Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 53

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 53
TÓNLIST 47 i3 „glaður á góðri stund". Verk hans haía þá náttúru, eins og ævintýri H. C. Andersens og margt annað hið bezta í öllum listum, að fólk á öllum þroskastigum getur haít þeirra not, hver eftir sínum efnum. Þess vegna munu þau standa óbrotgjörn, þegar margir listamenn, sem menn hafa talið leggjast dýpra, eru gleymdir eins og golan, sem blés í fyrra. Og þess vegna er Mozarts nú minnzt meðal allra þjóða á 200 ára afmæli hans. Hann mun enn um langan aldur gleðjast með glöðum og hryggjast með harmþrungn- um — fyrir hann verður gleði okkar sannari og harmurinn bærilegri. •---o----- Vonir höfðu staðið til, að 200 ára afmælis Mozarts yrði minnzt hér m. a. með vegleg- um hljómsveitartónleikum. Þær vonir brugð- ust, og verða ekki að þessu sinni rakin þau raunalegu atvik, sem til þess liggja. Hins vegar efndi Tónlistarfélagið til af- mælistónleika og voru þeir með miklum myndarbrag. Flutt voru kammertónverk eftir meistarann: Tríó í B-dúr, K. 502, sem þeir léku Arni Kristjcmsson, Bjöm Ólafsson og Einar Vigfússon, og Klarinettkvintett í A-dúr, K. 581, fluttur af Agli lónssyni og kvartett Björns Ólafssonar. Ennfremur voru á efnis- skránni sönglög og aríur eftir Mozart, sem Þuríður Pálsdóttir söng á fyrri tónleikunum en Kristinn Hallsson á þeim síðari, og til- brigði eftir Beethoven um stef úr „Töfraflaut- unni", sem þeir léku Einar Vigfússon og Árni Kristjánsson. Allir þessir ágætu listamenn fluttu áheyrendum boðskap meistarans hrein- an og ómengaðan. Þess verður nú enn beðið með eftirvænt- ingu, hverjir fleiri kunna að gerast til að heiðra minningu Mozarts á viðeigandi hátt á þessu ári. Þess er að vænta að Þjóðleik- húsið láti ekki hjá líða að flytja að minnsta kosti eina Mozart-ópem áður en árið er á enda, hvort sem urrnt reynist að koma henni á svið með innlendum söngvumm eingöngu, eða hitt reynist nauðsynlegt að ráða til þess erlenda söngvara. J. Þ. Auglýsing Frá Helgafelli: Ekki aðeins bækur, heldur bókmennfir Helgafell gefur út snjöllustu höfundana Einn af eftirsóttustu höfundum okkar er Þórbergur Þórðarson. Síðasta bók hans heitir „Sálmurinn um blómið", og er það sennilega frumlegasta skáldverk, sent ritað hefir verið í óbundnu máli á íslenzka tungu, og þar er máske fyrsta tilraunin í íslcnzkum bók- menntum til að láta börn tala eins og börn. Bókin er rituð á afburða einföldu, tiigerðarlausu og lifandi ntáli og full af lífsvizku, sem flutt er í barnalegu tali. En lesandinn þyrfti að hafa þá auðmýkt í hjartanu að geta öðnim þræði orðið eins og barn, til þess að fá notið bókarinnar til fullnustu. Nii eni bækur Þórbergs að byrja að koma út í öðnim löndum og er eftirtektarvcrt hve góða dóma þær hljóta. Islenzkur aðall varð fyrst fyrir valinu og birtast hér nokkur ummæli danskra blaða, þýdd orðrétt. Bók Þórbergs Þórðarsonar, ÍSLENZKUR AÐALL, scm heitir i danskri þýðingn UNDERVE/S TIL MIN ELSKEDE, hcfnr fcngið mikið og cinróma lof í dönskum blöðitm. Hér crn nokknr sýnishorn. FREDERIKS AVIS skrifar: Þórbergnr Þórðarson er einn af hinum miklti sagnamönnum Islands, útsmogið skáld og lyrisknr skophöfnndtir. Hinn harmglaði Odyssé er þrunginn af furðnlegum hugmyndum og hláturglöðum skáld- skap. Þetta er góð bók handa ungum elskendum og hátíðleg frásögn af cesku og töfrum og ástum. Mað- ur hlœr með dálítið andvarp i hjartanu. Þetta er bók. sem líkist ekki neinni annari. FREDERIKSBERG BLADET: Þetta er gáfurik og persónuleg bók, sem befur sinn eigin fina og sterka tón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.