Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 45

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 45
NÝTT HELGAFELL 39 heims, hlutfallslega, og er gaman til þess að vita, og lítil hætta ó því, að við ofmetnumst af þessum yfirburðum, ef við gerum okkur jafnframt grein fyrir því, hve fátt kemur út af nýjum íslenzkum bókum árlega, er kalla mætti samkeppnisfærar við það, sem læsilegt þykir með öðrum bókmenntaþjóðum, þegar reyfurum sleppir. ATHYGI.ISVERÐAR umræður spunnust í dagblöðunum rétt fyrir jólin útaf Heimsbók- menntasögu eftir Kristmann Guðmundsson, rithöfund. Menningarsjóður gaf bókina út, en að öðru leyti fylgdi henni engin auð- kenning, hvorki formáli né heimildaskrá. Hins vegar varð ljóst af ritdómi eftir Bjarna Benediktsson (Þjóðviljinn, 22. nóv.), sem að vísu var að nokkru leyti pólitísk ódeila á Kristmann Guðmundsson, að bókin myndi á köflum þýðing á norskri bókmenntasögu eftir Francis Bull, prófessor í Osló. Nokkru síðar birtist í Morgunblaðinu viðtal við Kristmann Guðmundsson, þar sem hann gat þess, að „heimildaskrá" myndi ,,að sjálf- sögðu" fylgja síðara bindi bókarinnar, en minntist ekki á efni hennar. Væntanlegö gerir sú skrá grein fyrir uppruna bókarinn- ar, en tæplega má gera ráð fyrir, að hún varpi fullu ljósi ó skoðanir höfundar um fræðileg vinnubrögð eða höfundarrétt, þar sem hin norska saga getur með engu móti talizt „heimildarrit" hans í venjulegum skilningi. Ritdómar í öðrum blöðum vóru lofsam- legir og töldu ritdómarar „heimildanotkun" Kristmanns Guðmundssonar sízt athuga- verða. Þorsteinn Jónsson (Morgunblaðið, 30. nóv.) taldi það að vísu „mikinn ókost", að ©nginn formáli væri fyrir bókinni og í sama streng tók Helgi Sæmundsson, ritstjóri (Al- þýðublaðið, 21. des.). En E. S. (Tíminn 15. des.) telur hér hiklaust „rétt og vel af stað farið". Allir þessir ritdómarar sýndu samúðar- ríkan áhuga á því að brýna fyrir mönnum sjálfsagðan rétt og skyldu höfundar til þess að „styðjast við" fræðirit, enda hafa „fræg- ustu bókmenntafræðingar ... til þessa látið sér sæma að styðjast við bækur eldri fræði- manna", eins og S. E. B. komst að orði (Tím- inn 29. nóv.). Hins vegar erum við sannar- lega illa á vegi staddir, Islendingar, ef skoð- anir þessara ritdómara dagblaðanna um höfundarrétt þeirra, sem við er „stuðzt" eru mjög almennar, því að þá verður ekki betur séð en við lítum á heimildarrit yfirleitt eins og einhvers konar vogrek, sem ekki þurfi að lýsa. Ef svo er, tjóir varla að rökræða um málið. En myndu ritdómaramir hafa sætt sig við það, ef höfundur hefði tekið ívitnunarmerkjalaust klausur úr íslenzkum verkum upp í bók sína? Og hver er þá munurinn, þó að „heimildarmaðurinn" sé út- lendingur og bókmenntasaga hans að öllum líkindum í fárra manna höndum hér um slóð- ir? Annars bíður ritdómur um Heimsbók- menntasöguna í Helgafelli, þangað til síð- ara bindi hennar er komið út og þar með væntanlega greinargerð, heimildaskrá, nafnatal og annað það, sem slíkri bók þykir til heyra. ÁÞEKKT verklag virðist liggja að baki ann- arri bók, sem kom fyrir jólin, þó að hún sé af allt öðru sauðahúsi. Gamlar myndir (Bóka- útgáfan Norðri, Vilhjálmur Þ. Gíslason ritaði formála og texta) stendur illa undir nafni, því að flestar myndirnar hafa áður komið út á prenti í bókum, sumar fyrir nokkrum árum, aðrar fyrir fáum mánuðum, en þess er hvergi getið í bókinni. Litlar skýringar fylgja mynd- unum og óvíða getið um aldur myndar, þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.