Árbók Reykjavíkurbæjar - jul. 1953, Side 110
92
Verð- og vörumagnsvísitölur inn- og útflutnings.
Utflutt Verðvísitölur Vísitala Vörumagnsvísitölur
umfram innflutt Inn- Ut- Meðal- verzl- unarár- Innflutt Utflutt
millj. kr. flutt flutt tal ferðis Alls Pr. íbúa Alls Pr. íbúa
Ar: 1935 2,3 100 100 100 100 100 100 100 100
1939 6,4 126 133 129 106 112 108 111 107
1940 58,8 185 219 202 118 88 84 127 121
1941 57,5 209 310 259 149 138 130 127 120
1942 -=- 47,2 258 329 293 128 211 197 127 119
1943 -r- 18,1 297 282 289 95 186 171 177 163
1944 6,8 291 289 290 99 187 170 188 170
1945 -=- 52,5 269 294 282 109 261 232 194 172
1946 -t- 157,3 273 332 303 122 357 312 187 163
1947 4- 228,2 308 362 335 118 370 316 172 147
1948 -i- 62,3 346 370 358 107 291 244 228 191
1949 -r- 135,6 345 345 345 100 271 223 180 148
1950 -r- 121,4 574 511 543 89 208 167 173 139
Aths.: 1 verzlunarskýrslum 1936, bls. 6, er
skýrt frá því, hvemig útreikningi visitalnanna
er háttað. Vísitala verzlunarárferðis er fundin á
þann hátt, að verðvísitölu innfluttra vara er deilt
i verðvísitölu útfluttra vara, sbr. Lággengið, eft-
ir Jón Þorláksson, bls. 104 og 126.
Framh. af bls. 91
verðlagsuppbót greiða. — Verðlagsuppbótin
skyldi reiknuð af fastakaupi og öðrum greiðsl-
um, er starfsmaður kynni að njóta samanlagt,
en hún náði ekki til hlunninda, húsaleigustyrks
o.þ.h.
Uppbótina skyldi greiða mánaðarlega eftir á,
miðað við visitölu í byrjun hvers ársfjórðungs.
Frá því í ársbyrjun 1941 var almennt greidd
full verðlagsuppbót mánaðarlega, samkvæmt visi-
tölu framfærslukostnaðar, sem þó náði ekki til
þess hluta mánaðarlegra launagreiðslna opinberra
starfsmanna, sem voru umfram kr. 650,—.
Um og eftir áramótin 1940/41 var, með samn-
ingum milli avinnurekenda og stéttarfélaga, á-
kveðin full verðlagsuppbót á kaup launþega. —
Með lögum nr. 8/1941, 31. marz, um verðlags-
uppbót á laun embættismanna og annarra starfs-
manna ríkisins og rikisstofnana, var ákveðið,
að frá ársbyrjun 1941 til 1. júlí 1942 skyldi upp-
bótin á laun þeirra (upp að kr. 650,— á mán-
uði), svo og eftirlaun og styrktarfé, nema fullri
hækkun framfærsluvisitölunnar og hún greiðast
mánaðarlega með laimunum, eftir vísitölu næsta
mánaðar á imdan. Árið 1942 voru sett ný lög
um þetta efni (1. nr. 48/1942), er giltu frá árs-
byrjun s. á., án timatakmarkana. — Ákvæði þeirra
laga varðandi verðlagsuppbótina voru óbreytt frá
lögunum 1941. — Þessi ákvæði héldust svo óbreytt,
þar til á árinu 1945, að sett voru ný lög um
laun starfsmanna ríkisins (1. nr. 60/1945), er
gengu í gildi 1. apríl s. á. Þar segir (33. gr.):
„Á grunnlaun samkvæmt lögum þessum skal
greiða verðlagsuppbót eins og hún er á hverj-
um tíma samkv. útreikningi kauplagsnefndar".
Hjá Reykjavikurbæ hefir verið fylgt sömu
reglu um greiðslu verðlagsuppbótar á laun starfs-
manna og hjá ríkinu að öðru leyti en því, að
bærinn hefir greitt verðlagsuppbótina fyrir fram,
miðað við vísitölu næsta mánaðar á undan í stað
þess, að ríkið hefir greitt uppbótina eftir á.
Frá ársbyrjun 1948 og þar til í apríl 1950, að
tekinn var upp nýr vísitölugrundvöllur við gengis-
lækkunina, sem þá fór fram, voru verðlagsupp-
bætur á kaup miðaðar við fasta vísitölu 300.
1 lögum nr. 128/1947, 29. des., um dýrtíðarráð-
stafanir, segir svo:
„Hvarvetna þar, sem fjárhæð starfslaima eða
annarra greiðslna er miðuð við verðlagsvísitölu
samkvæmt lögum, samningum eða á annan hátt,
má ekki miða verðlagsuppbót við hærri vísitölu
en 300, meðan lög þessi eru i gildi. — Elli- og
örorkulífeyri, samkv. lögum nr. 50/1946, um al-
mannatryggingar, má þó greiða með verðlags-
uppbót, er nemur allt að 315 vísitölustigum."
Jafnframt skyldu gerðar ráðstafanir til að
færa niður verð á hvers konar vörum, verðmæti
og þjónustu, til samræmis við niðurfærslu kaup-
gjaldsvísitölunnar.
Með lögum nr. 22/1950, 19. marz, um gengis-
skráningu, launabreytingar o. s. frv., voru tekn-
ar upp nýjar reglur um greiðslu verðlagsupp-
bótar og jafnframt hætt að greina á milli þá-
gildandi grunnkaups og kaupuppbótar, miðað við
visitölu 300.
Reikna skyldi vísitölu framfærslukostnaðar
mánaðarlega á sama hátt og áður, með þeim
breytingum, er um getur bls. 90. Laun skyldu
hækka frá næsta mánuði á undan, ef vísitalan
sýndi hækkun framfærslukostnaðar um minnst
5%, i fyrsta skipti í apr. 1950. Laun skyldu
síðan hækka aftur fram til 1. júlí 1950, ef vísi-
talan sýndi minnst 5% hækkun framfærslukostn-
aðar frá síðustu launahækkun, en haldast svo
óbreytt til ársloka 1950. — Á sama hátt skyldu
laun hækka i jan. og júlí 1951, ef vísitalan sýndi
hina tilskyldu hækkim framfærslukostnaðarins
frá síðustu launahækkun. — Sömu reglur skyldu
gilda rnn lækkun kaupgjalds, ef vísitalan sýndi
tilsvarandi lækkun framfærslukostnaðar. — Frá
1. ág. 1951 skyldu laun hins vegar ekki taka
frekari breytingum samkvæmt ákvæðum laganha.
— Þau skilyrði voru sett fyrir hækkun launa
eftir framangreindum reglum, að þau hækkuðu
ekki af öðrum ástæðum frá þvi, sem þau voru
19. marz 1950. Verðlagsuppbætur hafa ekki ver-
ið greiddar á aflahlut, sbr. aths. bls. 101.
Framfærsluvísitalan í apr. 1950 var 102 og
Framh. á bls. 93