Byggingarlistin - 01.01.1956, Side 5
TIL LESENDA
Á vegurn Húsameistarafélags íslands var stofnað til útgáfu tímarits þess,
er nú kemur út á ný, eftir of langa hvíld.
„Byggingarlistin“ kom út í tveim heftum árið 1951 og hugðu þá margir
gott til þess að eignast slíkt rit. Síðan liefur útgáfan legið í láginni.
— Ekki tjóar að fást um það, hvort fjárskortur, framtaksleysi, eða aðrir
mannlegir annmarkar eiga hér sök. Hitt skiptir meiru, að framvegis megi
takast, að halda í liorfinu. Meðan félagið er fámennt og félítið, er vonlegt að
slik útgáfustarfsemi — sem er allvandasöm og dýr — mœti nokkrum erfið-
leikum í fyrstu. Sennilega verður eitt liefti á ári að nægja fyrst um sinn.
,,Byggingarlistin“ er fyrsta og eina tímaritið um byggingarmál liér á landi,
þar sem kunnáttumenn og áhugamenn f jalla um húsagerð, skipulagsmál, hús-
búnað og híbýlaprýði.
Þeir sem teikna hús, eða liúsgögn, eða stunda byggingariðnað, eiga hér
fyrst og fremst hlut að máli. Þetta er þó engan veginn þeirra einkamál. Góður
húsakostur og vistlegt lieimili er slík höfuðnauðsyn hverjum manni, að nokk-
ur fræðsla um þessi efni ætti að ná til allra.
Fólkið hefur margvíslegan blaðakost og bóka, en fæst af þessu hefur fróð-
leik að geyma um hagnýta hluti, sérstaklega þá verkmenningu, er skapar hús
og heimili.
Erlend tízkublöð, sem um þetta fjalla — flest heldur ófróðleg — eru hér
talsvert lesin. En þau eiga sjaldnast við okkar staðhœtti og lífsvenjur og geta
engan veginn fyllt þetta skarð.
Þar sem áliugi á þessum efnum mun vera nokkuð almennur, er ekki ósenni-
legt, að ýmsir fleiri en fræðimenn á þessu sviði kynnu að vilja skrifa eitthvað
um þessa liluti í tímaritið. Góðar, stuttorðar greinar mundu verða þakksam-
lega þegnar til birtingar. Margt af því, sem hér um rœðir, er svo almenns eðlis,
að fleiri en sérfróðir menn ættu að geta lagt eitthvað gott til þessara mála.
byggingarlistin
SIG. GUÐMUNDSSON
form. rítnefndar
3