Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 11
ÞÆTTIR
5
irnar utan af sér, í þeirri vissu, að þeir mundu
fá þær margfaldlega endurgoldnar. Nú er
hins vegar lítið að treysta höfðingsskap
valdamanna, svo að menn hafa gripið til
þess ráðs að láta gjöfum sínum fylgja skjal-
fest skilyrði um meðferð gjafarinnar, heiður
eða embætti, sem gefandi skuli fá að laun-
um eða önnur fríðindi honum til handa.
Minnir slíkt óneitanlega á frumstæð þjóðfé-
lög, þar sem öll verzlun átti sér stað undir
því fagra yfirskini, að menn væru að skipt-
ast á gjöfum.
Kristilegra áhrifa gætir hins vegar í því,
hve skylt menn telja sér að taka hverri
gjöf með þökkum, hversu hvimleið sem hún
kann að vera. Þekkja allir þá kvöl að þurfa
að flíka óþolandi hlutum af tillitssemi við
hugulsaman vin, sem aldrei má komast að
hinu sanna. Það er ekki furða þótt kennt
hafi verið, að sælla sé að gefa en þiggja.
Ennþá verra er þetta þó viðureignar, þegar
opinberar stofnanir eiga í hlut, þar sem slík
viðkvæmni gagnvart tilfinningum manna
leggur gefendunum allt vald í hendur. Mörgu
má til leiðar koma með gjöfum, sem annaxs
yrði seint samþykkt. Einn snjall maður valdi
bústað þjóðhöfðingja vors með því að gefa
ríkinu Bessastaði. Annar ákvað, að hluti
þjóðminjasafnsins skyldi helgaður vax-
myndum. Og seint verða taldar allar þær
smekklausu gjafir, sem lýta opinberar
byggingar hér á landi. Allt útlit er fyrir, að
átök milli fylgismanna ólíkra viðhorfa í
myndlist fari einkum fram á vettvangi gjafa
í framtíðinni, þar sem hver keppir við annan
um að gefa listaverk til uppstillingar á áber-
andi stöðum.
Það verður að stöðva þetta gjafaflóð með
einhverjum ráðum eða finna leið til að vinza
úr það, sem nýtilegt er. Til dæmis væri
hægt að stofna gjafavarnanefnd til að neita
gjöfum, sem ríkinu berast, en slíkt hlutverk
virðist listaverkanefnd Reykjavíkur ætlað,
og tekst henni vonandi að forða bæjarbú-
um frá öðrum Skúla fógeta. En þegar á allt
er litið, er víst, að ekkert ávinnst nema með
forherðingu hjartans og fullu miskunnar-
leysi gagnvart þeim, sem leggja meira á
herðar þiggjanda en gjafir þeirra eru verð-
ar. Er þá gott að minnast orða Egils, er hon-
um var fenginn skjöldur sá, sem Einar skála-
glam hafði gefið honum: „Gefi hann allra
manna armastr! Ætlar hann, at ek skyla
þar vaka yfir ok yrkja um skjöld hans? Nú
taki hest minn; skal ek ríða eftir honum ok
drepa hann." Varla var von til þess, að
Guðlaugur brygðist svo hermannlega við,
en þá hefði hann líka haft minni raun af
gjöfum þeim, sem Þjóðleikhúsið hefur fengið.
Ráðhús Reykjavíkur
Varla hefur önnur ákvörðun vakið meiri
og almennari athygli en staðsetning ráðhúss
Reykjavíkur fyrir norðurenda Tjarnarinnar.
Hitt sætti þó ekki minni tíðindum, að hún
var samþykkt með atkvæðum allra fulltrúa
í bæjarstjórninni.
Enda þótt þessi ákvörðun væri tekin, að
því er virðist ágreiningslaust í bæjarstjóm
Reykjavíkur, má þó engan veginn draga af
því þá ályktun að bæjarbúar séu almennt
á éinu máli um staðinn, en vitað er miklu
fremur að staðsetning ráðhússins mun verða
mjög umdeild.
Nýtt Helgafell sneri sér til borgarstjórans,
Gunnars Thoroddsen, með tilmælum um að
hann gerði í stuttu máli grein fyrir afstöðu
sinni til þessarar þýðingarmiklu ákvörðunar
og þó fyrst og fremst með þá ósk, að hann
segði lesendum tímaritsins frá því hvernig
hann hugsaði sér bygginguna. Það mun
gleðja flesta, hversu borgarstjóranum er rík
í huga hin menningarlega hlið stofnunarinn-
ar, og raunar allt það, sem snýr að borgur-
unum í þessu mikla máli.
Eins og skiljanlegt er, gerir borgarstjórinn
engar tillögur um gerð hússins og svip, nema
að því leyti, að hann telur að hafa beri í
huga þann einstæða atburð í veraldarsög-
unni, er hinn fyrsti landnámsmaður kastaði
frá borði öndvegissúlunum með þeirri ákvörð-
un, að taka sér bólfestu þar sem þær ræki