Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Page 8
3G0
ALÞÝÐUHELGIN
liygli, að það var tæpum mánuði áð-
ur en Verkamannafélagið Dagsbrún
var stofnað, en um líkt leyti sem
Bárufélagið var að lognast út af.
Ég hcf beðið Ágúst Jósefsson að
segja frá stofnun þessa blaðs, og fer
viðtalið við hann hér á eftir:
m
------------------------------------------------♦
Ágúst Jóscfsson scgir frá.
Fjórlán jafnaðarmenn mynda úlgáfufélag.
--------------------------e
„Síðari hluta árs 1905 komu
nokkrir menn saman á fund til þess
að ræða um stofnun blaðs, sem vera
skyidi málgagn alþýðunnar í iand-
inu. Fundarboðandi var Pétur G.
Guðmundsson bókbindari.
Fundarmenn ræddu málið nokkra
stund, og að því loknu var sam-
þykkt, að reyna að mynda félags-
skap áhugamanna til þess að gefa
blaðið út, og fá þá til þess að skjóta
saman peningum til þcss að koma
þessu í framkvæmd um næstu ára-
mót (1906).
Leituðum við fundarmenn svo til
ýmissa manna, sem líklegir þóttu til
hjálpar, og tóku margir vel í það, að
lóta nokkuð af mörkum til útgáfu
blaðsins. Allt voru þetta fátækir
menn, sem í þessu voru að brjótast,
sem í rauninni ekkert máttu missa
frá daglegum þörfum, enda kom það
á daginn síðar, að samskotin urðu
endaslepp. Samt var ráðizt í að gefa
blaðið út í þeirri von, að fólk mundi
kaupa blaðið og styrkja það á þann
hátt og með einhverjum peninga-
gjöfum. Enn fremur gerðum við ráð
fyrir að verkamönnum myndi renna
blóðið til skyldunnar þegar blaðið
færi að bcrjast fyrir hagsmunamál-
um þeirra og þjóðfélagslegum rétt-
arbótum.
í útgáfufélagi Alþýðublaðsins
voru eftirtaldir menn, sem ég man
eftir:
1. Pétur G. Guðmundsson, bók-
bindari.
2. Ágúst Jósefsson, prentari, síðar
heilbrigðisfulltrúi.
3. Guðmundur Davíðsson, kennari.
4. Árni S. Bjarnason, skósmiður,
síðar dyrav. við Alþingishúsið.
5. Sveinbjörn Björnsson, skáld.
6. Magnús Gíslason, skáld.
7. Þorsteinn Guðmundsson (brooir
P. G. G.).
8. Guðjón Jónsson, vcrzlunarmað-
ur hjá B. H. B.
9. Halldór Jónsson, verzlunarm.
10. Eggcrt Brandsson, sjómaður,
síðar fisksali.
11. Jóhann Árm. Jónasson, úrsm.
12. Guðmundur Halldórsson, frá
Eyrarbakka.
13. Hafliði Bjarnason, prentari.
14. Guðm. Sigurðsson, búfræðing-
ur, síðaf bóksali.
Alþýðublaðið hóf göngu sína 1.
janúar 1906, og komu út á því ári
18 tölublöð. Af næsta árgangi blaðs-
ins komu aðeins út 7 tölublöð, og
þar með var lokið fyrstu tilraun til
að halda úti óháðu málgagni fyrir ís-
lenzkan verkalýð.
Stefnuskrá Alþýðublaðsins var
mjög hógvær, og hljóðaði svo:
Að vernda rett lítilrhagnans.
Að sporna við yfirgangi og kúgun
auðvalds og cinstakra manna.
Að innræta hjá þjóðinni þckkingu
á gildi vinnunnar og virðingu
fyrir henni.
Að efla þekkingu alþýðunnar, eink-
um á þjóðhagsfræði, atvinnu-
rekstri og vinnuaðferðum.
Að styðja samtök verkarhanna, sem
miða að því, að sporna við valdi
og vana, áníðslu og órétti, en efla
sameiginlegan þagnað.
Að efla svo andlegan þroska aljiýð-
unnar, að hún verði jafnfær til
ráða sem dáða.
Stefnuskránni fylgdi svohljóðandi
eftirmáli frá blaðstjórninni:
„Við væntum Jress, að allir, sem
vilja vclferð þjóðarinnar í nútíð og
framtíð, styðji okkur að Jressu vcrki
með alúð og einbeittum vilja. Jafn-
réttið cr sá töframáttur, sern einn
getur aflað þessari þjóð, sem öðrurn,
vegs og virðingar, frelsis og far-
sældar.
Ágúst
Jósefsson.
Við trúum á þennan mátt, og til-
einkum okkur orðin:
Frelsi, jafnrétti, bræðralag.‘‘
Það rná með sanni segja, að ekki
var hart riðið úr hlaði, og enginn
byltingarbragur á stefnuskránni.
Ekki eitt orð um kaupkröfur eða
verkföll. Aðeins lrvatning um sam-
heldni, réttindavernd og andlcga
þroskun.
Vegna stefnuskrár blaðsins hefði'
Jdó mátt vænta, að verkamenn og
sjómenn hefðu tekið blaðinu fcgins
hendi og stutt að útbreiðslu þess. En
þetta fór á aðra lcið, og þó kostaði
árgangurinn ekki nema tvær krón-
ur. Vonir útgefenda brugðust
vegna skilningsleysis alþýðunnar.
Þó voru hagsmunasamtök prentara
og sjómanna- orðin tíu ára gömul
þegar blaðið hóf göngu sína.
í fyrsta tölublaði Alþýðublaðsins
er grein, þar sem stungið var upp á
stofnun verkamannafélags í Reykja-
vík. Það er full ástæða til að ætla,
að sú uppástunga hafi orðið til þess,
að hafizt var handa um stofnun
verkamannafélagsins „Dagsbrúnar“.
Eins og áður er tekið fram, voru
styrktarmenn að útgáfu Alþýðu-
blaðsins bæði fáir og fátækir, og fé-
lagsleg samtök verkalýðsins þá ekki
orðin svo traust, að þaðan væri að
vænta fjárhagslegs stuðnings. Ár-
gjöld til félaganna voru svo lág, að
Jiau rétt aðeins gálu staðið undir
beinum x'ekstri Jxeirra. Stjórnir fé-
laganna unnu verk sín kauplaust og
héldu fast utan urn lxina litlu sjóði
þeiiTa.
Á fyrra helmingi annars árgangs
Alþýðublaðsins urðu stuðningsmenn
útgáfúnnar að lcggja árar í bát.
Ilvcr eyrir var uppgenginn, og rit-
stjórinn, Pétur G. Guömundsson,
fékk enga boi'gun fyrir starf sitt, og
varð að lokurn að greiða af sínum
litlu efnum eftirstöðvarnar af prent-
unarkostnaði blaðsins.
Þetta er í fáum orðum jsagan um