Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 47

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 47
BÓKMENNTIF. 41 ástæðum vilja kynnast ævi hans og störfum. Þótt Ólafi Davíðssyni auðnaðist ekki að ljúka háskólaprófi í náttúrufræði, enda dæi hann fyrir aldur fram, þá hefur hann þó reist sér óbrotgjarnan minnisvarða með ritstörfum sín- um um þjóðleg fræði, og því verður hans jafnan minnzt með virðingu í íslenzkri sögu. Og hverjum manni má vera ánægjuefni að kynnast þessum einarða og góða dreng, sem í lifanda lífi þótti hvers manns hugljúfi. I annan stað er þessi bók heimild um sam- tíð höfundarins og samtíðarmenn, og það mun skipta mestu máli í augum flestra þeirra, sem bókina lesa. Vitanlega verður að taka með varúð ýmsum sleggjudómum hins unga skólasveins um þá kennara og skólabræður, sem honum hefur verið í nöp við af einhverj- um ástæðum. Menn geta litið í eiginn barm og séð, hvemig dómar um gamla kennara hafa breytzt þegar árin færðust yfir. Ekki mega menn heldur vænta þess að fá hér vitneskju um hvað eina, sem þá langar að heyra um þessa liðnu tíma og menn. Bréfin og dagbókin eru persónulegar játningar þess, sem þau ritaði, aðeins ætluð honum sjálfum eða nánustu ættingjum hans. Margt af því er lítils verður fróðleikur í augum ann- arra manna. En kostir bókarinnar eru einnig í þessu fólgnir, því að fyrir vikið flýtur margt með, sem aldrei hefði verið sagt, ef þessar ritsmíðar hefðu átt að koma fyrir sjónir al- mennings. Ef menn rannsaka til dæmis ævi einhvers af skólabræðmm Ólafs, geta þeir ekki gengið fram hjá þeim glefsum sem er að finna í dagbókinni hans, af því að þar er bmgðið upp óvenjulegu ljósi. Og dagbók- in er merk heimild um líf og háttu skóla- sveina í Reykjavík fyrir hálfum áttunda ára- tug. Ég nefni til dæmis frásögnina af skóla- ballinu á bls. 208—14. Þótt ófögur sé, getur hún verið lærdómsríkur lestur þeim mönn- nrn, sem halda að skólafólk hafi aldrei verið eins óstýrilátt og nú á dögum. Ólafur Davíðsson hefur verið furðu bráð- þroska. Menn lesi til að mynda bréfið, sem hann skrifar föður sínum tvítugur að aldri 8. febrúar 1882 (bls. 77—82). Ekki munu margir jafnaldrar hans líta á framtíð sína af slíkri einurð og skynsemi. En hinu verður ekki neitað, að dagbókin og þorri bréfanna gjalda þess að sumu leyti, að þau eru eftir korn- ungan mann. Röskum tveimur áratugum áð- ur ritaði annar íslendingur, sem síðar varð þjóðkunnur maður, dagbók sína um eitt ár í Kaupmannahöfn. Gísli Brynjólfsson og ólafur Davíðsson voru á svipuðum aldri er þeir skrifuðu dagbækur sínar, og báðir snemma bráðgerir. En báðar þessar dag- bækur hefðu án efa orðið merkari og læsi- legri rit, ef höfundar hefðu verið nokkrum árum eldri. Sumir hafa látið þá skoðun í ljós, að þessi bók hefði ekki átt að koma út á prent að sinni, vegna þess að þar er margt misjafnt sagt um nafngreinda menn. Það lætur nærri, að einhver af þeim, sem þar er minnzt á, geti enn verið á lífi; til að mynda lifði einn af bekkjarbræðrum Ólafs fram á síðast liðið haust (Sigurður Thoroddsen). Vera má, að niðjum einhverra þeirra manna, sem hér koma við sögu, hafi brunnið fyrir brjósti, þegar bókin kom út, en ekki hef ég þó heyrt þess getið. 1 sambandi við þetta má minnast orða Ólafs sjálfs (bls. 282); ,,Það er reyndar fátt í dagbókinni, sem náunginn má ekki vita. Þó er það sumt." Ég er þeirrar skoðun- ar, að útgáfan hefði átt að dragast enn um hríð; en þá er auðvitað ekki víst að bókin hefði selzt eins vel! Finnur Sigmundsson landsbókavörður hef- ur búið bókina til prentunar. Mér þykir vera einn höfuðgalli á útgáfunni: skýringar eru allt of fátæklegar. Ef menn vilja fá nánari vit- neskju um einhvern mann sem nefndur er fomafni einu, verða þeir fyrst að reikna föður- nafn hans út eftir nafnaskrá aftast í bókinni (hún er morandi af villum!) og fletta síðan upp í Islenzkum æviskrám eða Hver er maðurinn, ef þeir eru svo lánsamir að eiga þau búmannsþing. Og sum atriði hefði verið hægt að skýra nú, en ekki þegar bókin verð- ur prentuð í annað sinn, því að nú lifa kunn- ugir menn, sem þá verða fyrir löngu komnir undir græna torfu. JÓNAS KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.