Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Side 18
Tottenham-menn geta nagað sig í
handarbökin eftir að hafa hent frá sér
tveggja marka forystu á lokamínútun-
um. Diomansy Kamara skoraði jöfn-
unarmark Fulham á síðustu mínút-
unni með bakfallsspyrnu og góðum
leik Tottenham lyktaði eingöngu með
einu stigi á meðan Fulham getur unað
sátt við að hafa náð jafntefli.
Það var ekki margt sem benti til þess
að Fulham myndi fá eitthvað út úr þess-
um leik eftir 26 mínútur því þá var Tot-
tenham komið með tveggja marka for-
ystu. Fyrst skoraði Younes Kaboul sitt
fyrsta mark fyrir Tottenham eftir horn-
spyrnu og stuttu síðar skoraði Dimitar
Berbatov annað markið eftir laglega
sókn. Texasdrengurinn Clint Dempsey
minnkaði muninn fyrir Fulham eftir
horn. Flestir bjuggust við því að Totten-
ham væri að gera út um leikinn þegar
Walesverjinn ungi Gareth Bale skoraði
sitt fyrsta mark fyrir Tottenham eftir að
hafa komið frá Southampton. En Ful-
ham neitaði að gefast upp. Fyrst skor-
aði Alexei Smertin með skoti sem fór
í varnarmann og yfir Paul Robinson í
markinu. Fulham hélt trúnni og press-
aði að marki Tottenham undir lokin og
allt ætlaði um koll að keyra á Craven
Cottage þegar Diomancy Kamara jafn-
aði fyrir heimamenn á lokamínútunni.
Tottenham voru betri megnið af leikn-
um og áttu að vera búnir að gera út um
leikinn þegar Fulham loks jafnaði.
Martin Jol, framkvæmdastjóri
Tottenham, sagði eftir leikinn að hann
hafi upplifað himnaríki og helvíti. „Við
litum vel út í leiknum með alla nýju
leikmennina og ungu leikmennirn-
ir stóðu sig vel. Síðan fengum við á
okkur auðvelt mark úr horni eins og
á móti Everton. Í seinni hálfleik kom-
umst við aftur vel inn í leikinn og vor-
um betri en þegar við fengum aftur
á okkur óheppnismark misstum við
frumkvæðið. Síðan skora þeir jöfn-
unarmarkið eftir langt innkast en við
verðum að bæta okkur í því að verj-
ast föstum leikatriðum. Við skoruðum
þrjú mörk á útivelli og það er blóðugt
að þurfa að deila stigunum bara vegna
þess að við náum ekki að verjast inn-
köstum og hornum,“ segir Martin Jol.
Lawrie Sanchez viðurkennir að
Tottenham hafi verið betri í leiknum
en var ánægður með að liðið hafi ekki
gefist upp. „Þú horfir á James Bond
og hugsar með þér af hverju enginn
drepur hann þegar þeir eru með yfir-
höndina því Bond kemur alltaf aftur
og það gerðum við líka í dag. Þegar við
lentum tveimur mörkum undir fannst
mér ljóst að þetta yrði erfiður dagur en
þessi endurkoma okkar kennir áhorf-
endum Fulham að fara ekki fyrr en 90
mínútur eru búnar,“ segir Sanchez.
mánudagur 3. september 200718 Sport DV
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 24,007
fulham
tottenham
niemi, bocanegra, konchesky,
Stefanovic, baird, Smertin (john
79), davies, davis, dempsey,
bouazza (healy 70), kamara.
robinson, Chimbonda, rocha,
kaboul, bale, malbranque
(dawson 84), huddlestone,
jenas, lee, keane (defoe 68),
berbatov.
maður leiksins
Dimitar Berbatov Tottenham
45%
18
5
4
6
13
1
0
55%
17
7
8
14
11
0
0
3:3dempsey 42, Smertin 77, kamara 90. kaboul 10, berbatov 28, bale 61.
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 22,064
bolton
everton
jaaskelainen, hunt (davies 80),
meite, Cid (andrew o’brien 46),
Samuel, Speed, nolan, alonso,
mcCann (Wilhelmsson 56), diouf,
anelka.
howard, jagielka, yobo, lescott,
baines, arteta, neville, Carsley
(gravesen 61), pienaar (osman
70), yakubu (anichebe 84),
johnson.
maður leiksins
Joleon Lescott Everton
42%
12
5
1
11
9
1
0
38%
16
7
5
6
11
3
0
1:2anelka 55. yakubu 11, lescott 90.
oWentottenham tapaði niður tveggja marka forystu
hrakfarir bolton halda áfram
Það tók Yakubu ekki nema ellefu
mínútur að skora fyrir Everton þegar
liðið vann Bolton 1-2 á Reebok-vell-
inum. 10 ár eru síðan Bolton flutti
sig um set frá Burnden Park og yfir á
glæsilegan Reebok-völlinn og voru
hátíðarhöld fyrir leikinn af því tilefni.
Liðið hins vegar stóð ekki undir vænt-
ingum og hefur nú tapað fjórum leikj-
um af fimm í deildinni. Ef ekki á að
fara illa fyrir liðinu þarf liðið að verj-
ast betur en það hefur fengið á sig 11
mörk.
Mark Yakubu kom eftir fallega
sókn þar sem Andy Johnson geystist
upp hægri kantinn og sendi á hinn
rándýra Nígeríumann sem gat ekki
annað en skorað. Bolton átti þó sín
færi og það kom því ekki á óvart þegar
Nicolas Anelka skoraði gull af marki.
Fékk þá boltann á lofti og hamraði
hann í slá og inn. Anelka skrifaði fyr-
ir skömmu undir nýjan samning og
hélt upp á hann með marki af dýrari
gerðinni.
Þegar flest benti til jafnteflis skor-
aði Lescott sigurmarkið og 90 mín-
útur á klukkunni. Skallaði þá horn-
spyrnu Tomas Gravesen í netið.
Markið skrifast alfarið á Mikel Alonso,
bróður Xabi hjá Liverpool, en hann
átti að vera á stönginni fjær í horn-
spyrnunni. Hægt og rólega fjarlægðist
hann stöngina en ef hann hefði staðið
sína plikt hefði hann skallað boltann
í burtu.
„Ég hef sagt við leikmenn mína
að með þessari spilamennsku snýst
lukkan okkur í hag,“ sagði Sammy Lee,
stjóri Bolton, eftir leikinn. „Það hafa
verið í gangi einhverjar sögur um okk-
ar lið og lélega stemningu í búnings-
klefanum. En allir sem sáu þennan
leik gátu séð að það er algjört kjaft-
æði. Það eru alltaf ákveðin vonbrigði
að fá mark á sig úr föstu leikatriði því
við eigum að vera sterkir þar. Við ætl-
uðum að halda markinu hreinu en því
miður tókst það ekki. Ég er hins vegar
viss um að við förum að sjá þau úrslit
sem við eigum skilið,“ sagði Lee.
David Moyes, stjóri Everton, sagði
að Thomas Gravesen hefði gert gæfu-
muninn. Gravesen var að snúa aftur til
leiks fyrir félagið eftir útlegð með Real
Madrid og Glasgow Celtic. „Hann
kom með ró og gerði liðið betra. Hann
er ekki alveg tilbúinn en hann gerði
nokkra hluti virkilega vel og hjálp-
aði til við að vinna þennan leik. Það
var mikilvægt fyrir Yakubu að skora,
en hrósið verður að fara líka til Andy
Johnsons. Þetta var frábær samvinna
hjá framherjunum.“ benni@dv.is
Joleon Lescott eyðilagði 10 ára afmæli Bolton á Reebok-vellinum
með marki á lokaandartökum viðureignar Bolton og Everton:
Viðar GuðJónsson
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
neituðu að gefast upp Þrátt fyrir yfirburði
tottenham neituðu Fulham-menn að gefast upp.
Hér skorar Clint dempsey fyrsta mark Fulham.
Hvað er í gangi? Kevin nolan
var ekki sáttur í leikslok.
Dugði ekki til tottenham
komst í 2-0 gegn Fulham en
glutraði forystunni niður.