koma því
þau ár út 4- tekjur á tekjulið III, sem staf-
ar af þessum óeðlilegu færslum í bæjarreikn.
4. Á þennan lið er færður skemmtanaskattur
árin 1922—’23, og benzínskattur árin 1935
-—’38, en þessir skattar komu ekki til inn-
heimtu nema þau ár, sem tilfærð eru.
IV.
3. Sundurliðun á þessum lið byrjar fyrst árið
1928, fram að þeim tíma eru þessar tekjur
færðar í einu lagi.
5. —6. Síðustu árin munu tekjur af þessum lið-
um vera færðar með óvissum tekjum (A.
VI. 6.).
V.
Þarfnast ekki skýringa.
VI.
1. Dráttarvexti er fyrst farið að innheimta
1925. Árin 1925—’26 eru dráttarvextir færð-
ir í bæjarreikn. til frádráttar vaxtagreiðsl-
um, en eftir það sem sérstakur tekjuliður.
2. Tryggingarfélagið „Albingia“ í Hamborg,
tók að sér brunatryggingar húsa í bænum
1929, og eru þessar tekjur samkv. samningi
bæjarins við félagið.
3. Á árinu 1920 er fyrst farið að færa sérstak-
an reikning fyrir Vatnsveituna og fjárhagur
hennar algjörlega aðskilinn fjárhag bæjar-
sjóðs. Bæjarsjóður annast þó áfram reikn-
ingshald og innheimtu fyrir fyrirtækið og
reiknar sér árlega vissa upphæð fyrir þau
störf, sem færð er sem sérstakur tekjuliður
í bæjarreikn. 1921—’24. Eftir þann tíma eru
þær tekjur færðar til frádráttar innheimtu-
kostnaði bæjarsjóðs í bæjarreikn. Hér eru
þessar tekjur ávallt færðar sem sérstakur
tekjuliður, og innheimtukostnaður bæjar-
sjóðs hækkaður um sömu upphæð.