Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Qupperneq 13

Alþýðuhelgin - 31.12.1949, Qupperneq 13
ALÞÝÐUHELGIISr 365 Myndin að otaii til vinstri: Frá sjómannadeilu 1923. — Sjómenn taka vatnsbátinn. — Myndin hér bcint yfir lcsmálinu sýnir útifund á hernámsárunum. Ræður flutt- ar af þaki loftvarnabyrgis. — Myndin til Vinstri sam- hliða lesmálinu: Ungir jafnaðarmenn í talkór. þau þurftu að eignast dagblað. Var allleng; rætt um það þar til í var ráð- ist. Það ytti undir áhugann fvrir stofnun dagblaðs haustið 1919. að um véturinn áttu að fara fram bæj- arstjórnarkosningar. Héldum við marga fundi um þetta mál og rædd- um það yfirleitt við öll tækifæri. Og svo var í það ráðist að stofn Al- þýðublaðið. Nokkuð var dcilt um nafn blaðsins cins og gengur, en Al- þýðublaðsnafnið varð ofan á. Ég var ráðinn ritstjóri, en Sigurjón Á. Ól- afsson afgreiðslumaður. Upphaflega var í ráði að Dagsbrún héldi áfram að koma út scm vikublað og aðallega þá ætlað það hlutverk að fara út um land og áttu þá að birtast í því blaði greinar úr Alþýðublaðinu ,sem ekki eingöngu fjölluðu um bæjarmálefni okkar Reykvíkinga. Þess vegna var það að eitt tölublað af Dagsbrún kom út eftir að Alþýðublaðið hóf göngu sína. En við hættum við þessa ákvörðun. Alþýðublaðið náði til- tölulega fijólt fótfestu, ekki aðeins hér í Reykjavík heldur og víða út um land. Við eignuðumst nýja sam- starfsmenn víða og baráttan harðn- •aði og óx. Jafnhlioa eíldust verka- lýðsféi-min og ný von.i stofnuð Og /VI- þvðuflpkkmim óx ásmegin. Áður höfðu andstæðihgarnir ckki viijað viðurkcnna Alþýðuflokkinn sem fiokk, en nú ncyddust þeir til að gera það. Og nú Jiefur Alþýðublað- ið starfað í 30 ár — og orðið mikið ágengt eins og verkalýðshreyfing- unni og Aiþýðuflokknum í þá átt að bætá kjör hinnar starfandi al- þýðu. En betur má ef duga skal, því að enn cr langt í land að alþýðan ráði landi sínu. Og það vil ég segja að lokum, að engin samfylking cr til nema innan Alþýðuflokksins". Og fleira var ekki hægt að fá Ól- af FriðrilíSson til að segja. Hann skapaði Alþýðublaðið cins og hann skapaði Alþýðufiokkinn. Barátta samtakanna hefur oft verið erfið, en en aldrei cins og á frumbýlingsárun- um. Þá stóð hann í eldinum oft næstum því einn, en ætíð gunnreif- ur. Síðan hafa mörg tíðindi gcrzt í sögu Alþýðublaðsins. Það hefur ætíð verið trútt þeim grundvallarreglum, sem því voru sett í upphafi og ekki latið hvika sér írá þeim. Það vinnur markvisst að því að auka völd al- þýðunnar í landinu, bæta kjör al- þvðuli'eimilanna og iafna mctin í þjóðféiaginu. Þegar litið er yfir far- inn veg. sézt bezi að mikið hefur á unnizt, þó að það sé rétt, sem Ólafur segir. að enn eigum við langt í land. En auk hinnar málefnalegu bar- áttu blaðsins og margra unninna sigra, er rétt að geta þess, að Alþýðu- bJaðið licfur ætíð haft forustu í nýj- ungum á sviði blaðamennsku, enda mun það viðurkennt af flestum. Hitt er og rétt, að stundum hefur það ekki getað fylgt nógu fast á eftir með nýjungar sínar um umbrot, flutning frétta og skemmtiefnis og hefur það stafað af fjárhagserfiðlcikum, því að crfitt cr fyrir blöð alþýðunanr að bcra sig. Má til dæmis geta þess, að til skamms tíma hefur verið fjár- hagslegt tap á aðalmálgögnum jafn- aðarmanna á Norðurlöndum, og eru Alþýðuflokkarnir þar þó miklu bet- ur skipulagðir og sterkari en hér. Þetta stafar ekki sízt af því, að sjónarmið jafnaðarmannablaðanna brjóta oft í Jjág við sjónarmið þeirra, sem ráða yfir fjármagninu, atvinnutækj unum og verzluninni. Það er dýrt að berjast fyrir hugsjón- um. v. S. V.

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.