Byggingarlistin - 01.01.1956, Qupperneq 28
Þátttaka íslands í N B D
Árið 1952 gerðust íslendingar
virkir þátttakendur í samtökum þeim,
er heita Norrænn byggingarmáladag-
ur (Nordisk byggedag NBD). Að vísu
hafði ísland áður haft fulltrúa á
nokkrum ráðstefnum samtakanna og
sent efni til birtingar á ráðstefnu
þeirri, er haldin var í Oslo 1938, en
það er fyrst nú með forgöngu Húsa-
meistarafélags íslands að mynduð
hefur verið íslenzk deild innan þess-
ara samtaka með eftirtöldum aðilum:
Atvinnudeild Háskóla íslands.
Húsameistarafélag íslands.
Verkfræðingafélag íslands.
Félag íslenzkra iðnrekenda.
F élagsmálaráðuneytið.
Húsameistari ríkisins.
Vegamálastj óri.
Skipulagsstjóri.
Teiknistofa landbúnaðarins.
Landssamband iðnaðarmanna.
Samband íslenzkra byggingarfé-
laga og verkamannabústaða.
Reykj avíkurbær.
Atvinnudeild Háskóla íslands.
Á fimm ára fresti halda samtökin
ráðstefnu og byggingarmálasýningu
til skiptis í höfuðborgum Norðurland-
anna og verður næsta ráðstefna hald-
in í Helsingfors dagana 2—4 júní í
ár. Markmið ráðstefnanna (NBD) er
að vinna að bættum byggingarhátt-
um á Norðurlöndum og að kynna og
samræma nýjungar í byggingartækni
meðal hinna norrænu þátttakenda. Til
undirbúnings þessara ráðstefna starf-
ar fastanefnd (permanenta komité-
en), sem stjórnir hinna einstöku landa
einstöku landa mynda og hefur hún
fund með sér árlega til skiptis í höf-
uðborgum Norðurlandanna.
Síðasti fundur fasta nefndarinnar
var haldinn hér í Reykjavík í júlí-
mánuði 1954 og mættu þar fulltrúar
allra þátttökulanda. Dvöldu gestirnir
hér í vikutíma, og voru fundarhöld
fyrri hluta hvers dags, en seinni hlut-
anum var varið til ferðalaga og kynn-
ingar á íslenzkum fyrirtækjum, stofn-
unum og mannvirkjum. Fundi þess-
um lauk með kveðjufundi með al-
mennri þátttöku, og kynntu þar full-
trúar Norðurlandanna með ljósmynd-
um og ræðum nútíma byggingarlist,
hver frá sínu landi.
Samkeppni um fegrun og útlit Tjarnarinnar
Framh. af 5. bls.
Um byggð við Tjörnina eru til tvö
gagnstæð sjónarmið. Annars vegar er
sú stefna, að Tjörnin skuli vera hluti
náttúrugarðs (park), sem teygir sig
inn að meginathafnasvæði miðbæjar-
ins og myndi með næsta umhverfi
sínu andstæðu við þéttbyggð hans.
Hin stefnan er, að miðbæjarbyggðin
umljúki Tjörnina og móti hana eftir
sínum skala og sínu lífi.
í hugmyndasamkeppni um fram-
tíðarútlit Tjarnarinnar skyldi maður
ætla, að keppendur og dómnefnd
tækju hreina og afdráttarlausa af-
stöðu til þessara andstæðna, keppend-
ur með því að hreinrækta tillögur sín-
ar eftir þeirri leið, sem þeir hver og
einn eru sannfærðir um, að sé sú rétta,
og dómnefnd með því að verðlauna í
samræmi við rökstuddar ályktanir. Á
þessu hefur orðið brestur í þessari
samkeppni. Þrír af fjórum verðlaun-
uðum uppdráttum taka ekki afdráttar-
lausa afstöðu til þessara sjónarmiða,
heldur sýna lausnir, sem eru bil
beggja, eins og segir á einum stað:
„Samkvæmt ofanskráðri prédikun
ættu víst engar byggingar að vera um-
hverfis Tjörnina, en ég hef fallið fyrir
freistingunni — það er heldur ekki
um marga staði að ræða, þegar koma
skal fyrir ráðhúsi, nýju Alþingishúsi
o. fl. .. .“
Ein tillagan sýnir þó afdráttarlausa
afstöðu, og er hún ekki verðlaunuð
eða keypt inn. Svo róttækri tillögu
finnst mér ekki hægt að vísa frá nema
með rökstuddum dómi, er færi sönnur
á, að hún sé fjarstæða. Tillagan Harpa
átti skilið að vera betur unnin til þess
að mark yrði tekið á henni. í henni er
tekið afleiðingum þeirra hugleiðinga,
sem eru að veltast fyrir sumum hinna
keppendanna. Þó er rétt að ámæla
höfundinum fyrir þá rómantísku
vellu, er felst í því að vilja breyta lög-
un Tjarnarinnar í það horf, sem hann
telur sig geta fært sönnur á að hafi
verið einhvern tíma um 1700. Hver
breyting, sem gerð kann að vera á
Tjörninni, verður að bera mót þess
tíma, sem við lifum á, hún verður að
vera okkar framlag til mótunar útlits
Reykjavíkur. Þar á ekkert rómantískt
föndur að koma til greina. Þegar ég
hef skrifað þetta, get ég alveg eins tek-
ið munninn fullan og sagt í samræmi
við framanritað, að af þessari sam-
keppni verður enginn jákvæður ár-
angur fyrr en hún er skoðuð í sam-
hengi við raunverulega skipulagningu
miðbæjarins. Mér finnst ófyrirgefan-
legt að arkitektar séu að eyða tíma og
erfiði í samkeppni eins og þessa, sem
ekki getur orðið til að opna leiðir til
framtíðarlausna á svo mikilvægum
skipulagsatriðum og skipulag suður-
hluta miðbæjarins er. Ósk mín er að
bæjarráð efni til fleiri skipulagssam-
keppna, en beri þá gæfu til að binda
ekki keppendur og dómendur með
óskum um lausnir á aukaatriðum
heldur krefjist tillagna með hreinum
línum, sem byggja má á stórhuga
framtíðarskipulag.
í dómnefndarálitinu stendur:
„Nefndarmenn voru allir sammála um
að verðlauna skyldi þessa þrjá upp-
26
BYGGINGARLISTIN