Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 15

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 15
SIGURÐUR NORDAL: Alþingishátíðin 1430 I íslendingar :hafa á síðastliðnum áttatíu árum getað minnzt þúsund ára afmæla tveggja höfuðviðburða í sögu sinni: upp- hafs landsbyggðar og setningar Alþingis. Báðar þessar hátíðir voru hinar veglegustu. Þjóðinni voru færðar góðar kveðjur og gjaf- ir og sýndur ýmislegur sómi af erlendri hálfu. En sjálfn henm urðu þær tilefni til þess að horfa til fortíðar og framtíðar í senn og íhuga, hvar hún var á vegi stödd. Á miðöldum og reyndar lengi síðan voru menn ekki svo hneigðir til afmælisfagn- aða sem nú er tízka. Fróðum mönnum á öndverðri 15. öld hefur hlotið að vera það fullkunnugt, sem greint er frá í annálum, að Ulfljótur hafði tekið lögsögu um 927, en Hrafn Hængsson um 930 og þá verið fullgengið frá stofnun hins forna þjóðveld- is. En engar sögur fara af því, að nokkur- um fslendingi hafi þá fundizt fimm bundr- uð ára afmœli þessara viðburða ástæða til þess að gera sér dagamun. Fáir munu held- ur á Alþingishátíðinni 1930 hafa staldrað við árið 1430, þegar þeir renndu hugan- um yfir liðnar aldir. Um það ár skiptist samt þúsund ára saga Alþingis í tvo helm- ínga að tímalengd, — og auk þess vill svo einkennilega til, að við ekkert annað ár er eðlilegra að miða mót fornra og nýrra ís- lenzkra mennta. Saga fslendinga 930 til 1430 er að ýmsu leyti merkileg og sumrw undursam- leg. En hitt er eigi að síður ljóst, að á þessu tímahili hafði smám saman gengið mjög af þjóðinni, svo að í lok þess virtist flest vera sigið á ógæfuhlið. Landið hafði beðið landnámsmanna ósnortið og ónumið, gagn- auðugt og hverjum manm frjálst. Nú var það margvíslega úr sór gengið, bæði af mannavöldum, hamförum náttúrunnar og versnandi árferði, — og því hafði verið skipt til eignar með sívaxandi ójöfnuði. Fólkinu var aftur fækkað stórum frá því, er verið hafði um skeið, enda var þess skammt að minnast, er rúmur þriðjungur landsmanna hafði hrunið mður á tveim ár- um í plágunni nnklu (1402—1404). Þjóðveldið var liðið undir lok, Alþingi orð- ið svipur hjá sjón. Jafnvel sá friður innan- lands, sem Islendingar hugðust kaupa með afsali sjálfstæðis síns, hafði reynzt ærið stopull, og samskiptin við önnur lönd voru heft og glapin af konungunum sjálfum, sem heitið höfðu að tryggja þau. Hlutur kirkjunnar í menntum og lærdómi hafði yfirleitt orðið því óríflegri sem hún efldist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.