Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 23

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 23
venjulega að eyða þeim áður en flétturnar verða hæfar sem manna- matur. Fjallagrösin hafa t. d. mikið af fúmarprótósetrarsýru, sem er afar römm á bragðið. Til að draga úr þessari remmu eru fjallagrösin soðin 1—2 tíma, þegar þau eru matreidd. Ofurlítið af joði og A-víta- míni er einnig í fjallagrösum auk fjölda annarra efnasambanda. Fléttur til lœkninga. Margar fléttur liafa um langan aldur verið notaðar til ýmissa lækninga, og má rekja þessa notkun þeirra allt til 17. aldar fyrir Krists burð. Við val einstakra fléttna til ákveðinna lækninga hefur hvort tveggja verið ráðandi, hjátrú og reynsla. T. d. áttu ýmsar skeggfléttutegundir (t. d. Usnea barbata), sem eru langar, hárkenndar fléttur og hanga á trjám, að styrkja hár og hárvöxt; veggjaskóf (Xan- tlioria parietina), sem er fagurgul skóf var ráðlögð til að lækna gulu- sótt; hin vörtótta engjaskóf (Peltigera aphthosa) var talin góð við út- brotum í munni og hálsi, og svo mætti lengi telja. Var lækningamátt- urinn dæmdur eftir útliti þessara fléttna. Ennfremur mun hjátrú hafa ráðið því, hversu eftirsótt fléttutegund ein varð, sem stundum fannst á höfuðkúpum. Ef hún fannst á þessu undirlagi, var hún talin jafn- virði þyngdar sinnar í gulli og var notuð við flogaveiki. Hins vegar hefur aldalöng reynsla kennt mönnum um allan heirn að nota ákveðnar fléttur við meðhöndlun ytri sára og húðsjúkdóma, enda hefur komið í ljós að flestar þær tegundir, sem mest voru notað- ar á þennan hátt, innihalda usninsýru, sem hefur sterka bakteríueyð- andi eiginleika. Á Islandi voru það einkum fjallagrösin, sem notuð voru til lækn- inga. Fjallagrasaseyði var notað við kvefsóttum og hósta, ennfremur voru grösin talin góð við „magavindum og uppþembingi" og voru talin „gjöra mjúkt líf og stilla lífsýki" eins og Eggert Ólafsson komst að orði. Einna merkilegasta má þó telja notkun grasaseyðis til lækn- inga á berklum. Notkun fjallagrasa til lækninga hefur minnkað á síð- ari árum með tilkonru nýrra og sterkari lyfja. Þó hefur tekizt að stað- festa betur og betur lækningamátt fjallagrasanna og annarra fléttna, eftir því sem rannsóknir á þeim hafa aukizt. Hefur með þessum rann- sóknum þegar náðzt slíkur árangur, að hugsanlegt er að vinnsla læknis- lyfja úr fléttum eigi eftir að vaxa í framtíðinni. Þannig er það nú sannað, að prótólichesterinsýra, sem er ein af fléttusýrum fjallagras- anna, hefur sterk bakteríueyðandi áhrif, meðal annars á berklabakterí- una. Einnig hefur sannazt á tilraunadýrum, að prótólichesterinsýran tefur fyrir berklamyndun í þeirn. Önnur fléttusýra, usninsýran, hefur enn stærri bakteríueyðandi áhrif og verkar hún á berklabakteríuna í allt að 500 þúsundfalt þynntri upplausn. Kemst hún nærri streptomy- TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓia 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.