Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 27
Ellefta september næstkomandi munu nokkrar rokkhljómsveitir
koma saman í Hellinum og spila á Sköllfesti númer tvö:
Harðkjarnarokk og pönk í Hellinum
Ellefta september næstkomandi
verður haldið Sköllfest númer tvö en
Sköllfest er metal-, harðkjarna- og
pönkrokkkvöld sem haldið verður
í Hellinum í Tónlistarþróunarmið-
stöðinni. Dagskráin verður fjölbreytt
og krefjandi og ætla tónleikahaldar-
ar að leggja sig alla fram við að kynna
nýjungar fyrir áhorfendum. Spilað
verður á tveimur sviðum í einu. Þær
hljómsveitir sem fram koma eru:
Blacklisted, bandarískt harðkjarna-
band sem ætlar að kynna þröng-
skífuna sína Peace On Earth War On
Stage, hljómsveitin Diabolus sem er
ungt og upprennandi íslenskt dauða-
rokksband, Kimono sem er með virt-
ustu hljómsveitum landsins, þunga-
rokksbandið Skítur úr Garðabænum,
rokksveitin Drep mun spila muln-
ingsmetal af bestu gerð, The South
Coast Killing Company með sjálf-
an Danny Pollock í fararbroddi og
að lokum mun hljómsveitin I Adapt
trylla lýðinn en strákarnir hafa ver-
ið iðnir við tónleikahald að undan-
förnu og munu spila lög af nýjustu
skífu sinni Chainelike Burden.
Hljómsveitin Seabear hefur vak-
ið mikla athygli upp á síðkastið en
sveitin gaf út breiðskífuna The Ghost
That Carried Us Away hérlendis í maí
síðastliðnum en um miðjan ágúst
kom platan út í Evrópu. Í septemb-
er kemur platan svo út í Bandaríkj-
unum og Japan en útgáfufyrirtækið
Morr sér um að gefa plötuna út er-
lendis en hér heima er það bókafor-
lagið Bjartur sem sér um útgáfuna.
„Seabear hefur spilað í þessari mynd
í um það bil ár núna en upphaflega
var ég bara einn í bandinu. Ég ætlaði
svo bara að fá nokkra tónlistarmenn
til að spila með mér inn á plötuna en
svo fyrir Airwaves í fyrra varð Seabe-
ar að heilli hljómsveit,“ segir Sindri
Már Sigfússon, stofnandi og þjálfari
hljómsveitarinnar.
Allir útsetja sitt efni á sinn hátt
„Við vinnum tónlistina svolítið
öðruvísi en gengur og gerist. Ég er
með stúdíó sem ég vinn alltaf í en
yfirleitt byrja ég og trommuleikar-
inn að taka eitthvað upp saman, svo
spila ég yfir það og svo útsetja allir
sitt efni eins og þeir vilja svo þetta
er í rauninni bara samstarfsverkefni
hljómsveitarmeðlima.“ Sömu sögu
er að segja á tónleikum hjá Seabear
en þar er alls ekkert sjálfgefið að allir
spili alltaf á sömu hljóðfærin hverju
sinni. „Það spila bara allir á það sem
þá langar tónleikum og þetta er mjög
frjálslegt. Það er bara misjafnt eftir
því í hvaða stuði fólk er, hvaða hljóð-
færi það velur sér til að spila á. Það er í
raun engin föst skipun nema kannski
hjá bassaleikaranum, trommaranum
og gítarleikaranum en sem dæmi má
nefna að Inga sem syngur inn á plöt-
una spilar ýmist á ukulele eða hljóm-
borð eða sampler eða eitthvað sem
henni dettur í hug á tónleikum,“ seg-
ir Sindri en auk hans í hljómsveitinni
eru þau Örn Ingi, Guggý, Inga, Kjart-
an, Dóri og Sóley.
Tónlist til að svæfa
óþekk börn með
Í sumar ferðaðist Seabear til bæði
Englands og Þýskalands og hélt tón-
leika til að fylgja eftir útgáfu plöt-
unnar en er á leið til Danmerkur nú
seinna í vikunni. „Það var rosalega
gaman í Þýskalandi. Þar spiluðum
við í Köln ásamt Ultra Mega Techno-
bandinu Stefáni og hljómsveitinni
Reykjavík. Þetta var mjög góð ferð,
við vorum á einhverju stórglæsilegu
fimm stjörnu hóteli og spiluðum svo
á tónleikum í einhverjum pínulitlum
sal. Róbert Gunnarsson, landsliðs-
maður í handbolta, kom á tónleik-
ana og við vorum rosalega sátt með
það. Eftir tónleikana vorum við svo
að skoða eitthvað þýskt tónlistarblað
sem er dreift frítt en þar voru tónlist-
armenn að dæma einhverjar tíu plöt-
ur. Þeirra á meðal var platan okkar
og teknótónlistarmaðurinn Scooter
dæmdi hana. Scooter gaf okkur eina
stjörnu af tíu og sagði að við spiluð-
um tónlist til að svæfa óþekk börn
með,“ segir Sindri og hlær en bæt-
ir því við að það verði eiginlega að
teljast hrós að fá þessa umfjöllun frá
tónlistarmanni eins og Scooter.
Evróputúr með
Múm í nóvember
Í nóvember leggur Seabear af stað
í heljarinnar tónleikaferðalag ásamt
hljómsveitinni Múm. „Við munum
fylgja Múm í Evróputúrnum þeirra og
komum alltaf til með að spila á undan
þeim. Þetta verður heljarinnar ferða-
lag, við sofum bara í svefnrútum sem
keyra á milli landa og sofum í rútunni
á nóttunni og vöknum í öðru landi
morguninn eftir og höldum svo tón-
leika,“ segir Sindri. Eins og áður sagði
kemur The Ghost That Carried Us
Away út í Japan og Bandaríkjunum
í september og segir Sindri draum-
inn vera að komast til Japan einhvern
tímann á næsta ári og fylgja plötunni
eftir. „Það væri geðveikt að komast
til Japan, það er ekkert staðfest með
það eins og er en vonandi gerist það
á næsta ári. Það er bara svo dýrt að
ferðast svona mikið og langt að mað-
ur þarf bara að redda sér einhverjum
rosalegum sponsor til að komast til
Japan.“ Fyrir utan allt það tónleikahald
sem framundan er hjá hljómsveitinni
er að vænta sjö tommu vínylplötu frá
sveitinni sem inniheldur eitt coverlag
og eitt lag sem varð afgangs við gerð
síðustu plötu. „Svo erum við líka að-
eins byrjuð að taka upp og vinna efni
á næstu plötu. Við spilum svo næst
hérna heima á Airwaves í október,“
segir Sindri að lokum en áhugasöm-
um er bent á heimasíðuna myspace.
com/seabear þar sem heyra má nokk-
ur lög með sveitinni.
krista@dv.is
Hljómsveitin Seabear hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur fyrir plötuna The Ghost
That Carried Us Away, jafnt hérlendis sem erlendis. Ekki voru þó allir eins ánægðir
með plötuna því teknótónlistarmaðurinn Scooter sagði Seabear spila tónlist til að
svæfa óþekk börn með.
mánudagur 3. september 2007DV Bíó 27
Kynþokkafyllstu
valdar
stjörnurnar
Bandaríska sveitin Blacklisted
spilar í Hellinum ellefta september.
DUNE Leikur Notori-ous B.I.G.r&b-stjarnan sean Kingston kemur til með að leika notorious b.I.g. í mynd sem gerð verður um rapparann. móðir notorious, Voletta Wallace, og tveir af fyrrverandi umboðsmönnum rapparans, þeir Wayne barrow og
mark pitts, sáu um að ráða í hlutverk í
myndina og voru öll sammála um að
ráða sean Kingston í hlutverkið þrátt
fyrir að söngvarinn hefði nánast enga
reynslu af leik. notorius b.I.g. er
goðsögn í rappheiminum en hann var
skotinn til bana árið 1997. sean diddy
Combs kemur til með að framleiða
myndina.
Mynd um
forseta Íran
Leikstjórinn Oliver stone hefur fengið
grænt ljós frá forseta Írans, mahmoud
ahmadinejad, á að gera heimildar-
mynd um forsetann. ahmadinejad
varð forseti Írans árið 2005 eftir að
hafa meðal annars starfað sem
borgarstjóri í teheran. Oliver stone er
þrefaldur óskarsverðalunahafi sem
hlaut Óskarinn fyrir að leikstýra
kvikmyndunum platoon árið 1986,
born on the Fourth of July árið 1989
og fyrir kvikmyndina midnight
express árið 1987. Óvíst er hvenær
kvikmyndin um mahmoud ahjmadin-
ejad kemur út.
Síðasti séns
bíódögum græna ljóssins lauk
síðastliðinn miðvikudag en tæplega
tíu þúsund manns lögðu leið sína í
regnbogann og sáu þær átján myndir
sem í boði voru. Í mörgum tilfellum
komust færri að en vildu á vinsælustu
sýningarnar og vegna fjölda áskorana
var tekin ákvörðun um að halda
sýningum áfram á ellefu vinsælustu
myndunum til dagsins í dag svo
síðasti séns á að sjá myndirnar er í
kvöld. Þær myndir sem áfram verða
sýndar eru sicko, away From Her,
shortbus, the bridge, deliver us From
evil, Cocaine Cowboys, goodbye
bafana, Hallam Foe, die Falscher, Zoo
og nobody Is perfect.
HEljariNNar
tóNlEikafErð
framUNDaN
Mynd Lilja Birgisdóttir
Hljómsveitin Seabear
Heldur í evróputúr með múm í nóvember.