Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 43

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 43
ATHUGASEMDIR UM ÁRBÓK SKÁLDA 37 Þriðja línan hljómar rangstuðlað og hún verður ónýt fyrir bragðið. íslenzk stuðlasetn- ing er enn svo skorðuð, að slíkur leikur að stuðlum er varasamur. Sú bylting, sem hér um ræðir ,,nær sam- kvæmt eðli sínu ... miklu lengra en til ríms og hátta" eins og Magnús Ásgeirsson kemst að orði í formála sínum að ljóðasafninu. Allar byltingar í skáldskap miða með ein- hverjum hætti að því að einfalda formið og gera skáldamálið eðlilegra með því að taka upp stíl og orðaval úr mæltu máli og prósa. 1 þeim skilningi á okkar bylting langan að- draganda. Að vísu hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum að tala um „konuna unga ólétta" (Einar Bragi) í alvarlegum skáldskap og máske er það ennþá helzti snemmt. En hitt gerir þessa „byltingu" einstaka, að jafn- framt því, að orðaval og stíll Ijóðsins nálgast meir en áður óbundið mál, fer prósaleg rök- vísi þess þverrandi. Óvænt, einsleg hug- myndatengsl, langsóttar eða „skrýtnar" and- stæður og líkingar, hæpnar staðsetningar einkenna þennan nýja kveðskap: Og forðum var faktor hjá firma Duus. Hann byggði á bjargi eitt bjálkahús tveggja tasíu til þess að njóta útsýnis yfir Asíu. (Kristinn Pétursson). Á mjóum fótleggjum sínum koma mennirnir eftir hjarninu með fjöll á herðum sér. (Stefán Hörður Grímsson). Þokki beztu atómljóðanna liggur öðru fremur í fullkominni einlægni þeirra og á stundum í vöflulausum sterkum einfaldleik: Gömul fallbyssa í grónu virki horfir til himins hljóðu auga, — og fugl hefur gert sitt fyrsta hreiður og valið því stað í víðu hlaupinu. (Jón úr Vör). Mér er ljóst, að vafasamt er að draga al- menna ályktun af sundurleitum skáldskap margra höfunda eins og þeirra, sem ljóða- safnið geymir. T. d. væri fráleitt að kalla málfar Hannesar Sigfússonar í Dymbilvöku mælt mál eða prósalegt. Það er einmitt skáld- legt og litauðugt, jafnvel skrautlegt og stíll- inn víða formlegur. Ennfremur geymir safnið allmargt hefðbundinna ljóða, er sýna það glöggt, að formbyltingin er ekki einráð í ljóðagerð ungra manna. Smekkur Magnúsar Ásgeirssonar og hlut- lægni hlýtur framvegis að vera til hliðsjónar við val ljóða í Árbókina, þannig að gamall og nýr ljóðstíll komi þar jöfnum höndum fram. Mætti svo fara, að Árbókin stuðlaði að því að eyða öfgum og hleypidómum á báða bóga, en rækta jarðveg að þjóðlegri ljóðlist er „sætti hina nýju stefnu við íslenzka hefð" eins og Magnús komst að orði í formála sínum. K. K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.