Árbók Reykjavíkurbæjar - jul 1953, Qupperneq 246
228
o. s. frv.) eru hins vegar land, sem hefir hlotið
mikla verðmætisaukningu fyrir bæjarfélagið, fyr-
ir atbeina þess. Eru þær raunverulega verðmæt
eign, þótt hún sé ekki arðberandi í venjulegum
skilningi. Ráðstafanir vegna gatnanna eru því
náskyldar ráðstöfunum vegna annarra eigna. Hin-
ar ýmsu greinar starfsemi bæjarsjóðs, sem færð-
ar eru undir „ýmis starfræksla", hefir bærinn
aðallega með höndum vegna gatnagerðar og ann-
arra verklegra framkvæmda. Við tekur svo rekst-
ur sjálfra fasteignanna og kostnaður við þær,
og loks vextir af lánum, en þeir eru einnig í
raun og veru kostnaður við eignir. Lánin hafa
að langmestu leyti gengið til öflunar fasteigna
og verklegra framkvæmda, er jafnframt skapa
eigna-aukningu (sbr. bls. 210). — Þessum þátt-
um ber því að skipa síðustum í rekstrargjöld-
unum, næstum á undan B-lið gjaldanna, eigna-
aukningu.
Aðalþáttur B-liðs gjaldanna — eignaaukningar
— er stofnkostnaður vegna hinna ýmsu flokka
bæjarmálanna. Eru þau gjöld því flokkuð eftir
sömu reglu og rekstrargjöldin, en aðeins sýnd
í einu lagi fyrir hvem gjl., sbr. bls. 197. Verður
því gerð nánari grein fyrir helztu stofnkostn-
aðarliðunum hér á eftir.
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1950 var
í aðalatriðum byggð upp eftir sömu reglum og
lagðar eru til grundvallar við flokkun tekna og
gjalda í Árbókunum, og nú hefir að nokkru ver-
ið lýst. — 1 bæjarr. 1950 og síðan, er tekju- og
gjaldaskipan bæjarsjóðs því í meginatriðum sú
sama og í Árb. — Áður voru reikningar bæjarsj.
færðir eftir allt öðrum reglum, og oft gætti all-
mikils ósamræmis í færslunum milli ára. Þó
höfðu þeir smátt og smátt verið færðir nokkuð
til samræmis við Árb., áður en hin nýja skipan
var upp tekin 1950. Eigi að síður þurfti að gera
ýmsar breytingar og tilfærslur á tekju- og gjald-
liðum bæjarr., við samningu þessarar Árb., eins
og hinna fyrri, sbr. Árb. 1940, bls. 192—202.
Er þeirri meginreglu fylgt, að sýna tekjur og
gjöld „netto“, þ. e. raunverulega tilfallnar tekj-
ur og gjöld bæjarsjóðs á sama ári. Eru því allar
endurgreiðslur (framfærslustyrkir o. þ. h., lög-
boðin framlög ríkissjóðs o. s. frv.) dregnar frá
viðkomandi gjl., í stað þess, að í bæjarr. voru
slíkar endurgreiðslur yfirleitt taldar sérstakir
tekjul. fram til ársloka 1949.
Skal nú gerð nánari grein fyrir þessum breyt-
ingum.
Tekjur.
A. Rekstrartekjur.
Þar sem tekjul. í bæjarr. eru felldir niður
hér og færðir til frádráttar gjöldum, er þess
sérstaklega getið við hvem gjl.
Um aðrar breytingar frá bæjarr. skal tekið
fram:
Óinnheimt bæjargjöld (eftirstöðvar) eru hér
dregin frá tekjum (sbr. tekjul. I, II og IV). 1
rekstrarr. bæjarsjóðs eru viðkomandi bæjargjöld
sýnd eins og þau koma til innheimtu, en eftir-
stöðvamar hins vegar taldar með gjöldum í eigna-
breytingareikningi.
Stríðsgróðaskattur er hér, á árunum 1950 og
1951, hækkaður um þær upphæðir, sem lagðar
voru í Framkvæmdasjóð á þeim ámm, en í bæjarr.
eru þau framlög dregin frá innheimtum stríðs-
gróðaskatti.
1 bæjarr. vom útsvör til annarra sveitarfélaga
talin sérstakur gjl. til ársins 1949. Hér em þau
dregin frá innheimtum útsvörum.
Lækkun á útsvörum sjómanna 1948, vegna
skattfrelsis áhættuþóknunar, var í bæjarr. 1949
færð sem sérst. gjl. Hér er lækkunin dregin frá
innheimtum útsvömm.
Þá em hér einnig færð til frádráttar innh.
útsvör, áður oftalin útsvör, þ. e. útsvör, sem talin
hafa verið með tekjum, en síðar orðið að endur-
greiða, t. d. vegna úrskurða ríkisskattanefndar,
sem stundum falla ekki fyrr en reikningsskilum
er lokið. — 1 bæjarreikn. eru þessar endurgr.
ýmist færðar sem sérst. gjl. í rekstrarr., eða
beint á höfuðstólsreikning.
Vextir af lánum eru hér hækkaðir um þær upp-
hæðir, sem í bæjarr. em dregnar frá vaxtagjöld-
um. — I fyrri Árb. voru vaxtatekjur færðar til
frádráttar gjöldum á þeim lið, enda þá um litlar
vaxtatekjur að ræða.
B. Eignaskerðing.
Eins og getur í A. að framan eru eftirstöðvar
bæjargj. felldar niður úr rekstrartekjum. Hér eru
eftirstöðvarnar árlega færðar til tekna, eins og
þær koma til innheimtu í ársbyrjun. Frá þeim
upphæðum dragast burtfelldar eftirstöðvar á ár-
inu og eftirstöðvar í árslok. Mismunurinn telst
tekjur ársins, að viðbættu því, sem innheimtast
kann af áður burtfelldum eftirstöðvum. — I
bæjarr. eru burtfelldar eftirstöðvar sérstakur gjl-
i rekstrarr., og þar fært til frádráttar það, sem
innheimtist af burtfelldum eftirstöðvum.
1 eignabreytingar. bæjarsj. eru afborganir lána
taldar með gjöldum. Hér er þeirri reglu fylgti
að sýna tekjumegin niðurstöðu (netto) af hreyf'
ingum lána, þ. e. draga afborganir frá teknum
lánum. Þau ár, er afborganir em hærri en tekin
lán, verður þessi tekjuliður -i-.
Gjöld.
A. Rekstrargjöld.
Gjöld, sem hér er bætt við, en færð eru á.
aðra gjl. í bæjarr., eru í aðalatriðum þau, sem
nú skal greina:
I.
Samþykktir og reglugerðir, framlag til Sam-