Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 25

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 25
að 30 ár þar til næsta uppskera getur farið fram á sama svæði. Bændur, sem að staðaldri heyja hreindýraflétturnar, verða því að hafa stór heiða- lönd og uppskera aðeins lítinn hluta þeirra á hverju ári. Eins og áður er drepið á, er næringargildi þessa fóðurs fyrst og fremst fólgið í kolvetnunum, sem þó eru fremur tormelt, þótt klauf- dýr virðist nýta þau betur en flest önnur dýr. Þegar fóðurskortur er, hefur hins vegar reynzt vel að auka fjölbreytni fóðursins með fléttu- heyi. Fornleifafundir í Sviss benda til að notkun fléttufóðurs hafi tíðk- ast í Evrópu þegar í fornöld. Ulfaeilur. Fáeinar fléttur innihalda eiturefni og eru þeirra kunn- astar Evernia vulpina og Celraria pinastri. Þær eru báðar gular að lit, og stafar liturinn af eitruðum fléttusýrum, vúlpinsýru og pinastrin- sýru, sem eru efnafræðilega náskyldar. Þessar fléttur voru notaðar í Skandinavíu fyrr á öldum til að eitra fyrir úlfa. Voru þær ásamt gler- mylsnu hnoðaðar í tálbeitu. Hvorug þessara tegunda finnast á ís- landi. Rannsóknir á eiturverkunum þessara fléttusýra hafa leitt í ljós, að brot úr grammi nægir til að bana hundum og kötturn. Valda þær í byrjun öndunarerfiðleikum, hækkuðum blóðþrýstingi og uppsölum. Lömun öndunarkerfisins verður síðan dýrunum að bana. Fléttur til litunar. Fjölmargar fléttur innihalda efni, sem auðvelt er að vinna úr litarefni. Litir unnir úr fléttum voru áður fyrr mikið notaðir, bæði í verksmiðjum og heimilisiðnaði til að lita ull og ullar- vörur, einnig til að lita silki, baðmull, vax, pappír, marmara og margt fleira. Talið var að mölflugur legðust ekki á ullarvörur, sem litaðar voru með litarefnum úr fléttum. Eitt þekktasta litarefni unnið úr fléttum var Orcein. Fléttur sem innihalda erythrin, lekanórsýru, gyrófórsýru eða evernsýru má nota til Orceinframleiðslu, og má þekkja þessar fléttur á því, að ef á þær er látin drjúpa klórkalkupplausn verða þær rauðar undan. Orcein var unnið á þann hátt, að þvagi var hellt yfir flétturnar og kalkoxýð sett saman við. Var þetta síðan látið liggja nokkrar vikur. Við það gerjaðist þvagið og myndaðist ammoníumkarbónat. Fyrir tilverkn- að ammóníaksins og andrúmsloftsins myndaðist úr áðurnefndum fléttu- sýrum Orcein, sem er rautt eða fjólublátt á litinn. Eftir að efnafræðiþekking manna jókst, var hætt að nota gerjun þvagsins við þessa framleiðslu, heldur voru fléttusýrurnar felldar út með saltsýru og síðan leystar upp í ammóníaki og hellt á flatar pönnur til að auðvelda andrúmslofti aðgang að. Ur sömu fléttum og Orcein er unnið úr má einnig framleiða lak- TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAERÆÐI - FlÚra 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.