Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 36

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 36
30 NYTT HELGAFELL þurfa að vera fyrir hendi til að slík gáfa njóti sín og drap ég á sum þeirra áðan. Mörg fleiri mætti telja. Ekki sízt hefur það hentað Halldóri vel, að hann er vaxinn upp í þjóðfólagi og hefur þar lengst af dvalið, sem andblær frelsisins leikur um menn, og hefur hvort tveggja reynzt hon- um þroskavænlegt að hljóta nokkurn and- byr á köflum en þó mcira af meðbyr, bæði fyrr og síðar. Mest er þó e. t. v. undir því komið, hvernig hver um sig ávaxtar sitt pund. Halldór Kiljan Laxness ber af öðrum ekki sízt fyrir það, að hann hefur ætíð tekið köllun sína alvarlega. Hann hefur reynt að afla sér víðsýnis með því að ferðast víða, kynnt sér sögu þjóðarinnar og bókmenntir annarra, dvalið með fátækum 02 ríkum og farið emförum, ef því var að skipta. Og því skulum við ekki gleyma, að margt af því, sem skáldin skapa nnkils- verðast, skapa þau þegar þau fara einför- um, án hliðsjónar af síhverfulum fjöldan- um eða skammæjum valdhöfum. Halldór Kiljan Laxness hefur þegar náð langt á þeirn ferð og við óskum honum alls vel- farnaðar á þeim hluta göngunnar, sem eftir er. Skemmtanalíf sveitafólksins Undanfarið hafa staðið yfir harðar deilur í dagblöðunum, milli ýmissa merkra manna og ritfærra, um skemmtanalffið í hinum dreifðu byggðum landsins, syðra og nyrðra. Sömuleiðis hefur því verið lýst í útvarpinu og sízt með mildari orðum. Er höfuðstaðar- íólki ráðlegast að sækja ekki sveitaskemmt- anir nema með alvæpni, meðan þessi óöld gengur yfir byggðir landsins. f dagblaði því, sem lengi hefur talið sig aðalmálgagn heil- brigðs sveitalífs, birtist nýlega mjög skil- merkileg lýsing á þessum þætti í nýsköpun sveitanna, gerð af skáldinu, sagnfræðingnum og Þingeyingnum Benjamín Sigvaldasyni. Er frásögn hans af skemmtun einni í hans byggðarlagi, þar sem bændur héraðsins vörðu hús sín og þegna af miklum vaskleik fyrir illþýði úr næsta þorpi, Raufarhöfn, er hugðist sækja þá heim með ránum og nauðg- unum. Auðséð er á frásögninni, að það er Þingeyingurinn, sem blossar upp í skáldinu útaf deilunum við Skeiða- og Tungnamenn, og vill ekki að hlutur sveitunga hans sé gerður minni en annarra. Stórorusta sú, er háð var að Lundi og lýst er í Tímanum, gæti eins hafa staðið f Sturlungu eða Gerplu, og verður þó síður véfengd. Tókst Þingeying- um að stökkva árásarliði öllu á flótta, en limlesta sumpart, og verja í öllum greinum sóma síns héraðs, en eftir frásögnum hér syðra virðast Árnesingar aðeins hafa komið fé sínu undan, nema eitthvað nýtt eigi eftir að upplýsast í málinu við yfirstandandi rétt- arrannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.