Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 6

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 6
unum strax á kvíaveggnum. Og aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef ég not- að eins ódýrt en þó meistaralega útbúið áhald. Nafnið á brennisóleyjunni vafðist aftur fyrir mér í fyrstu. En þeg- ar ég hafði tuggið vel og vandlega — milli framtannanna — krónublöð af gríðarstórri sóley, skildi ég hvernig á nafninu stóð. Ég dáðist að því og geri það enn. Þau börn, sem ég hef sagt að fara eins að og ég forð- um, til að skilja nafngiftina, hafa líka öll munað það upp frá þeirri stund. Svo hefur þeim sviðið ónotalega í tungubroddinn. Aður en lengra er haldið ætla ég að vitna í ummæli eins okkar ágæt- asta grasafræðings um þetta sama efni. Þau skýra bezt hvað fyrir mér vakir. Þau eru að finna í „Flóru“, tímariti um ísl. grasafræði, 1. árg. 1963, bls. 101 og eru eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Eftir að Steindór hefur farið orðum um nafnaval og þýðingar Odds Hjaltalín, á íslenzkum plöntum, segir hann: Stundum takast Oddi Hjaltalín þýðingarnar vel, en oft eru þær furðu óburðugar, eins og þegar hann t. d. nefnir Hippuris vulgaris al- mennan hesthala, þekkir þó einnig íslenzkt nafn marhálmur. Yfirleitt fylgir Oddur þeirri reglu, að hafa tvö eða fleiri orð í ísl. nöfnunum eins og þeim latnesku, og oftast var gert í dönsku, t. d. gula maðra (Galium verum) eða framávið liggjandi Sibbaldsurt (Sibbaldia pro- cumbens) fjallasmári. Það má segja að lán væri í óláni hversu stirðar margar þessar þýðingar Odds voru, svo að þær komust aldrei inn í málið. Stefáni var hér mikill vandi á höndum. Hann var smekkmaður á íslenzkt mál, og hvers konar dönsku slettur og orðskrípi særðu hann. Honum duldist ekki, að engin nöfn gætu orðið almenningi munntöm, nema þau væru lipur og með fullkomnum íslenzkublæ, og hins vegar var nauðsyn, að þau segðu eitthvað um plöntuna, ef þess var nokkur kostur, líkt og hin latnesku nöfn, sem frá Linné voru ættuð. Hins veg- ar var honum ljóst, að ekki væri fært að útrýma þeim nöfnum, sem festu hefðu fengið í málinu, þótt þau fylltu ekki upp áðurnefndar kröfur. Og út frá því sjónarmiði setti hann sér þá reglu, að nota hvert það íslenzkt alþýðunafn, sem hann gæti fengið, svo framarlega, að væri ekki hreint orðskrípi. í því sambandi vil ég nefna nafnið meyjarauga (Sedum villosum). Mörgum hefur þótt það harla óviðeigandi nafn á rauðu blómi. En ég hef góða heimild fyrir því hvernig nafnið var til komið. I leit sinni og eftirgiennslan að íslenzkum nöfnum, hafði síra Kjartan Helgason í Hruna sagt Stefáni, að hann hefði heyrt eina konu suður í Hreppum nefna plöntuna þessu nafni. Þarna var því tvímæla- lítið um alþýðlegt nafn að ræða, og Stefán tók það í Flóru. í 2. útg. Flóru býr hann þó til nafnið flagahnoðri. En svo var ekki óalgengt að 4 Flúrn - tímakit um íslenzka grasafræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.