Byggingarlistin - 01.01.1956, Page 27
UM HÚSGÖGN
Peter Hvidt og 0. Mölgard, Danmökk
Hans J. IP'egner, Danmörk
Carlo Mollino, Italía
Eelo Sarinen, U.S.A.
Mies van der Rohe, Þýzkaland
Bruno Mathson, Þvíþjóð
Það er erfitt að gera fólki skiljanlegt, að nútíma húsgögn verður
að sníða eftir því hlutverki, sem þeim er ætlað. Nú orðið vitum
við þó, að stóllinn á að vera til þess að sitja á.
KAARE KLI NT
stofna til samvinnu við þá, sem geta
teiknað húsgögn, leiðbeint þeim og
frætt um þessa hluti, og halda sýningu
á hverju hausti, þar sem fólki er gef-
inn kostur á því að sjá það bezta, sem
þeir framleiða, þar sem það getur
kynnzt því ljóslifandi, hvernig hægt
er að úthúa heimilið fegurst og hag-
anlegast. Allt of fáir húsgagnafram-
leiðendur bera hag fólksins fyrir
brjósti. Þeir skilja ekki hlutverk sitt,
þeir eru of miklir kaupmenn. Hvernig
á því stendur, að menn eru að föndra
við að gera eftirlíkingar eldri hús-
gagnagerða, veit ég ekki, en vissulega
er það vanmat á samtíð okkar að vera
að rembast við að smíða eitthvað, sem
síðan er kallað renaissance, rococco
o. s. frv. Þetta á sjaldnast nokkuð skylt
við þá stíla, en er aftur á móti í algeru
ósamræmi við aldarhátt og lífsvenjur
okkar.
Húsgögn okkar samtíðar eru fóstr-
uð af okkur sjálfum, þau eru hluti af
menningarlífi því sem við lifum. í
þeim má finna þá sömu hugsun, þann
sama anda, sem ríkir umhverfis okkur
í þeim hlutum og tækjum, sem við
notum dags daglega og fengið hafa
form sitt af hagnýtri reynslu og sköp-
unargleði nútímans. Húsgögn vorra
tíma einkennast af einföldu og lát-
lausu formi, þau eru miðuð við líf
okkar og þarfir, þau eru raunhæfir
hlutir, sem eiga að gera lif okkar þægi-
legra og heimilin vistlegri. Áherzla er
lögð á hið nytsama fyrst og fremst.
Þau hafa mjúkar línur og hreina fleti,
án prjáls og óþarfa skrauts, vönduð
að frágangi, en þó ekki viðameiri en
þörf krefur. Efni þeirra og litir eru í
fullu samræmi við form þeirra. Þegar
þau eru bezt, eru þau listaverk — hag-
nýt listaverk.