Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Side 9

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Side 9
ALÞÝÐUHELGIN 3(51 Minningar frá fyrsta verkfallinu, hafnarverkfallinu 1913. Felix Guðmundsson segir frá ' „Vorið 1913 var byrjað á vinnu við hafnargerð í Reykjavík. Verka- menn hugðu gott til þeirrar vinnu. Þeir gerðu ráð fyrir að hún mundi verða sæmilega borguð, og það sem bezt var, hún mundi verða löng. En í þá daga var vinna stopul, meira að segja á sumrin, og næstum engir. að vetrinum. Danskt fyrirtæki tók að sér að byggja hafnarmannvirkin í samningsvinnu, akkorði. Danskur verkfræðingur sá um iramkva;mdir hér, og eitthvað var víst af dönsk- um verkstjórum. Fjöldi vevka- manna var ráðinn, og vinna var haf- in síðast í marz eða fyrst í apríl. Byrjað var á grjótnámi í öskjuhlíð- inni, svo og á lagningu járnbrautar fæðingu, líf og dauða Alþýðublaðs- ins eldra.“ Eftir þetta átti alþýðan ekkert blað í 6 ár, eða þar til „Verkmanna- blaðið“ var stofnað 1913, og enn undir ritstjórn Péturs G. Guðmunds- sonar. Það hóf göngu sína um það leyti, sem verkfalli verkamanna við hafnargerð Reykjavíkur var að ljúka, en aðeins nokkur blöð komu út af því. Fer hér á eftir viðtal, er ég hef átt við Felix Guðmundsson, en hann átti mikinn þátt í þessum samtök- um verkamanna, en það var í raun og veru fyrsta verkfallið, sem Dags- brúnarmenn stóðu í. Er frásögn Felix Guðmundssonar athyglisverð, því að hún sýnir ljóslega, hvernig verkalýðssamtökin voru sett meðan þau áttu engan opinberan málsvara. þaðan og níður að höfn. Þegar þessi saga gerðist, var verkamar.nakauþ 30—35 aurar á klst., dálítið mismun- and eftir vinnu og aðstöðu. Eftir- vinnukaun var aðeins harn a, því ný- lega bafði Dagsbrún fengið. viður- kennda 10 st.unda dag.dnnu. Það kom fliótt í liós, að vinnan var mjög erfið til að byrja með og reyndar alltaf. Grjótið var sprengt upp með dynamiti og fyrir því var borað með handborum, sem slegið var á með hömrum eða ,,feislum“. Og var það léttasta vinnan. sem unnin var við grjótnámið, því til að byria með voru engar vélar notaðar við verk- ið. Síðar komu svo lvftur (kranar) og fleii'a, sem mikil bót var að. Ekki leið á löngu frá því að vinnan byrj- aði og þar til árekstur varð milli verkamannanna og þessa danska verkfræðings. Ástæðurnar fyrir því voru þær, að sá danski vildi ekki viðurkenna 10 stunda dagvinnu, vildi að unnið yrði fyrir dagvinnu- kaup 12—14 stundir eftir því sem á stæði. Þetta vildu verkamenn ekki þola. Þeir höfðu eins og áður er sagt nýlega fengið viðurkenndan 10 stunda vinnudag hjá íslenzkum at- vinnurekendum, og þeir vildu láta þá samninga gilda, ekki síður þó að danskt fyrirtæki og danskur maður ættu í hlut. Um þetta varð svo all- hörð deila, um kaupið var lítið deilt, þ. e. a. s. dagvinnukaupið. Þriggja manna nefnd var kosin til að gera tilraun til að fá þetta lagfært, en hún fékk litla áheyrn hjá hinum danska verkfræðingi. Þóttist nefndin þó hafa rökin sín megin, þ. e. samninga þá, sem giltu í landinu um þetta efni. Og enn fremur var það revnt og augljóst, að ekki nema frískustu menn á bezta aldri gátu stundað þessa vinnu ef lengur var unnið en 10 stundir. Meira að segja með þeim vinnutíma höfðu eldri menn orðið svo illa úti, að þeir urðu að taka sér hvíldardag og sumir lögðust í rúmið. Þessi ágreiningur var eins og sjá má af framansögðu ekki kaupdeila, heldur deila um það, hvort verka- mennirnir ættu að halda sjálfsög'ð- ustu mannréttindum eða vera svipt- ir þeim og það af útlendum manni. Þegar þetta er athugað, gæti ég trú- að að flestum þætti það ótrúlegt að um þetta mál hafi þurft að heyja harða baráttu. Samt sem áður varð það nú svo. í þá daga átti verkalýðurinn ekk- ert blað, og blöðin, sem til voru, en það voru aðallega flokksblöð, voru ekki neitt að hugsa um það að taka málstað verkalýðsins. Þó skal því ekki gleymt, að dagblaðið^ „Vísir“, en því stjórnaði þá Einar Gunnars- son, tók stutta grein um málið þar sem skýrð var afstaða verkamann- anna. Ekki kom hún sarnt óbrevlt. Maður, sem þá vann við blaðið (ekki ritstjórinn) tólc út úr greininni allt það, er hann hugði að hinum danska verkfræðingi geðjaðist ekki að. Öll önnur blöð þögðu um málið. Þetta var lærdómsríkt fyrir verkamenn- ina. Þeir höfðu skipað sér í hina borgaralegu flokka og kosið með þeim. Þegar svo þeir áttu í deilu við erlendan mann um hin einföldustu mannréttindi, þá voru blöð flokk- anna, sem þeir voru í og höfðu kosið með, ekki að ómaka sig til þess að rétta þeirra hlut. Ef einhverjum kynni að detta það í hug, að mál þetta hefði farið fram hjá blöðunum, og þess vegna hefðu þau þagað um það, þá er ekki því til að dreifa, og bar tvennt til þess. Þorvarður Þor- varðsson prentsmiðjustjóri fékk haldinn fund í Blaðamannafélaginu. Þar var málinú vel tekið, þó að ekk- ert yrði um efndir. Þorvarður sætti aðkasti fyrir skilning sinn á málinu. Hann lét prenta fyrir okkur götu- auglýsingar, þar sem skýrt var frá um hvað deilan snerist, og skorað var á verkamenn að vinna ekki í hafnarvinnunni meðan verkfallið væri óleyst. Þetta verkfall, sem var það fyrsta, er sögur fara af hér sunnanlands, vakti mikið umtal og eftirtekt. Það, að verkamennirnir neyddust til að hefja verkfall, mun hafa mestu um það ráðið, hvað blöð- in voru þögul um málið. Aðeins sum Frh. á bls. 383.

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.