Byggingarlistin - 01.01.1960, Qupperneq 20
hvers vegna rýfur arkitektinn ris kór-
gaflsins með því að nota tvenns konar
efni, við að neðan, málað trétex að of-
an? Þessi tvískipting dregur ekki að-
eins úr risi skipsins, heldur eykur hún
einnig óróleik þess. Hið sama verður
upp á teningnum þegar staðið er í kór
og horft fram eftir kirkjunni: maður
skilur ekki hvers vegna hin jafna sam-
þjöppun rúmsins stall af stalli er rof-
in af mismunandi efnisáferð.
Að öðru leyti er kirkjan hlýlegt og að-
laðandi guðshús.
Neskirkja var boðin út til samkeppni
af sóknarnefnd Neskirkjusafnaðar
1942.
I dómnefnd áttu sæti: Alexander ló-
hannesson, prófessor, séra Jón Thorar-
ensen, Björn í Mýrarhúsum, Sigurjón
Jónsson og Gunnlaugur Halldórsson,
og Halldór H. Jónsson af hálfu Arki-
tektafélags Islands.
I. verðlaun hlaut Agúst Pálsson.
II. — r— Bárður Isleifsson.
III. — — Sig. Guðmundsson.
I dómneíndarniðurstöðu segir um
verk Ágústar:
„Fyrirkomulag og form skips ágætt og
samband þess við kór. Uppbygging
skipsins og hinn hái kór gefa kirkju-
salnum tignarlegan svip. Lýsing í
kirkju og kór með ágætum. Höfundi
hefir tekist að koma söngpalli fyrir í
kór á dekoratívan og áhrifaríkan hátt
og sameina þannig hina tvo höfuð-
þætti guðsþjónustunnar án þess þó að
athyglin sje dregin frá altarinu, sem
aðalatriði í kirkjunni.
Konstruktion kirkjunnar er mjög
greinileg og um leið dekorativ.
Einn aðaltilgangur höfundar í upp-
byggingu kirkjunnar virðist vera að
skapa gcð hljómskilyrði, þannig að
bæði tal og söngur fái notið sín. Höf-
undi hefir tekist þetta óvenju vel.
Ytra útlit er í fullu samræmi við innra
form kirkjunnar. Með hinu stígandi
skipi og háa kór, sem snýr að torginu,
virðist höfundi hafa tekist vel að gefa
kirkjunni hreinan og fastan svip."
Teikningin er samþykkt í byggingar-
nefnd 1944. Um sama mund drógust
byggingarframkvæmdir saman og
söfnuðurinn óttaðist að kirkjan yrði
of viðamikil og stór fyrir getu hans,
svo arkitektinn varð að breyta henni
og minnka frá upprunalegri mynd.
1952 var svo sú breyting samþykkt í
byggingarnefnd og var þá þegar haf-
izt handa um framkvæmdir.
Kirkjan var vígð á páskum 1957.
Alexander Jóhannesson prófessor,
sem mest og bezt barðist fyrir Nes-
kirkju á sínum tíma, hefur lýst henni
ágætlega í grein, sem hann skrifaði í
Morgunblaðið í marz 1944:
„Kirkjan er þannig sett, að austurgafl
hennar snýr að stóru torgi, sem á að
vera austan við kirkjuna, og rís kirkj-
an þar hæst, í nál. 18 metra hæð og er
þar kór kirkjunnar. Er kirkjunni snúið
þannig, að gengið er inn í forkirkju
norðvestanmegin. Forkirkjan rís og
hækkar eftir því sem innar dregur og
verður innsti hlutinn lítilsháttar upp-
hmkkaður. Nú göngum við úr forkirkju
inn um þrennar dyr inn í aðalkirkjuna.
Hún er stór salur, sem rís fremst í 8
metra hæð, en hækkar smámsaman
upp í 13 metra, en sjálfur kórinn rís
upp í 20 metra. Rúmir gangar eru í
miðju og til beggja hliða og eru þar
400 sæti, er auka má upp í rúmlega
500 á stórhátíðum og ella, ef þurfa
þykir. Gluggum er komið fyrir þann-
ig, að birtan berst á ská inn að kóm-
um frá báðum hliðum. Allt miðar að
því að athyglin beinist að kór og prje-
dikunarstól og innst við kórinn sunn-
anmegin er mjög stór gluggi og snýr
kirkjan þannig, að kl. 11 á sumartíma
fellur sólarljósið jafnhliða kórgafli og
lýsir kirkjuna upp að innan, meðan
messa stendur yfir. Vinstra megin við
kcr er orgeli og söngkór ætlaður stað-
ur. Undir söngpalli og við hlið sjálfs
kirkjukórsins er skrúðhús með snyrti-
kleía og fataskáp. Kirkjugestir þurfa
því aldrei að snúa sér við til þess að
sjá söngfólk eða einsöngvara og auk
þess hefir fyrirkomulag þetta þann
mikla kost, að fullt tillit er hægt að
taka til heyrðarlögmáls við bygging
kirkjunnar. Þá er samkomusal komið
fyrir norðanmegin við kirkjuna, þar
sem hún rís hæst og verður hann í
beinu sambandi við kirkjusalinn á svo
haganlegan hátt, að úr hverju sæti í
samkomusal sjest til prests í ræðustól
og er einnig gott samband við altari
kirkjunnar. Á þennan hátt bætast
150 ágæt sæti við kirkjusalinn, en
þegar þess gerist ekki þörf, er sam-
komusal lokað með vængjahurðum.
18