Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 9

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 9
(laufslægjur). Mjög víða er þó innan um hann talsvert af grávíði og gulvíði. Grávíðirinn leynir sér mest fyrir það hve hann er jarðlægur. Á hæstu hæðum, við mela og börð, liggja greinar hans víða fast við jörð. Þær þrútna því ótrúlega snemma og eru fljótar að laufga, enda oft í skjóli við þurran sand eða mold, og njóta því ylsins þegar sólin skín. Þessa fyrirmáls laufsprota, sem mætti kalla, nefndu feður vorir legukvist. Þeir veittu því eftirtekt, að þegar fé leitaði, snemma á vorin, upp á efstu brekku- og fjallabrúnir, þar sem auðir hnjótar gægðust upp úr gaddinum, var það að góma hann, ásamt beitieski, blóðbergi og grænum vingulsstráum, sem það fann af ósvikinni eðlisávísun. Mörg- um fjármanninum virtist þar þó ekki mundi um auðugan garð að gresja og gramdist þetta bran í bölvuðum heiðafálunum. Nafnið legu- kvistur er því vafalítið alþýðunafn, sem ekki mætti gleymast. Á aðra hlið virðist það skoðun sumra grasafræðinga, að gulvíðirinn sé ekki eins eftirsóttur fyrir fé — til beitar — og loðvíðir og grávíðir. Þessi skoðun byggist sennilega á því, að víða er langt um minna af gulvíði, miðað við hinar tegundirnar. En þar sem mikið er af honum eins og hér í Öxarfirði, sérstaklega þegar lengra dregur frá byggðinni, þá leynir sér ekki hve kindur taka hann langt fram yfir aðrar víðitegundir. Ég hef ótal sinnum gefið því nánar gætur — á öllum tímum ársins — og þó sérstaklega síðari hluta vetrar og á vorin, hvernig kindur bók- staflega velja úr gulvíðiangana, hvar sem þær rekast á þá, þótt allt mori af loðvíði, allt í kringum þær. Aldrei sést þetta þó betur en þegar brum hans er að þrútna og blaðmyndun að hefjast, hve kindur eru sólgnar í hann. Þær aðfarir minna mig oft á kvíaærnar forðum, hvemig þær tókust á um smjörgrasið. Og jafnvel þótt loðvíðirinn sé farinn að mynda blöð, og humlamir glói í sólskininu, þá snerta kindur ekki við honum, ef gulvíðirinn, sem virðist fyni til að fagna vori og sól, hreykir sér á næsta leiti. Hann er líka óumdeilanlega kjarnfæða. Kýr sækjast einnig mest eftir gulvíði. Ástæðan fyrir því, að víða ber svo lítið á gulvíði næst byggðinni, er að líkindum sú, að þar eru bæði kýr og kindur búnar með hann, ef hann er þá ekki því stórvaxnari. Feyskna stofna hans má líka víða sjá hér, sbr. eininn á Grænlandi, þar sem fé gengur mest. Sauðamergur — Loiseleuria procumbens —. Það nafn nota flestir þeir grasafræðingar, sem ég hef áður vitnað til, nema Guðbrandur Magnússon, Flóra 2. árg., bls. 59 og 63, notar orðið limur. Bæði nöfnin eru gefin í Flóru Stefáns. Nafnið limur hefur mér verið sagt að væri almennt notað á Austurlandi. Að líkindum er það komið frá lærðum mönnum en sauðamergurinn aftur á móti rammíslenzkt alþýðunafn. TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.