Byggingarlistin


Byggingarlistin - 01.01.1960, Qupperneq 25

Byggingarlistin - 01.01.1960, Qupperneq 25
Nesti h.f i i Arkitekt: Manfreð Vilhjólmsson Biíreiðaþjónusta þessi er skilgetið af- kvæmi þeirrar vélaaldar, sem við lif- um á. Hún er nýtt íyrirbrigði hér á Islandi en vel þekkt víða erlendis. Segja má að þetta hús eða skýli sé reist handa hinum tímabundna manni: bifreiðarstjóranum, sem allt- af er að flýta sér. Hinn þurfandi ekill íær hér ýmsar veit- ingar afgreiddar utanhúss án þess hann yfirgefi ökutæki sitt. Bensín og olíur eru einnig á boðstólum undir sama þaki, svo að það er séð íyrir bílnum líka. Nesti var fyrst reist við Reykjanes- braut 1957. Meðfylgjandi myndir eru af Nesti við Suðurlandsbraut frá 1958. Byggingarefni eru valin úr bíla- smíði: gler, járn og gúmmí. í gluggum eru tvöfaldar glerrúður festar með gúmmílistum. Neðan við glugga eru litaðar emaleraðar járnplötur í sams- konar listum. A þaki er málaður strigi. Húsin eru smíðuð á verkstæði og flutt á staðinn í flekum. Hið stóra þakskýli, sem tengir húsin saman er gert á staðnum. Grind þess og uppi- stöður eru úr járni en þakið er klætt ýmist báruplastgleri eða asbesti. Að neðan eru sett óhefluð furuborð. Jafn- stór þakinu er steinsteyptur grunnur. Aðkeyrslubrautir og torgið í kring eru gerð úr malbiki. Byggingarefnum er stillt saman sem andstæðum, hin grófa áferð furu og steinsteypu myndar mótvægi við hið harða og slétta yfirborð lakks og fágaðs glers. Byggingarlag er augljóst, ekkert er falið, rúm hússins stendur opið og létt við augum skoðandans. Það er skemmtilegt flug í hinum rytmisku hreyfingum þaksins, sem er haldið í skefjum af rólegum og lóðréttum uppi- stöðum. Afgreiðsluskáli Ljósmyndir: Andrés Kolbeinsson

x

Byggingarlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.