Byggingarlistin - 01.01.1960, Síða 8

Byggingarlistin - 01.01.1960, Síða 8
Látnir félagar A. í Sigurður Pjetursson f.v. byggingarfulltrúi var fæddur í Reykja- vík 14. ágúst 1896. Hann lauk prófi í múraraiðn 1919, en að því loknu stundaði hann nám í byggingarfræði við „Tekniska Sel- skabs Skole'' í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi 1925. Fyrst eftir heimkomu rak hann teiknistofu hér í bæ, en árið 1926 var hann kjörinn byggingarfulltrúi í Reykjavík, og gegndi hann því embætti til ársins 1957 er hann lét af störfum sökum heilsubrests. Aðallífsstarf hans var því í þjónustu Reykjavíkurbæjar, en auk þess teiknaði hann nokkur hús, hér í bænum og úti á landi. Sigurður Pjetursson var mjög félagslyndur og áhugasamur um öll mál er varðaði byggingarmál. Hann var traustur meðlimur í félagsskap arkitekta og tók þátt í störfum þeirra meðan kraft- ar entust. Hann andaðist 8. febr. 1959. Gunnar Ólafsson var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 13. sept. 1915. Hann ólst upp á Isafirði við Skutulsfjörð, lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1936, en sigldi síðan til Noregs. Hann stundaði nám í byggingarlist við arkitektur- deild Norges tekniske högskole í Þrándheimi og lauk þaðan brottfararprófi sem arkitekt 1940. Að námi loknu hóf Gunnar starf í Noregi og dvaldist þar öll stríðsárin. Hann kom heim 1945, hóf starf hjá húsameistara Reykjavíkurbæjar og vann þar sem deildararkitekt til ársins 1955, að hann var ráðinn fyrsti skipulagsstjóri Reykjavíkur- bæjar yfir sjálfstæðri skipulagsdeild. Gunnar Ólafsson lézt á sumardaginn fyrsta, 23. apríl 1959. 6

x

Byggingarlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.