Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 43

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 43
ATHUGASEMDIR UM ÁRBÓK SKÁLDA 37 Þriðja línan hljómar rangstuðlað og hún verður ónýt fyrir bragðið. íslenzk stuðlasetn- ing er enn svo skorðuð, að slíkur leikur að stuðlum er varasamur. Sú bylting, sem hér um ræðir ,,nær sam- kvæmt eðli sínu ... miklu lengra en til ríms og hátta" eins og Magnús Ásgeirsson kemst að orði í formála sínum að ljóðasafninu. Allar byltingar í skáldskap miða með ein- hverjum hætti að því að einfalda formið og gera skáldamálið eðlilegra með því að taka upp stíl og orðaval úr mæltu máli og prósa. 1 þeim skilningi á okkar bylting langan að- draganda. Að vísu hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum að tala um „konuna unga ólétta" (Einar Bragi) í alvarlegum skáldskap og máske er það ennþá helzti snemmt. En hitt gerir þessa „byltingu" einstaka, að jafn- framt því, að orðaval og stíll Ijóðsins nálgast meir en áður óbundið mál, fer prósaleg rök- vísi þess þverrandi. Óvænt, einsleg hug- myndatengsl, langsóttar eða „skrýtnar" and- stæður og líkingar, hæpnar staðsetningar einkenna þennan nýja kveðskap: Og forðum var faktor hjá firma Duus. Hann byggði á bjargi eitt bjálkahús tveggja tasíu til þess að njóta útsýnis yfir Asíu. (Kristinn Pétursson). Á mjóum fótleggjum sínum koma mennirnir eftir hjarninu með fjöll á herðum sér. (Stefán Hörður Grímsson). Þokki beztu atómljóðanna liggur öðru fremur í fullkominni einlægni þeirra og á stundum í vöflulausum sterkum einfaldleik: Gömul fallbyssa í grónu virki horfir til himins hljóðu auga, — og fugl hefur gert sitt fyrsta hreiður og valið því stað í víðu hlaupinu. (Jón úr Vör). Mér er ljóst, að vafasamt er að draga al- menna ályktun af sundurleitum skáldskap margra höfunda eins og þeirra, sem ljóða- safnið geymir. T. d. væri fráleitt að kalla málfar Hannesar Sigfússonar í Dymbilvöku mælt mál eða prósalegt. Það er einmitt skáld- legt og litauðugt, jafnvel skrautlegt og stíll- inn víða formlegur. Ennfremur geymir safnið allmargt hefðbundinna ljóða, er sýna það glöggt, að formbyltingin er ekki einráð í ljóðagerð ungra manna. Smekkur Magnúsar Ásgeirssonar og hlut- lægni hlýtur framvegis að vera til hliðsjónar við val ljóða í Árbókina, þannig að gamall og nýr ljóðstíll komi þar jöfnum höndum fram. Mætti svo fara, að Árbókin stuðlaði að því að eyða öfgum og hleypidómum á báða bóga, en rækta jarðveg að þjóðlegri ljóðlist er „sætti hina nýju stefnu við íslenzka hefð" eins og Magnús komst að orði í formála sínum. K. K.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.