Byggingarlistin - 01.01.1956, Side 37
/-------------------------------'N
HÚSLESTUR
V.______________________________)
Vítt er hér til veggja sumstaðar, en ekki
að sama skapi hátt til lofts í hinum nýju
íhúðarhúsum vorum, jafnvel þó að til sé
vandað að öðru leyti.
Samkvæmt byggingarsamþykkt Reykja-
víkur má lofthæð í stofum ekki vera minni
en tveir og hálfur metri. Þetta er lágmarks-
krafa.
Sökum fjárfestingarkreppu, eða sérstakra
fyrirmæla um upsahæðir húsa, hafa margir
orðið að láta sér nægja þessa lofthæð.
Við þetta má að vísu bjargast. Það er ekki
nauðsynlegt að hafa ljósakrónur hangandi í
loftunum, og það er engin lífsnauðsyn að
reykja tóbak. Margir vilja þó helzt hafa
hvortveggja, og allir vilja eiga vistlega stofu.
Loftræsting er oftast nær engin (þar sem
ekki er arinn), nema lítil gluggasmuga, sem
ekki er leyfilegt að opna, fyrr en liggur við
andköfum.
Það kostar ekki mjög mikið að auka loft-
hæðina um 15—25 sm, en það gerir ótrúlega
mikinn mun á útliti stofunnar og loftgæðum.
Sé húsið marglyft og gluggar nokkuð þétt
settir, er einnig útlitsbót að hækkuninni ut-
an húss, þar sem aukið er bilið milli glugga-
raðanna. Húsið verður stæðilegra á að sjá.
fremstu skólamönnum hafa unnið að að
semja með flestra af skólastjórum landsins.
Skólabyggingunum er hins vegar í mörgu
áfátt.
Undanfarin ár hafa margar þjóðir heims
kostað peningum og starfskröftum sér-
menntaðra manna til að rannsaka og vinna
að lausnum á hinum fjölmörgu vandamál-
um, sem eru samfara byggingu fullkomins
skóla. Allt er tekið með frá kennslutækni-
legum atriðum, sálfræðilegum, heilsufræði-
legum og byggingartæknilegra og fagur-
fræðilegra vandamála. Um niðurstöður
þessa starfs finnast nú fjölskrúðugar bók-
menntir öllum aðgengilegar, sem njóta
vilja.
Formáli Helga Elíassonar vekur þá spurn-
ingu, hvort ekki væri heilladrýgra skólamál-
unum að kostað væri tíma og peningum til
að kanna þessar bókmenntir og árangur
þjóða með skilt skólakerfi og vinna úr því
fyrir okkar aðstæður, en að róa sig með að
nú sé lausnin fundin. Eftirmáli Sigurðar
Guðmundssonar vekur athygli á þessu og er
því að vænta að ábending hans verði tekin
til greina svo að hið tilviljanakennda fálm
haldi ekki áfram að einkenna starfsaðferð-
ir okkar á þessu sviði og leggi okkur hindr-
anir í veginn í framtíðinni.
S. H. N.
Múrhúðaðar trégirðingar eru í ætt við
múrhúðuð timburhús — „eisteinshús" eru
þau stundum nefnd — og má sjá þessar girð-
ingar allvíða hér í bænum. Helzt eru þær
þar, sem djúpt er á fastan grunn og dýrt að
steypa veggi.
Nú hefur nágranninn getað steypt girð-
ingu um sína lóð. Þá er það ráð tekið að
girða botnlausu lóðina með steinhúðargirð-
ingu eða „eisteini", til þess að halda stein-
líkingunni, sem er furðugóð — fyrst í stað.
Steinhúðargirðingin er borin uppi af stoð-
um, sem reknar eru niður í jörðina og eru
sumstaðar vel sýnilegar, þar sem húsir undir
girðinguna, og hún er þá til að sjá eins og
steinveggur á tréfótum — og sé nokkur hlut-
ur á tréfótum, þá er það slík girðing.
Þessi furðulegu mannvirki eru nú sem
óðast að grotna niður — eftir fá ár — og
verða væntanlega aldrei endurreist í sömu
mynd. En hér er fróðlegt dæmi um falska
efnismeðferð.
Vel gerðar rimlagirðingar úr tré geta sómt
sér vel og þær eru það sem þær sýnast. Þétt-
ir lóðréttir rimlar gefa gott skjól og að sumu
leyti betra en alveg samfelldir veggir, þar
sem hættara er við hörðum vindsveipum við
veggina.
Steyptar girðingar ætti alls ekki að húða,
heldur steypa þær svo vandlega, að hægt sé
að mála þær, án húðunar, ef þess þykir þörf.
*
Málaðar gluggarúður eru til mikilla Jýta.
Þessi glámsaugu blasa hér víða við. Rúðurn-
ar eru málaðar með hvítum olíulit, til þess
að ekki sjái gegnum þær, í stað þess að setja
í gluggana gler, sem ekki sér í gegnum. Hér
hafa fengizt margar gerðir af slíku gleri,
t. d. „hamrað“ (stundum of grófgert), gár-
að, bólótt, sandblásið. Ennfremur með ýms-
um rósum og mynstrum, sem eru þó venju-
lega miklu lakari útlits.
Gler af þessu tagi (t. d. „katedralglas",
sem er með mjúkum hrufum) er oft notað í
kirkjuglugga, til þess að mýkja og jafna
birtuna og gera kirkjusalinn heillegri og ró-
legri á að Ifta. I kirkju er útsýn ekki nauð-
synleg — þar mundi innsýn eiga betur við.
í þessu sambandi mætti minna á Ijósaper-
urnar, er skera hlífðarlaust í augun.
Gluggaglerið snertir einnig útlitið utan
húss.
Oft eru síðir gluggar á báðum langhliðum
kirknanna (og hér er það algengast) og þá
sér þvert í gegnum húsið utan frá, ef glerið
er glært. Þetta setur á húsið einhvern glæ-
nepjusvip, er helzt ber að forðast.
*
Þakrennur eru vandræðagripir. Venju-
lega af lélegu efni, eða illa gerðar og alltaf
að bila. Ryðgaðar blikkrennur hafa tíðkazt
lengi. Eirrennur eru sjaldgæfar. Þykja lík-
lega of dýrar í upphafi.
Nú eru steinsteypurennurnar mjög al-
gengar og reynast allvel, þegar þær eru rétt
gerðar og vandaðar, en þetta vill oft bregð-
ast og kostar stundum dýrar viðgerðir. Sé
rennan ekki rétt löguð eða steypan ekki
nægilega vönduð, t. d. of vatnsborin og ó-
þétt, má búast við að hún springi af frosti,
eða molni á skömmum tíma, eins og dæmin
sanna.
Rennuna verður að járnbenda vel og
steypa í hefluð mót, helzt svo, að enga húð-
un þurfi, hvorki utan né innan, en rétt er að
bera í hana eitthvert þéttiefni og nauðsyn-
legt er að halda henni við með því.
Það er höfuðatriði, að rennan hafi nægan
fláa, svo að ís hafi svigrúm til að lyftast upp,
í stað þess að spyrna í rennubarmana og
sprengja rennuna. Breið og grunn renna
hefur einnig þann kost, að komast má af
með minni þykkt á rennubrúninni, sem oft
er óþarflega klúr útlits. S. G.
ARKITEKTAFÉLAG ÍSLANDS
Meðlimaskrá í október 1956:
Aðalsteinn Richter, Nökkvav. 52, sími 7462.
Ágúst Pálsson, Bergst.str. 28A, sími 4000.
Bárður Isleifsson, Reynimel 25, sími 4866.
Einar Erlendsson, Skólastræti 5B, símar
4282, 3177.
Einar Sveinsson, Bergþórug. 55, sími 3219.
Eiríkur Einarsson, Laufásveg 74, (Lauga-
veg 13), símar3072, 1912.
Erlendur Helgason, Vallartröð 5, Kópavogi.
Gísli Halldórsson, Tómasarh. 31, símar
80576,6076.
Guðm. Guðjónsson, Úthlíð 4, sími 5290.
Guðm. Kr. Kristinsson, Ægisg. 4, sími 82532
Gunnar Olafsson, Hátúni 43, sími 81826.
Gunnlaugur Halldórsson, Laufásveg 24,
(Ilofi, Álftanesi), símar 2519, 9907.
Gunnl. Pálsson, Vesturbrún 36, sími 7699.
Guttormur Andrésson, Stýrimannastíg 3,
sími 4639.
Hannes Kr. Davíðsson, Freyjugötu 1,
(Þórukoti, Álftanesi), símar 81718, 9871.
Hörður Bjarnason, Laufásveg 68, sími 3476.
Jóhann Friðjónsson, Laufásveg 19.
Jósef S. Reynis, Sörlaskjóli 58, sími 80826.
Kjartan Sigurðsson, IJagamel 38.
Mannfreð Vilhjálmsson, Drápuhlíð 28,
sími 81983.
Sigmundur Halldórsson, Víðimel 41, símar
2535, 2726.
Sigurður Guðmundsson, Miklubraut 11,
(Laugaveg 13), símar 1912 og 3539.
Sigurður Pétursson, Fjölnisv. 18, sími 2823.
Sigvaldi Thordarson, Barmahl. 14, sími 7930
Skarphéðinn Jóhannsson, Bergst.stræti 69,
sími 3339.
Skúli Norðdahl, Hjarðarhaga 26.
Þór Sandholt, Reynimel 31, sími 5452.
Þórir Baldvinsson, Fomhaga 25, sími 4588.
Þorleifur Eyjólfsson, Hjallalandi v/Nesveg,
sími 4620.
BYGGINGARLISTIN
35