Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 9
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: DV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. AðAlnúMer 512 7000, ritstjórn 512 7010, ÁskriftArsíMi 512 7080, AuglýsingAr 512 70 40. ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Sjálfstæðisflokkurinn, hefur ákveðið að ljúga því að almenningi að ekkert sé að. Hjúpur hreinleikans Leiðari Landlægt er í íslensku samfélagi að sýna umburðarlyndi gagnvart spillingu og jafnvel glæpum. Ástæðan er sú að fjölmiðlar hlífa þeim sem spilltir eru og alltaf eru ein-hverjir tilbúnir til þess að veita þeim skjól sem uppvísir verða að misjöfnu. Enginn fjölmiðill er saklaus af því að umvefja hina spilltu hjúp hreinleikans þegar upp eru tekin viðkvæm mál. Þetta er stærsta vandamál íslenskra fjölmiðla sem fæstir kunna að fara með vald sitt í þeim efnum. Nærtækt er að nefna málefni bæj- arstjórans á Seltjarnarnesi sem hefur gengið fram af stórum hluta íbúa með framferði sínu. Ólga er í bæjarfélaginu vegna framferð- is hans en flokkur bæjarstjórans, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur ákveðið að ljúga því að almenningi að ekkert sé að. Fréttaveitan www.visir.is tekur undir með því að birta kattarþvottinn at- hugasemdalaust í stað þess að kanna hvað sé að baki ólgunni. Enginn þarf að velkjast í vafa um að bæjarstjórinn er opinber persóna og háttalag hans kemur fólki við. DV hefur um langan aldur verið spegill í ís- lensku samfélagi. Oft hefur blaðinu tekist vel upp og það hefur tekið á málum sem annars hefðu legið í þagnargildi. Blaðið hefur líka átt sína niðurlægingartíma þegar það hefur komist undir stjórn manna sem töldu sér óhætt að nota það sem tæki í eiginhagsmunaskyni. Þá sagði almenningur stopp og útgáfan varð gjaldþrota. Blaðinu hefur líka verið stjórnað með þeim hætti að fólk var niðurlægt í umfjöllun um viðkvæm mál. Al- menningur greip í taumana og blaðinu var harðlega refsað fyrir subbuskapinn. Sagan geymir þessi örlög. Við sem störfum á nú- verandi ritstjórn erum afskaplega meðvituð um að blaðið getur hvorki gengið erinda né niðurlægt fólk. Við erum tilbúin að gera upp við þessa fortíð. Lengi hefur verið hnýtt í DV með orðbragði eins og snepill eða sorprit. Við látum okkur það í léttu rúmi liggja en heitum því að gera ekkert til þess að leggja þeim til rök sem þannig tala eða skrifa. DV er og verður ágengur fjölmiðill sem leitar sann- leikans í hverju máli. Við viljum líka vera glaðbeitt þegar það á við. Fyrst og fremst verðum við skjól og vettvang- ur litla mannsins í samfélaginu og tökum upp mál sem aðrir hreyfa ekki við af annarlegum ástæðum. Enginn þarf að velkjast í vafa um að DV er lýðræðislega nauð- synlegt. Við ryðjumst ekki inn á heimilin í landinu en bjóðumst til að koma og fólk getur treyst því að við gerum okkar besta til að gæta siðferðis í landinu. Stundum færum við fólki sólskin en við afneitum ekki rigningunni. DV er blað fólksins sem vinnur með góðu fólki og í þágu þess. DómstóLL götunnar Hvernig nýtti ríkisstjórnin fyrstu Hundrað dagana? „Ég held að hver stjórn vinni fyrst og fremst fyrir sjálfa sig. Ég hef 35 ára reynslu sem löggæslumaður og erfiðastir voru þeir afbrotamenn sem sátu í stjórnarstólunum. Ég er hissa á því hvað almenningur lætur kúga sig.“ Einar Vilhjálmsson, ellilífeyrisþegi, 78 ára. „Mér finnst hún hafa nýtt þá mjög vel fyrir utan kvótaskerðinguna. Menn bjuggust við að það yrði kannski skorið niður um 10 prósent eða minna. Þetta var allt of mikið.“ Pétur Pétursson, sjómaður, 23 ára. „Það má auðvitað finna að öllu en ég er fegin að þessi stjórn er tekin við. Ég held að samfylkingin styrki stjórnina mikið. Það var kominn tími á að fá stóran og öflugan flokk til mótvægis við sjálfstæðisflokkinn. jóhanna stendur sig mjög vel.“ Kristján K. Hall, fyrrverandi skrifstofumaður, 72 ára. „Hún hefur nýtt tímann illa. Það hefur ekkert gerst. Mér finnst að þau þurfi að standa við kosningaloforðin og bæta stöðu láglaunafólks.“ Kristín Backmann, húsmóðir, 38 ára. sanDkorn n Yfirvof- andi sam- eining JPV og bókahluta Eddu útgáfu undir merki Forlagsins leggst mis- vel í höf- unda. Um árabil hafa útgáfurnar tvær tekist á um höfunda og til eru þeir sem ekki geta hugsað sér að skrifa í skjóli markaðssnillingsins Jóhanns Páls Valdimarssonar, aðaleiganda JPV, sem fer með mest völd í nýju félagi. Einar Kárason rithöfundur má þó vel við una. Hann hefur um árabil verið hjá Eddu útgáfu en um síðustu jól skrifaði hann bókina Úti að aka með Jóhanni Páli og Ólafi Gunnarssyni rit- höfundi um ferðalag þeirra um Bandaríkin... n Tekið er að glitta í jólabóka- flóðið, Meðal nýnæma þar er lífsreynslubók eftir Darra Jo- hansen sem fjallar um þann tíma sem kona hans, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórn- arfulltrúi Ísafoldar, gekk með frumburð þeirra. Bókin hefst um það bil sem getnaður hefur átt sér stað og henni lýkur með fæðingu sonar þeirra. Ótal bækur hafa verið ritaðar um meðgöngu kvenna en þarna er sjónarhornið föðurins og bók- in heitir í samræmi við það, Maður gengur með... n Evróvisjónstjarnan Einar Ágúst Víðisson söngvari hefur náð sér á strik eftir erfiða bar- áttu við Bakkus konung og hirð hans. Rúmt ár er liðið síðan hann sneri baki við óreglunni. Í viðtali við tímaritið Ísafold gerir hann af einlægni upp fortíð sína. Hann segir meðal annars frá því að hann veittist að fyrrverandi eiginkonu sinni á Laugaveginum með hníf að vopni. Um tíma svaf hann í bíl en segir svo frá því hvernig var að halda jól með þekktum handrukkara... DV Umræða MÁnuDAgur 3. sePteMber 2007 9 DV hefur alla síðastliðna viku ver- ið með einhvers konar framhalds- sögu um mig og launakröfur mínar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur á Út- varpi Sögu í dálkinum Sandkorni á leiðarasíðu blaðins. Því miður hefur þessi framhaldssaga DV snúist um allt annað en kjarna málsins, það er einfaldar og eðlilegar launakröfur, sem enduðu fyrir dómstólum eftir að annað var fullreynt. Þetta mál kom reyndar fyrst fyr- ir héraðsdóm í janúar sl. þannig að ekki er nú þarna um alveg glænýja frétt að ræða. Af einhverjum ástæðum sér DV þó allt í einu nú – í ágústlok – ástæðu til að taka þennan málarekstur fyrir, daglega frá 24. ágúst síðastliðnum til þess dags er þetta er ritað, 30.08. Þennan sama dag sér Blaðið ástæðu til að blanda sér í „slaginn“, sem enginn hefur verið frá minni hlið, með því að spyrða saman við frétt um starfslok Jóhanns Hauks- sonar á Útvarpi Sögu, tilvitnun í væg- ast sagt vanstillt ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur, sem hún mun hafa við- haft um mig í beinni útsendingu, en flestir hefðu nú haft smekk í sér til að hafa ekki eftir, þó ekki nema af tillits- semi við A.K. Ekki ætla ég að endurtaka all- an þann stigvaxandi persónulega óhróður og atvinnuróg, sem komið hefur fram í framhaldssögu DV – og nú í Blaðinu – og er ýmist hafður eftir stefnda, Arnþrúði Karlsdóttur, eða – í DV – „þeim sem segjast þekkja til“ og eru auðvitað hvort tveggja gulltrygg- ar heimildir. Einnig eru mér send þau skila- boð í DV að „...hingað til ku málin alltaf hafa leyst á endanum án þess að dómstólar þurfi að kveða upp úr- skurð“. Þarna er kannski verið að vara mig við því að verra „ku“ fylgja á eftir, falli ég ekki frá eðlilegri kröfu um að fá vangreidd laun. (Eins og margir starfsmenn Útvarps Sögu hafa gert við svipaðar kringumstæður - og skyldi engan undra, miðað við það áreiti sem greinilega fylgir slíku.) „Rifrildi og deilur“ er rangt og misvísandi orðalag, sem hefur verið notað um þetta mál í báðum blöð- unum. Til að standa í slíku þarf að minnsta kosti tvo til og ekki hef ég hingað til sagt aukatekið orð um þennan mála- rekstur á opinberum vettvangi. Hvernig geta „deilur“ farið „harðn- andi dag frá degi“, eins og DV heldur fram, þegar annar aðilinn hefur ekki sagt nokkurn skapaðan hlut? Þarf ekki aðeins að vanda málfar og hugsun að baki texta hér? Málið er í sínum rétta farvegi hjá dómstólum, þar sem það á heima, enda löngu fullreynt eftir öðrum leið- um. Það segir svo sitt um viðhorf þeirra, sem um málið hafa fjallað - nafnlaust – í þessum tveimur blöð- um, DV og Blaðinu, að sú einfalda staðreynd að hlunnfarinn launþegi sæki eðlilegan rétt sinn, skuli verða þeim tilefni til þátttöku í annarri eins aðför að mannorði og hér hefur átt sér stað. (Og það er engin afsökun að dyljast á bak við þá sem vitnað er í, nafn- eða ónafngreinda.) Hér hafa verið hafðar eftir ósann- ar og meiðandi persónulegar ávirð- ingar. Vonandi lenda þau starfssystk- in mín, sem hafa séð sóma sinn í að hafa þær eftir og tekið þátt í að breiða út, ekki sjálf í launadeilu á næstunni. Hver á að standa með þeim? Hvað næst? Hildur HElga Sigurðardóttir blaðamaður skrifar Þarf ekki aðeins að vanda málfar og hugsun að baki texta hér? Leiðrétting Rangt var farið með nafn Guð- mundar Týs Þórarinssonar í grein í helgarblaði DV. Hann var ranglega nefndur Guðmundur Jónsson. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miðv ikud agur 29. á gúst 2007 da gbla ðið v ísir 1 32. t bl. – 97. á rg. – verð kr. 2 35 Liverp ool la gði fr anska liðið Toulo use a ð vell i 4–0 í Meis tara- deild inni. D irk Ku yt sko raði t víveg is og Pe ter Cr ouch og Sa mi Hy ppia sitt m arkið hvor . Öruggu r sigur Liverpoo l Lækna r gefast upp á gæsLu nni frét tir >> Ei nn re yndas ti þyr lulæk nir lan dsins er að hætt a störfu m. Ha nn er búin n að f á sig fullsa ddan af þv í að undir mann að sé á læk navak tirnar . starfs manna leigur undir fölsku flaggi frét tir >>Vin numá lastof nun ranns akar u mfan gsmik il lögbr ot á K árahn júkum . DV Spo rt miðv ikud agu r 29. ágú st 20 07 15 Spo rt Mið viku dag ur 2 9. ág úst 2 007 spor t@d v.is Ole G unna r er h ættur vegn a me iðsla Fótbo ltahei murin n syr gir dauð sfall A ntoni o Pue rta Live rpo oL k oms t au ðve LdL ega í rið Lak epp ni m eist ara deiL dar inna r ef tir a ð Li ðið Lag ði tou Lou se 4 -0 í g ær. dre gið ver ður í rið Lan a á f imm tud agin n bL s. 1 6 þurf ti KK Í að drag a úr starf sem i á þ eim Styrkt arsam ningu r sem trygg ir yng ri land sliðin Auðv elt VINNA N TEK IN FRAM YFIR V AL mark ús m áni e r ekk i viss hvo rt hann geti einb eitt s ér að fullu með vals mön num í vet ur í d HL- deild inni. Han n er í krefj andi vinn u hjá strau mi- Burð arás s. mark ús v ar valin n be sti hand bolt a- mað ur land sins á lok ahóf i han dkna tt- leiks man na e n ha nn s néri aftu r heim á Hlí ðare nda eftir að h afa verið atvi nnu mað ur h já duss eldo rf. Ekki þarf að t aka fram hve rsu miki l bló ðtak a þe tta y rði fy rir vals men n en mar kús var þ eim gríð arleg a mi kilvæ gur hlek kur síða sta v etur . bók fr á böðv ari men ning >> Bö ðvar G uðmu ndsso n rith öfund - ur leg gur n ú loka hönd á fyrs ta skáld verk s itt fyr ir full orðna síðan hann send i frá s ér tví leikin n Híb ýli vinda nna o g Lífs ins tré . sjálfs tæðisf lokkur inn va nn fína n sigur í bæja rstjórn arkosn - ingunu m í fyr ra. Jón mundu r guðm arsson , bæja rstjóri og odd viti flokks ins, ný tur ekk i lengu r traus ts flok ksféla ga sinn a sem hafa ræ tt um að segja honum upp st örfum . Bæja rstjóri hefur lítið se m ekke rt verið v ið vinn u í sum ar. Ísle nskir a ðalver ktakar keypt u Hrólf sskála - mela h áu ver ði en g eta ek ki fram kvæm t þar s em ski pulags vinna hefur n ánast legið n iðri í fj arvistu m Jónm undar. sjá bls . 2. vilJa r eka BæJar stJóra ósætt i sjálf stæðis manna á selt jarnar nesi. b æjars tjórin n í van da:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.