Byggingarlistin - 01.01.1956, Síða 21

Byggingarlistin - 01.01.1956, Síða 21
þar til samræmi er náð, og hluturinn, í hvaða verðflokki sem hann er, er mannsæmandi og öllum boðlegur. Síðan taka verkstæðin við og fram- leiðslan getur hafizt. Einföldustu eldhúsáhöld verða ekki útundan. Einnig þau njóta hugvits og smekkvísi hinna færustu manna. Þó að ekki sé nema eldhúsáhald, þarf það að hlíta margbrotnum kröfum um form og efni, ef vel á að vera. Þetta dettur okkur sjaldan í hug, þegar fyr- ir augun ber smjörskál eða brauðsög, en samt er það svo. Það er syndsamlegt, hvað lítið hef- ur varðveitzt hjá okkur af áhöldum feðra okkar. Þau voru heimagerð, af umhugsun og alúð, og gegndu vel hlutverki sínu á mælikvarða síns tíma. Eldgömul hvítskúruð trésleif er þess vegna göfugri og virðulegri hlutur en víravirkisskeiðarnar, sem eru nú að skjóta upp kollinum. Vel á minnzt. Frá sjónarmiði hollustuhátta skiptir það ekki máli, hvort arnrbandið mitt er með víravirki eða gert úr heilli plötu. Allt öðru máli gegnir um skeið- ina. Hún er mataráhald, og það verð- ur að vera auðvelt að hreinsa hana rækilega, jafnvel oft á dag. Skeiðar- skaft má því ekki vera úr víravirki alla leið niður að blaði. Það er óþrifa- legt, og þetta gerir skeiðina að ólán- legu og vansköpuðu áhaldi, sem ekki svarar sínu hlutverki — þó að víra- virkið kynni að vera gott. En slík eru lögmál handverksins. Nú er það vita- skuld algengt, að mataráhöld eru not- uð aðeins einu sinni, þau eru tekin upp úr sótthreinsuðum umbúðum og þeim er fleygt eftir notkun. En víravirki er of dýrt til þess. Nei, hugmyndin er al- röng. Það er gaman að eiga sér silfur- húna svipu, rúmfjöl eða asknóa, svona rétt til að minna sjálfan sig á uppruna sinn. Ég finn skyldleika minn við þessa hluti og mér líður vel í návist þeirra. Þó að þeir séu frá tímum alls- leysisins í landi okkar, eru þeir lausir við þá sáru, andlegu fátækt, sem skín út úr mislukkaða fíniríinu. Flestir vilja búa sem bezt um sig og sína á heimilum sínum. En þegar til kemur, ræður þó oft í þessum efnum eftirhermur og kapphlaup við náung- ann, frumstæð stásshneigð í stað heil- brigðrar skynsemi. Þetta hefnir sín æfinlega. Það hefnir sín í því, að það, sem átti að verða fallegt og fínt, verð- ur ljótt og ófrjótt eins og auðnin sjálf. Fegurðin lætur ekki að sér hæða og afneitar öllu samneyti við hégóma og ónáttúru. Með aukinni kunnáttu og leikni lækkar verð hlutanna, en úr því hægt er að búa til góðan og ódýran hlut, má dýr hlutur ekki vera ljótur og ó- vandaður. Það þarf að blása lífsanda í þetta allt saman og væri því ekki aðeins til gamans, heldur mikið nauðsynjamál, að okkur íslendingum væri gert fært að kynnast því starfi, sem mjög ber á í öðrum löndum, að búa til verulega góða vélunna húsmuni og búshluti við skaplegu verði. Það væri og hinn mesti styrkur smiðum okkar í þeirra starfi. Hér er óunnið verkefni, sem hefur mikla fjárhagslega og menning- arlega þýðingu fyrir allan landslýð. Það er stórt skref úr gömlu baðstof- unni okkar inn í nýtízku híbýli bæja og sveita, en fólki hefur verið ætlað að stíga það skref alveg hjálparlaust. Mér finnst næstum, að það eigi heimt- ing á aðstoð og fræðslu hins opin- bera. I búðum hér sést mjög h'tið af veru- lega vönduðum og skemmtilegum húsmunum og búsáhöldum, og er þó ekki örgrannt um, að aðeins sé að rofa til á síðasta ári. Samt er ávallt slík gnægð hentugra og ágætra muna á boðstólum í viðskiptalöndum okkar, að það ætti að vera þeim, sem inn- flutningi ráða, freisting og áhugamál að flytja þá inn í landið, og hætta að bjóða okkur það gleðisnauða og til- breytingarlausa dót, sem er algengast hér. Við getum að vísu ekki vænzt mikillar fjölbreytni í vörutegundum í fámenninu hjá okkur. En margt má laga, ef innflytjendur eru vel á verði og leitað er aðstoðar kunnáttumanna. Ég vil skora á alla, sem einhverju ráða um þessi mál, að vanda til innflutn- ings á áhöldum og húsbúnaði, og ég vil skora á félagsmálastjórn okkar og samtök manna, svo sem Húsameist- arafélag íslands, að reyna í einhverju formi að leiðbeina almenningi í þess- um málum og koma á fót stöðugri fræðslustarfsemi sérfróðra manna. Það horfir áreiðanlega til framfara og yrði eflaust mjög vinsælt. Troðnar slóðir Hvenær á að hugsa fvrir nauðsyn- legri rýmkun gömlu gatnanna í bæn- um, þar sem nú horfir til mestu vand- ræða um alla umferð og hvergi er svigrúm að stöðva farartæki, eins og t. d. á Laugaveginum. Er ekki tími til kominn að reyna að ráða fram úr þeim vanda? Hvernig er háttað sam- vinnu skipulagsnefndar og bygginga- nefndar um endurbyggingu gamla bæjarins? Enn eru langar raðir af gömlum timburhúsum við Laugaveginn og þar eru alldjúpar lóðir, að minnsta kosti þegar rýmt hefur verið burtu hakhús- unum. Samt er haldið áfram að reisa ný hús í gömlu húsalínunni. — Þeir sem teikna húsin. hafa vitanlega enga að- stöðu til þess að semja um að færa húsin frá götunni — þótt það mundi oftast vera eigendunum í hag. Þetta verða forráðamenn bæjarins að gera. Og það er furðulegt, að enn skuli ekki bóla á neinum tilraunum í þá átt. Sé litið á hús þessarar götu sem mannabústaði, verður sama hörm- ungin uppi á teningnum, ef haldið er áfram á sömu braut. Húsin verða sennilega fimm hæðir, svo að götu- breiddin — sem nú er — mundi verða mun minni en húshæðin. Og allt einn samfelldur veggur alla leið, nema þar sem fáeinar þvergötur skilja sundur. — Þessi óhugnanlega tröð yrði sann- kölluð martröð í hjarta bæjarins. (Síðan þetta er ritað virðist ein- hver skriður kominn á það mál). Sig. Guðmundsson. 19 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.