Byggingarlistin - 01.01.1956, Side 25

Byggingarlistin - 01.01.1956, Side 25
Frú Svanhildur Ólafsdóttir MINNINGARORÐ Frú Svanhildur Ólafsdóttir andað- ist 17. nóv. 1954 á sjúkrahúsi í Stokk- hólmi eftir áhættusaman uppskurð. Hún varð rúmlega 49 ára gömul, fædd 14. nóvember 1905 í Reykjavík, dóttir dr. Ólafs Dan Daníelssonar og frú Ólafar Sveinsdóttur. Feður okkar Svanhildar voru frændur, vinir og bekkjarbræður í skóla, og af þeim sökum kom ég fyrst á heimili foreldra liennar við Skóla- vörðustíginn. Hún hefur líklega verið i 2. eða 3. bekk Menntaskólans, og þó langt sé nú um liðið koma fram í hugskotssjónir áhrifin: ástríki Ólafar móður hennar og hreykni föður yfir hinni gáfuðu og glaðværu dóttur, sem var elzt systkina sinna, þeirra er á legg komust. Hið glaða hispursleysi einkenndi hana jafnan síðan stutt réttsýni og heiðarleik, er hvergi þoldi réttu máli hallað. Umhyggju foreldranna galt hún með stakri alúð og fórnfýsi án þess að skeyta um eigin hag. Þá er hún um vorið 1937 missti móður sína, fórnaði hún framabraut sinni í utanríkisþjón- ustu sambandsríkisins og skundaði heim til að standa við hlið föður síns og systkina eftir móðurmissinn. Framinn, sem margur vinur hennar hafði haldið að væri í fyrirrúmi, varð að víkja fyrir skyldunni. Þegar heim kom, tók hún við stjórnartaumunum á heimilinu, en gegndi þó jafnframt sem aðalstarfi umfangsmiklum og ábyrgðarríkum störfum fyrir land sitt. Um hríð var Svanhildur sendiráðs- ritari Islands í Moskvu, fyrst ís- lenzkra kvenna, og sú eina til þessa dags, til að gegna slíku starfi fyrir þjóð sína. Sterkustu eiginleikar frú Svanhild- ar aðrir en glaðværðin og starfsgleð- in voru samvizkusemi, nákvæmni og vandvirkni í starfi. Þessir eiginleikar mótuðu æviferil hennar í ríkum mæli, og er mér sagt, að lengi muni verða búið að þeim og þeirra gæta í skjala- varðarstörfum hennar við utanríkis- ráðuneytið, en þeim störfum gegndi hún eftir heimkomuna í annað sinn. Ekki er að undra, þótt nokkurra áhrifa gætti frá slíkum mannkostum á málefni arkitekta, er Svanhildur þann 9. maí 1951 giftist Sigurði Guð- mundssyni. Frú Svanhildur gerði vor málefni að sínum af þeim skilningi, sem vér gátum beztan kosið oss. Á heimili þeirra Sigurðar. mótað af stakri smekkvísi og list, var gott að koma; þar mættum vér ekki bara hlýju og gestrisni, heldur næmum skilningi og uppörfun í starfi. Hafi Svanhildur rennt grun í að hverju dró um veikindi hennar, vitum vér nú, að henni var ekki nóg að styðja mál vor á líðandi stundu. Af óvenjulegum höfðingsskap stofnaði hún sjóð, er ber nafn föður hennar og eiginmanns. Sjóðnum ætlaði hún það hlutskipti að örfa unga menn til dáða í stærðfræði og byggingarlist. Hvað byggingarlistina snertir, veit ég, að það var öðrum þræði ætlan Svan- hildar, að til þrautarinnar veldust þau verkefni, er þurfti stórhug til að halda á lofti, og þau réttlætismál, er sakir þröngsýni áttu erfitt uppdrátt- ar. Svanhildur Ólafsdóttir Við fráfall þessarar óvenjulegu konu er sár harmur kveðinn að að- standendum, einkum þó öldruðum föður hennar og starfsfélaga vorum, Sigurði Guðmundssyni arkitekt, sem ávallt hefur átt hug vorn óskiptan, en ekki sízt nú, er hann á um svo sárt að binda. Svanhildur Ólafsdóttir, fædd 14. nóv. 1905 í Rvík, stúdent Rvík 1924, cand. phil. Rvík 1925, vann við orða- bók Sigfúsar Blöndals 1922—24, inn- anþingsskrifari í Alþingi 1925—1930 og 1937—1944, gerðabókarritari í skrifstofu Alþingis 1930—35, löggilt- ur skjalaþýðari og dómtúlkur í dönsku 1933, réðst til danska utan- ríkisráðuneytisins 1935 og til danska sendiráðsins í London 1936, sagði því starfi lausu 1937, starfaði hjá S.Í.F. 1937—39, skip. aðstm. í utanríkis- máladeild stjórnarráðsins 15. okt. 1939, en fulltrúi í utanríkisráðuneyt- inu 1. nóv. 1944, sett sendiráðsritari í Moskvu 1946, síðan skjalavörður ut- anríkisráðuneytisins til 1952. Gunnl. Hálldórsson. BYGGINCARLISTIN 23

x

Byggingarlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.