Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 30
mánudagur 3. september 200730 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Á bloggsíðunni katrinsnae-
holm.blog.is segir síðuhald-
ari frá óhugnanlegri sögu af
ósýnilegum vini þriggja ára
sonar síns. Hann lék öllum
stundum við
strák sem
hann kallaði
Reyni. Ein-
hverju sinni
stóð Katrín
við upp-
vask. „Ég
leit snöggt
við og sá þá
dreng standa við eldhúsborð-
ið og horfa glettnislega á mig...
hann var jafnraunverulegur
og mín eigin börn.“ Fáeinum
dögum síðar er hún að taka
úr þvottavélinni og finnur þar
húfu sem á stendur Reynir
Ingi. Sonur hennar segir þetta
húfu vinar síns, en enginn ná-
granni, bekkjarfélagi né vinur
kannast við nafnið eða húfuna.
Stuttu seinna lauk vinasam-
bandi þeirra Reynis en ástæð-
una finnið þið á síðunni.
n Plötusnúðurinn og ofurbar-
þjónninn Óli Hjörtur hyggst
leggja land undir fót. Kappinn,
sem hefur rekið skemmtistað-
inn Qbar undanfarna mán-
uði og verið
aðalmað-
urinn á
Prikinu um
árabil, ætlar
að halda út
til Kaup-
mannahafn-
ar. Þar ætlar
Óli að fara
að vinna á Íslendingabarnum
Jolene‘s bar sem er rekinn af
Dóru Takefusa. Óli fer þó ekki
án þess að kveðja vini sína og
ætlar að halda dúndurkveðju-
partí á Qbar áður en hann fer
utan.
n Íslenska kvikmyndin Astr-
ópía hefur fengið gríðarlega
góðar viðtökur en nýver-
ið var myspace-síða kvik-
myndarinnar opnuð. Slóðin
er myspace.com/astropia en
þar má sjá umfjöllun og ljós-
myndir úr kvikmyndinni en
inni á síðunni má einnig finna
myspace-síður hjá karakter-
um úr myndinni, þeim Flóka
og Pésa. Þeir sem skrá sig sem
vini Astr-
ópíu inn á
myspace
geta einnig
átt von á
glaðningi
en nokkr-
ir heppnir
hljóta miða
fyrir tvo á
myndina eða geisladisk með
tónlistinni úr myndinni.
Hver er konan?
„Ég er tuttugu og sjö ára, tveggja
barna einstæð móðir.“
Hvar ólstu upp?
„Ég ólst upp í Reykjavík, en mín-
ar bestu, bestu æskuminningar eru
frá Svíþjóð en þar dvaldi ég sumrin
1986 og 1987. Ég bjó svo síðar í Sví-
þjóð í eitt ár þegar fósturpabbi minn
var í framhaldsnámi. Ég tala sænsku
eins og Svíi en það er ekki af því að
ég er svo dugleg að fara þangað, til
þess vinn ég allt of mikið, heldur er
ég mjög dugleg við að sanka að mér
Svíum og þannig viðheld ég sænsk-
unni. Ég ber mjög sterkar taugar til
landsins – ég elska Svíþjóð!“
Hvað drífur þig áfram?
„Trúin á sjálfa mig og það sem ég
er að gera. Orkumikið fólk og trúin á
framtakssemi. Stöðnun er dauði!“
Hver eru áhugamál þín?
„Nýi litli hundurinn minn og dýr
almennt. Ég hef óbilandi áhuga á því
sem ég geri og vinn mjög mikið. Ef ég
er ekki að vinna hangi ég með börn-
unum mínum, Dóróteu sem er sjö
ára og Natani Birni sem er níu ára. “
Eftirminnilegasta bókin?
„Þær bækur sem koma fyrst upp
í hausinn á mér eru kennslubæk-
ur mömmu en hún er ljósmóðir. Ég
skoðaði mikið allar myndirnar sem
voru í bókunum á meðan hún var í
námi. Börn og fóstur eru mér mjög
hugleikin og þaðan fæ ég mikinn
innblástur. Fólki lítur lífið stundum
sjálfsögðum augum.“
Eftirminnilegustu tónleikar?
„Ég fór á Bjarkartónleika þeg-
ar ég var, að mig minnir, tólf ára. Ég
var bara saklaus lítil stelpa. Ég stóð
fremst á tónleikunum fyrir miðju
og var í sæluvímu. En svo leið yfir
mig. Ég var dregin upp úr þvögunni
og mér hent inn í eitthvað herbergi
þarna baksviðs þar sem ég fékk að
jafna mig. Þetta var mikil upplifun.“
Hverjir eru þínir áhrifavaldar?
„Mamma vinkonu minnar, hún
Magna Fríður Birnir, en sonur minn
er einmitt skírður í höfuðið á henni.
Hún er ótrúleg manneskja.“
Ferðast þú mikið innanlands?
„Nei, alls ekki. Ég fór til Seyðis-
fjarðar í sumar á hátíðina Lunga, en
við í Nakta apanum hönnuðum boli
fyrir hátíðina. Þetta var í fyrsta skipti
sem ég kom á þennan landshluta. Ég
bjóst ekki við því, en þessi staður er
ótrúlegur. Þarna er fullt af listafólki
og mikill kraftur. Það eru örfáir bæir
á landinu sem eru svona sérstakir.“
Uppáhaldsflíkin?
„Ég var að fá eina flík að gjöf. Hún
er frá dönskum textílhönnuði sem
hannar prjónaefni og hefur meðal
annars hannað fyrir Henrik Vibskov.
Hún gaf mér lambhúshettu með
augu tígrisdýrs á hökunni. En ég get
samt ekki notað hana eins mikið og
ég vil, því það er kannski kjánalegt
að fullorðin kona gangi með lamb-
húshettu allan daginn. En ég prófaði
að hafa hana bara á hálsinum og það
er alveg að virka.“
Ef ekki hönnuður, hvað þá?
„Þá væri ég að vinna í dýragarði.“
Hvaða þýðingu hefur það fyrir
ykkur að hanna fyrir H&M?
„Þetta er mikil viðurkenning fyr-
ir okkur. Virkilega spennandi og
skemmtilegt. Svo er þetta vissulega
frábær auglýsing.“
Hvað væri það skemmtilegasta
sem gæti komið fyrir þig þessa
dagana?
„Að milljón mundi detta ofan á
hausinn á mér. Ég mundi nota hana
til þess að borga flugmiða til út-
landa, framleiðslu og sitthvað fleira.
Ég mundi klára hana á tveimur dög-
um.“
Hvað er fram undan?
„Ég er að fara til San Diego og svo
til Parísar að sýna. Svo fer að stytt-
ast í Airwaves-hátíðina en fyrir hana
erum við að hanna boli og fleira.
Þessi helgi er að mínu mati besti tími
ársins. Eiginlega bara eins og jólin.“
MAÐUR
DAGSINS
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
Stöðnun er dauði
Sara María Eyþórsdóttir,
hönnuður og annar eigenda verslun-
arinnar nakta apans og Forynju,
stendur í stórræðum. nakti apinn,
hljómsveitin steed Lord og grafíski
hönnuðurinn siggi eggerts eru öll að
hanna mynstur og myndir á heila
fatalínu.
Davíð Oddsson
á það sameigin-
legt með
Björgólfi
Guðmundssyni
að vera hátt
settur banka-
maður...
Björgólfur
Guðmundsson
á það sameigin-
legt með Elton
John að hafa átt
breskt
knattspyrnu-
lið...
Elton John á það sameiginlegt með
Bubba Morthens að hafa skemmt í
afmælisveislu í frystigeymslu...
Bubbi Morth-
ens á það
sameiginlegt
með Sigríði
Beinteinsdóttur
að hafa átt
Range Rover af
fínustu gerð...
Sigríður
Beinteinsdóttir
á það sameigin-
legt með Páli
Óskari
Hjálmtýssyni að
hafa keppt í
Eurovision...
Páll Óskar Hjálmtýsson á það
sameiginlegt með Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni að hafa smekk fyrir
flottum fötum...
Jón Ásgeir
Jóhannesson á
það sameiginlegt
með Ingibjörgu
Sólrúnu
Gísladóttur að
hafa orðið
sundurorða við
Davíð Oddsson.
Tengsl
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á það
sameiginlegt með Davíð Oddssyni
að hafa verið utanríkisráðherra...
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+12
4
+96
+11
2
+9
4
+10
7
+12
4
+15
5
+10
5
+12
4
+10
4
+12
9
+16 6
+9
13
+8
5
+10
6