Byggingarlistin - 01.01.1960, Síða 27

Byggingarlistin - 01.01.1960, Síða 27
 vvuiitfi oiupiua Waitsr Gropius: Tildrögin aS hugmynd minni um „Bauhaus"- skólann Gropius er íæddur í Berlín 18. maí 1883. Kann stundaði nám við Technische Hochschule í Berlín-Charlottenburg og Miinchen, ferðaðist til Spánar 1907— 1908, var næstu tvö ár aðstoðarmaður Behrens, en setti sfðan upp eigin vinnu- stofu. Árið 1918 stofnar hann Arbeitsrat fúr Kunst í Berlfn, var síðar útnsfndur eftirmaður Van de Velde sem forstöðumaður listiðnaðarskólans í Weimar, en upp af honum reis hinn frægi skóli Bauhaus sem varð brátt miðstöð evrópskrar listmenningar. Vegna ofsókna afturhalds og nasizta neyddist hann til að flytja skólann 1925 frá Weimar til Dessau, þar sem hann endurbyggði hann frá grunni. Árið 1928 flytur hann til Berlínar og gefur sig þar eingöngu að þeim verkefnum sem hugurinn girnist, sérstaklega háhúsum. Árið 1933 flýr hann land fyrst til Englands, þar sem hann hafði geysileg áhrif á hinn unga arki- tektúr, síðan til Ameríku 1937 og gerðist þar prófessor við Harvard-háskóla. Markmið Á heimsstyrjaldarárunum fyrri var ég þegar búinn að koma fyrir mig fótum sem husameistari eins og Fagus- byggingin (1911) og iðnsýningin í Köln 1914 bera með sér. Fyrir mig hafði styrjöldin þær persónulegu af- leiðingar, að ég fór að gera mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð. er fylgdi húsameistarastarfi mínu; kenningar þær, sem ég setti fram síðar, voru þá að mótast. Hið mikla umrót, sem leiddi af styrj- öldinni, knúði sérhvern hugsandi mann til þess að leita nýrra leiða á sviði menningarmála. Hver og einn reyndi á sínu sviði að brúa það rr.ikla bil, sem orðið var milli raunveruleika og hugsjóna. Mér fór að verða ljós sú köllun, sem beið mín og annarra húsameistara af minni kynslóð. Ég fann, að umfram allt yrði að marka byggingarlistinni nýjan verkahring, en það yrði mér einum ofviða; hins- vegar væri hægt að þjálfa nýja kyn- slcð húsameistara með hliðsjón af ný- tízku framleiðsluháttum. Það yrði að koma á fót skóla fyrir brautryðjendur og tryggja það jafnframt, að slíkur skóli nyti álits og viðurkenningar. Mér var einnig ljóst, að til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd þyrfti heilan hóp samverkamanna og að- stoðarmanna, sem gætu unnið — ekki eins og hljómsveit, sem aðeins hlýðir hljómsveitarstjóranum — heldur sjálí- stætt, en þó í náinni samvinnu. Ég leit- aðist því við í starfi mínu að leggja aðaláherzlu á samræmingu og sam- stillingu, að vera ekki utangarðs held- ur innangarðs, því ég fann, að bygg- ingarlistin á allt sitt undir vinnu virkra samstarfsmanna, vinnu sem er tákn- mynd hins lífræna samstarfs manna, er vér nefnum samfélag eða þjóðfé- lag. Þannig var boðuð stofnun ,,Bauhaus''- skólans árið 1919 í því sérstaka augnamiði að gera að veruleika nú- tíma byggingarlist, sem yrði jafn víð- feðm og mannlegt eðli. Það var yfir- lýst aðalmarkmið hans að fást við að forða mannkyninu frá ánauð vélanna með því að bjarga fjöldaframleiðslu- varningi og heimilum undan óskipu- legu, taumlausu valdi vélanna og veita þessu tvennu tilgang, markmið og líf. I þvf skyni varð að skapa varn- ing og byggingar, er væru sérstak- lega hentug fyrir fjöldaframleiðslu í iðnaði. Markmið okkar var að losna við ókosti vélmenningarinnar án þess að fórna að neinu leyti augljósum kostum hennar. Við miðuðum að því að gera sem fullkomnust gæði að veruleika, en ekki að því að skapa nýjungar, er yrðu aðeins stundar- fyrirbrigði. Kjarninn í byggingarlist- inni varð aftur tilraunir, en til þeirra 25

x

Byggingarlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.