Árbók Reykjavíkurbæjar - jul. 1953, Síða 253
235
þœr byggingar í fasteignamati, sem og sjálfa
blettina. Eru þessar eignir því ekki taldar með
í töflunum. Brunatryggð eru þar um 40 hús (6,7
þús. m3) um 2,1 millj. kr. að brunabótaverði.
Baldurshagi. Land þetta var selt úr Grafar-
holtslandi árið 1905. Söluverð kr. 1725,00. Land-
ið er nú lítt nytjað og mun öllu hafa verið skipt
í smá spildur. 1 fasteignamati eru taldar um 15
sjálfstæðar lóðir, samt. um 4,8 ha. að stærð, og
11 hús, 43 þús. kr. að fasteignamati. Hvorki land
né hús eru talin með í töflunum, enda eru upp-
lýsingar þar að lútandi hvergi nærri tæmandi.
Eftir að landið komst undir lögsagnarumdæmi
bæjarins, hefir bærinn ekki veitt samþykki sitt
til frekari skiptingar þess, og því ekki verið
hægt að þinglýsa þeim. Brunatryggð eru þar 16
hús (2,2 þús. m3) fyrir samt. 670 þús. kr.
Hólmur. Jörðin hefir verið þjóðjörð, en með 1.
nr. 70/1942 var ríkisstjóminni heimilað að selja
bæjarsjóði hana (sbr. forkaupsrétt ábúanda).
Varð að samkomulagi milli aðilja, að söluverð
jarðinnar skyldi ákveðast með mati dómkvaddra
manna. Mati þeirra (dags. 21/10 ’46), kr. 396,-
100,00, vildi bæjarráð ekki hlíta. Fór fram yfir-
mat (dags. 30/4 ’48), kr. 260.500,00, en afsal
hefir enn ekki fengizt fyrir jörðinni.
Til jarðarinnar telst svonefnd Hólmsheiði, um
380 ha. að stærð, metin í yfirmati á 100 þús. kr.
(I undirmati á 190 þús. kr.), og er sú upphæð
innifalin i heildarverðinu. Hólmsheiði var fyrrum
hluti af Geithálsi í Mosfellshreppi, en við maka-
skipti á henni og hólmunum, þar sem nú er jörð-
in Gunnarshólmi, féll heiðin imdir Hólm í Sel-
tjarnarneshreppi, en taldist þó eftir sem áður
til Mosfellshrepps. Heykjavíkurbær hefir goldið
ábúanda Hólms kr. 200,00 á ári, síðan um 1930,
fyrir heimild bæjarbúa til berjatínslu á heiðinni.
Nokkur búrekstur er enn á jörðinni, tún, um
8 ha. að stærð, í allgóðri rækt. Látnar hafa ver-
ið á leigu 24 lóðir undir sumarbústaði á heima-
jörðinni 9,6 ha. og 12 lóðir í Hólmsheiði 2,9 ha.,
eða samt. 34 lóðir, alls um 12,5 ha. að stærð.
Brunatryggð eru þar 34 hús (7,3 þús. m3) fyrir
2,2 millj. kr. 1 okt. 1926 var Oddfellowreglunni
selt á leigu til 99 ára um 250 ha. landspilda við
Silungapoll, þar sem á undanfömum árum hefir
Verið rekið barnaheimili yfir sumartímann. Um
300 ha. af Hólmslandi er innan girðingar Heið-
nierkur (sbr. hér á eftir), og er nokkur hluti
þess úr leigulandi Oddfellowa. 1 Hólmslandi eru
Gvendarbrunnar, vatnsból Reykjavíkur, og hefir
Vatnsveitan þar nær 100 ha. afgirt svæði til
afnota. 1 landinu er ennfremur hluti af Kauð-
hólum. Áskilur ríkisstjórnin sér rétt til að taka
ofaníburð úr þeim hluta hólanna, sem fylgja
jörðinni, og öðmm ofaníburðarnámum jarðar-
innar, án endurgjalds. Rauðhólar em þegar orðn-
ir mjög eyddir vegna ofaníburðarnáms, sem þó
hófst ekki fyrr en á öndverðu hernámstímabil-
inu 1940—’46.
Grafarholt. í lögum nr. 52/1943 um stækkun
lögsagnarumdæmis bæjarins er svo mælt, að bæj-
arstjórn sé heimilt að taka jörðina, að undan-
skildum þeim hluta, sem er neðan Vesturlands-
brautar (sbr. aths. bls. 4), eignamámi ásamt
nýbýlinu Engi og þeim lóðum og löndum, sem
seldar höfðu verið úr landi jarðarinnar, ef sam-
komulag um sölu næðist ekki fyrir 1. júlí s. á.
Með þvi að aðiljar urðu ekki ásáttir um söluna,
fór fram mat (dags. 9/11 ’43) á jörðinni. Vora
öll hin eignarnumdu verðmæti, þar með talin
mannvirki á Engi, metin á kr. 254.853,00. Þar eð
hvorugur aðilja vildi ima þessu mati, fór fram
yfirmat (dags. 23/6 ’44), er ákvað andvirði hins
eignarnumda lands, kr. 330.000,00, en hús og
mannvirki á Engi kr. 25.000,00. Baldurshagi og
Selásland, sem selt hafði verið frá jörðinni, var
ekki tekið eignamámi að því sinni.
Um 8 ha. tún í sæmilegri rækt fylgdi eignar-
numda hluta jarðarinnar, bæði á nýbýlinu Engi
og eyðibýlinu Grafarkoti, sem er í brekkunni
austur af Grafarholtsbænum. Túnið í Engi hefir
verið notað af þeim mönnum, sem þar hafa bú-
ið, en húsin era nú leigð til íbúðar. Sumarið 1951
hófst bærinn handa um endurræktun Grafarkots-
túnsins, sem nokkuð hefir verið nytjað frá Korp-
úlfsstöðum, og var unnið þar að framræslu á
vegum Vinnuskólans (sbr. kafl. um Árbæ). 1
túninu er um 1 ha. einkalóð, sem seld hafði
verið, áður en bærinn eignaðist jörðina. Uthlutað
hefir verið allstórri landspildu neðan við Grafar-
kotstúnið, við Grafarlæk, til afnota í sambandi
við fiskirækt, sem þar er hafin, en landið hefir
ekki verið endanlega afmarkað ennþá.
1 hinum svonefndu Smálöndum við Vestur-
landsbraut, gegnt bæjarhúsunum í Grafarholti,
hefir risið upp byggðarhverfi á 32 leigulóðum,
samt. um 4,8 ha. að flatarmáli, eða sem svar-
ar tæpum 1500 m2 pr. lóð að meðaltali. Lóðirnar
era metnar í fasteignamati á 6,7 þús. kr. og
húsin á 92,5 þús. kr. Hvorki lóðir né hús era
talin með í töflunum, enda hefir bærinn hvorki
gert leigumála um lóðimar né haft afskipti af
byggingu húsanna, sem flest munu hafa verið
byggð sem sumarbústaðir, en eru nú yfirleitt
notuð til íbúðar allt árið.
Tvær landspildur hafa verið teknar úr Grafar-
holtslandi til ræktunar og úthlutunar, 13,2 ha.
fyrir matjurtagarða, norðan Suðurlandsbrautar,
gegnt Selási, og 27,7 ha. undir sumarbústaði með-
fram Rauðavatni að norðan. Leigulönd þessi era
tilfærð í hlutaðeigandi töflum.
Árið 1901 var, fyrir forgöngu Þórhalls Bjarna-
sonar, síðar biskups, stofnað félag hér í bæ
(stofnf. 25. ág.), er nefndist Skógræktarfélag
Reykjavíkur. Félagið var hlutafélag. Tilgangur
félagsins var að koma á fót og reka skógræktar-