Árbók Reykjavíkurbæjar - jul. 1953, Síða 146
128
Vistmenn í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Tala karla Tala kvenna Samt. í ársl. Fjölg- frá f. á-
Ár: 1935 .... 1 ársb. Komið Farið Dáið 1 ársb. • Komið Farið Dáið
43 38 25 12 81 57 47 10 125 1
1936 .... 44 52 38 7 81 74 54 19 133 8
1937 .... 51 43 32 14 82 79 44 28 137 4
1938 .... 48 25 13 12 89 61 45 13 140 3
1939 .... 48 24 16 9 92 56 38 22 135 -H5
1940 .... 47 39 12 18 88 44 23 21 144 9
1941 .... 56 29 21 8 88 78 31 21 170 26
1942 .... 56 27 12 16 114 48 15 34 168 -r2
1943 .... 55 19 9 10 113 42 14 22 174 6
1944 .... 55 18 9 15 119 42 19 22 169 -r5
1945 .... 49 32 14 14 120 43 16 26 174 5
1946 .... 53 39 10 17 121 84 22 25 223 49
1947 .... 65 22 13 12 158 65 30 25 230 7
1948 .... 62 30 15 13 168 51 15 23 245 15
1949 .... 64 36 8 17 181 49 23 28 254 9
1950 .... 75 38 14 24 179 58 20 13 279 25
1951 .... 75 30 19 17 204 52 28 23 274 -i-5
Aths.: Sumarið 1922 var, með almennum sam-
skotum, stofnað elliheimili hér í bæ, sem skyldi
rekið sem sjálfseignarstofmm. Að stofnun heim-
ilisins stóðu aðallega sömu menn og veitt höfðu
„Samverjanum" forstöðu.
1 árslok 1913 gekkst stjórn umdæmisstúku Góð-
templara í Reykjavík fyrir samskotum í því skyni
að geta gefið þurfandi börnum og gamalmenn-
um miðdegisverð um tveggja til þriggja mánaða
skeið. Var þeirri starfsemi, sem hlaut nafnið Sam-
verjinn, haldið áfram á næstu árum. Fyrstu tvö
árin var hún til húsa í Góðtemplarahúsinu, en
eftir það í ýmsu leiguhúsnæði. Jafnframt varð
starfsemin óháð Góðtemplarareglunni, rekin af
sjálfstæðri stjórnamefnd.
Sumarið 1921 efndi Samverjinn til skemmt-
unar fyrir gamalmenni, með veitingum, sem kost-
aðar voru af samskotafé. Næsta sumar voru
haldnar tvær slíkar skemmtanir. Varð nokkur
afgangur af gjafafé því, sem borizt hafði, eða
kr. 541,—. Vakti formaður stjórnamefndar Sam-
verjans (S.Á.G.) máls á því í dagblaðinu Vísi,
21. júlí 1922, að vel væri til fallið að verja þess-
ari fjárhæð til að flýta fyrir stofnun elliheimilis
í bænum. Hlaut sú hugmjmd góðar undirtektir,
svo sem fram kom í fjársöfmm til stofnunar
heimilisins.
1 byrjun sept. 1922 var keypt steinhús við
Kaplaskjólsveg, er nefndist Grund, fyrir hið fyr-
irhugaða elliheimili. Eftir að gerðar höfðu ver-
ið nauðsynlegar lagfæringar og endurbætur á
húsinu, tók heimilið, sem einnig hlaut nafnið
Grund, til starfa síðast í okt. 1922. Var stofnun-
inni sett skipulagsskrá í ársbyrjun 1925. Hlaut
hún staðfestingu konungs 30. jan. Samkvæmt
skipulagsskránni er elliheimilið sjálfseignarstofn-
un.
„Tilgangur stofnunarinnar er, og skal vera sá,
að veita gamalmennum heimilisvist á Elliheim-
ilinu og góða umönnun, með svo vægum kjörum,
sem frekast er unnt, eða jafnvel ókeypis, þegar
þess er kostur. — 1 þessu skyni veitir hún við-
töku gjöfum og hvers konar styrktarfé gömlu
fólki til handa.“ (1. gr. skipulagsskrárinnar).
1 Elliheimilinu Grund við Kaplaskjólsveg voru
8 svefnherbergi fyrir vistmenn, tvö herbergi fyr-
ir ráðskonu og starfsstúlkur, ein setustofa og
ein matstofa, eldhús og búr. Heimilið var rekið
þar I 8 ár, eða þar til í sept. 1930, að starfsem-
in var flutt í hið nýja hús við Hringbraut. Alls
komu þar 73 vistmenn þessi 8 ár, en voru að
jafnaði 24. Flestir vistmannanna voru úr bænunli
og er talið, að rúmur þriðjungur þeirra hafi verið
á bæjarframfæri. |
Húsakynni í gömlu Grund voru bæði lítil °S f
ófullkomin, og því strax sýnt, að ellliheimili yrði
ekki rekið þar til frambúðar. Takmark stjórnar
heimilisins var því að koma upp miklu stærra húsi ;
fyrir starfsemina. Var brátt hafizt handa um !
söfnun fjár í húsbyggingarsjóð. Bárust sjóðnurn
ýmsar gjafir, og ágóði af gamalmennaskemmt-
unum, sem haldnar voru á hverju sumri á tún-
inu við Gnmd, rann einnig til hans. Um skeið
var í ráði að byggja við gamla húsið, eða reisa
annað hús i nánd við það. Var nokkur undir-
búningur hafinn að því, en ekki ráðizt í neinar
framkvæmdir, enda þótti staðurinn að sumu leyti
óhentugur, og hann hafði ekki verið skipulagð-
ur fyrir byggingu frambúðar húsa. Sumarið 1927
samþykkti bæjarstjórn að láta elliheimilinu í té
lóð (6145 m2) milli Hringbrautar og Brávalla-
götu og lána, með vissum skilyrðum, Gamal-
mennahælissjóð bæjarins til byggingar nýs elh'
heimilis á lóðinni (sjá ennfr. Árb. 1940, bls. 186)-
Framkvæmdir við byggingu hins nýja elh'
heimilis hófust í ágúst 1928. Húsið var tekið 1
notkun 1930, og fór vigsla þess fram 28. sept-
Fjárskortur olli margháttuðum erfiðleikum vl“
byggingarframkvæmdimar. Hins vegar varð tu
mikils stuðnings og flýtti framkvæmdum, að
framkvæmdanefnd alþingishátíðarinnar 1930 °&
aðrir, er að undirbúningi hennar stóðu, óskuðu
eftir, að húsið yrði fullgert vorið 1930, svo að
þar mætti hýsa erlenda hátíðargesti. GreiddU
þessir aðilar jafnframt fyrir skuldabréfasölu °%
lántökum til byggingarinnar. Bæjarstjórn hljýP
undir bagga með þvi að veita bæjarábyrgð fyrir
skuldabréfum, er elliheimilið gaf út, að upph® .
120 þús. kr., og lána 80 þús. kr. úr bæjarsjóð1
1929. Upp í það lán fékk bæjarsjóður húseigU'
ina gömlu Grund, er hann keypti 1930, kaupver?
45 þús. kr. (sbr. bæjarreikn. 1930, bls. 71)-
eigninni hvíldu tvö lán (sjá Árb. 1940, bls.
—133). Lán bæjarsjóðs til heimilisins varð aU
þús. kr. (sjá Árb. 1940, bls. 137), er kauplfl
höfðu farið fram. .
Eftir að heimilið flutti í hið nýja hús, nseg01
Framh. á bls. 129.