Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 12

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 12
6 NÝTT HELGAFELL á land, og hinu mætti heldur ekki gleyma, að þessi höfuðbygging hlyti að gnæfa yfir aðrar byggingar og veita borgurunum víðari útsýn. Sjá má af teikningum, sem fylgja grein borgarstjórans, að gert er ráð fyrir að sópa í burtu svo að segja öllum byggingum sunn- an Alþingishússins og dómkirkjunnar milli Lækjargötu og Tjamargötu. Þannig kemur allt svæðið norðan tjamarinnar til greina undir ráðhúsbygginguna, og skapast þá, þrátt fyrir þessa stóru byggingu við norður- enda Tjamarinnar, mjög stór opin svæði framundan Alþingishúsinu og dómkirkjunni, sem tengjast í raun og veru Austurvelli, eftir að komið hefur verið í kring þeim breyting- um á húsaskipun, sem gert er ráð fyrir í teikningunum, er fylgja greininni. Nú kemur fyllilega til greina, að svæðinu framundan Alþingishúsinu verði að mestu haldið opnu alla leið niður að tjöm, en ráð- hússbygging verði þar sem nú er Iðnó, gamli Iðnskólinn og Búnaðarfélagshúsið, en þar verður nægt rými, úr því húsið á ekki að vera stærra en nú hefur verið ákveðið. Listamannalaun Gunnar Thoroddsen hefur nýlega, að til- hlutun stjómar Rithöfundafélags Islands og fleiri listamanna, lagt fram á Alþingi at- hyglisvert frumvarp um listamannalaun. Til- gangur þess er að koma á nýrri skipan á þessi mál, svo að í stað árlegra úthlutana, njóti 36 menn listamannalauna ævilangt, er séu að upphæð 8—20 þúsund auk vísitölu- ' ^ uppbotar. Lagt er til að sex mönnum verði veitt laun í efsta flokki, 20 þúsund krónur, og verði þeir kjömir af sameinuðu Alþingi. Listamannalaun í öðmm flokkum verði veitt af menntamálaráðherra samkvæmt tilnefn- ingu heimspekideildar Háskólans og mennta- málaráðs. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ár- leg úthlutun til annarra listamanna skuli vera áfram í höndum þingkjörinnar nefndar, sem veita skuli styrki að fengnum tillögum menntamálaráðs og nefndar kosinnar af Bandalagi íslenzkra listamanna. Það er orðið mjög tímabært, að þessu máli sé hreyft. Síðan Jónas Jónsson kom því til leiðar fyrir hálfum öðrum áratug, að laun til helztu skálda og listamanna þjóðarinnar voru tekin út af 18. grein fjárlaga og gerð að árlegu þrætuepli, hefur aldrei komizt við- unandi skipan á veitingu listamannalauna. Margar tillögur hafa komið fram til úrlausn- ar á imdanförnum árum, og hafa sumar þeirra verið hinar merkustu. Engin hefur samt þótt leysa svo vel úr vandamálunum, að um hana hafi náðst samkomulag á Al- þingi. Lítil líkindi eru til þess, að þetta mál nái afgreiðslu á því þingi, sem nú situr, enda vekur það menn til umræðu enn á ný um gömul ágreiningsmál. I rauninni leysir frumvarpið aðeins nokk- urn hluta þeirra vandamála, sem eru sam- fara styrkjum til listamanna, þ. e. a. s„ hvem- ig búið skuli að þeim listamönnum, sem hlotið hafa almenna viðurkenningu þjóðar- innar. Enn er eftir að benda á, hversu styðja skuli alla hina, einkum unga listamenn, sem ekki þarfnast síður styrks og uppörvunar, en í því efni fer frumvarpið troðnar slóðir. Höf- uðatriðið er þó, að mál þessi eru enn á ný komin á dagskrá, og von er til þess, að þau verði ekki aftur látin niður falla, fyrr en fengizt hefur á þeim sæmileg lausn. Nýtt Helgafell væntir þess að geta orðið vettvang- ur frekari umræðna um þau síðar á árinu. Bann við hnefaleikum Tveir læknar á Alþingi hafa borið fram frumvarp um bann við hnefaleikum. Von- andi bera þingmenn gæfu til að samþykkja það sem lög, en með því taka íslendingar forystu í heiminum í baráttu gegn íþrótt, sem hefur siðferðilega og líkamlega skaðleg áhrif á fjölda þátttakenda og áhorfenda. Það er í slíkum efnum, sem smáþjóðir geta veitt siðmenningunni mest lið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.