Byggingarlistin - 01.01.1960, Page 21

Byggingarlistin - 01.01.1960, Page 21
íslenzk listiðn Mynd 1 Mynd 2 Byggingarlistin mun leitast við að kynna lesendum ýmsar athyglisverð- ar nýjungar í íslenzkum listiðnaði og gera sér far um að fylgjast með þróun þeirra mála, vekja athygli á því sem vel er gert á þessu sviði. Byggingarlistin kynnir að þessu sinni verk eftir bræðurna Jón og Guðmund Benediktssyni. Húsgögn sem þeir hafa teiknað og smíðað hafa vakið verð- skuldaða athygli vegna gerðar og vandaðs handbragðs. Þeir bræður hafa einnig vakið eftirtekt sem efnilegir myndhöggvarar og báð- ir haldið sjálfstæðar sýningar, auk þess tekið þátt í samsýningum innan lands og utan. 1 Grind stólsins er smíðuð úr flötu stáli, seta og bak eru úr plastþræði. Raða má saman tveimur eða fleiri stólum og fá þannig hentugan bekk. 2 Stólgrindin er smíðuð úr sívölu stáli, seta og bak úr sveigðum við. Þetta er borðstofustóll, en gerðin hentar einnig vel í matsali og veit- ingahús, því stafla má stólunum hverjum ofan á annan. Ljósmyndir: Andrés Kolbeinsson

x

Byggingarlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.