Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Qupperneq 10
fimmtudagur 30. ágúst 200710 Fréttir DV Orðaskak Bandaríkjamanna og Írana hefur tekið á sig nýja mynd. Afstaða leiðtoga þessara þjóða er opinberlega orðin afdráttarlausari og ögranir og hótanir fljúga á báða bóga. Kjarnorkuáform Írana eru Bandaríkjamönnum þyrnir í augum sem og grunur um stuðning Írana við uppreisnaröfl í Írak. Íranar hafa verið tregir til samvinnu við Banda- ríkjamenn og alþjóðlegar stofnan- ir vegna eftirlits með þróun kjarn- orku þar í landi og forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad, hefur ver- ið ómyrkur í máli um ýmis málefni og hefur meðal annars sagt að hel- för gyðinga sé skröksaga og að Ísrael skyldi þurrkuð út af yfirborði jarðar. Hafna ásökunum Íranar hafa ávallt neitað að þeir ynnu að þróun kjarnorkuvopna, en engu að síður verið þungir í taumi hvað varðar aðgengi alþjóðlegra eft- irlitsmanna. Bandaríkin hafa því lit- ið svo á að Íranar hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Og sagan hefur sýnt að grunur hefur nægt þegar Banda- ríkin ákveða hernaðaraðgerðir gegn öðrum ríkjum. Ahmadinejad Írans- forseti lætur ekki í ljósi minnstu áhyggjur af slíkum aðgerðum af hálfu Bandaríkjanna og sagði að jafnvel þó Bandaríkjamenn ákvæðu eitthvað í þá veru yrði þeim um megn að framkvæma nokkuð í þeim efnum. Uppspretta vandræða Í ræðu sem greinilega var ætl- að að afla stuðnings bandarísks al- mennings við aðgerðir Bandaríkja- manna í Írak, viðhafði Bush stór orð í garð stjórnar Ahmadinejad, for- seta Írans. Í ræðunni sakaði Bush Írana um opinberan stuðning við ofbeldisöflin í Írak. Hann sagði að þeir væru ábyrgir fyrir þjálfun upp- reisnarhópa sjía og sæju þeim fyr- ir vopnum, þar á meðal þróuðum vegasprengjum sem yrðu banda- rískum hermönnum að bana. „Íran hefur löngum verið uppspretta vandræða í þessum heimshluta. Viðleitni þeirra við þróun tækni sem nýst gæti til smíði kjarnorku- vopna gæti varpað svæðinu, sem nú þegar er þekkt fyrir óstöðugleika og ofbeldi, í skugga kjarnorkuham- fara.“ Íran hefur neitað öllum þess- um ásökunum Bandaríkjamanna. Vill koma á annarri stjórn Í ræðu Bush kom einnig fram vilji hans til að koma á nýrri stjórn í Íran. „Íranskri stjórn sem ber ábyrgð gagnvart þegnum sínum, í stað leiðtoga sem standa fyrir ógn og þróun tækni sem nýst gæti til smíði kjarnorkuvopna.“ Bush, sem ítrekað hefur lýst yfir vilja sínum til að leysa kjarnorkudeiluna við samningaborðið, sagði í ræðunni að Sameinuðu þjóðirnar leituðu nú stuðnings vina og bandamanna í því markmiði að einangra ríkis- stjórn Írans og koma á viðskipta- banni. „Við munum taka á þessari hættu áður en það er um seinan,“ sagði Bush. Einnig opinberaði for- setinn að hann hefði heimilað her- stjórnendum Bandaríkjanna í Írak að takast á við aðgerðir stjórnarinn- ar í Teheran. Storkar Bandaríkjamönnum Mahmoud Ahmadinejad, for- seti Írans, lætur ekki sitt eftir liggja í þessari deilu. Hann nýtur þess að viðhafa ögrandi ummæli og er þekktur fyrir að skafa ekki utan af því sem hann segir. Ahmadinejad hefur lýst yfir stuðningi við forystu Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, og fagnað afskiptum Sádi-Ar- abíu í málefnum landsins en örfá- um klukkustundum áður en Bush hélt ræðu sína sá hann ástæðu til að bæta olíu á eldinn sem nú þegar einkennir samskipti Bandaríkjanna og Íraks. „Sífellt dregur úr pólitísk- um völdum setuliðsins. Við mun- um brátt horfa upp á stórt valda- tómarúm á svæðinu. Að sjálfsögðu erum við reiðubúnir að fylla það tómarúm,“ sagði Ahmadinejad. Alvarlegar afleiðingar Ummæli Ahmadinejad Íraksfor- seta eru litin alvarlegum augum í Washington og munu án efa auka á ótta ráðamanna þar og meðal hóf- samra súnnía í Írak, sem hliðhollir eru Bandaríkjamönnum, enda sú hætta fyrir hendi að Írak undir yfir áhrifum frá Íran gæti valdið stríði milli súnnía og sjía á svæðinu. Bush sagði að öfgaöflin myndu eflast ef Bandaríkin yrðu hrakin frá Írak, og Íran héldi áfram að þróa kjarnorku- vopn og vopnakapphlaup myndi hefjast. „Íran gæti dregið þá ályktun að við værum magnvana og ófærir um að koma í veg fyrir kjarnorku- vopnaáform þeirra,“ sagði Bush. Samkvæmt frétt í breska blað- inu Guardian fyrr í mánuðinum áformar Bandaríkjastjórn að lýsa írakska Byltingarvörðinn sem hryðjuverkasamtök. Byltingar- „Við munum brátt horfa upp á stórt valdatómarúm á svæðinu. Að sjálf- sögðu erum við reiðu- búnir að fylla það tómarúm.“ Ögranir á báða bóga milli Írans og bandarÍkjanna Í ræðu sem George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt í Nevada var hann stóryrtur í garð Írana og sakaði þá um stuðn- ing við uppreisnaröfl í Írak. Bush gaf einnig í skyn að áform Írana um smíði atómsprengju gætu leitt til kjarnorkustríðs í Mið-Austurlöndum. KolBeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.