Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Qupperneq 32
Orkuveita Reykjavíkur hefur stefnt ís-
lenska ríkinu, sveitarfélaginu Ölfusi,
Grímsnes- og Grafningshreppi og 16
einstaklingum. Meðal þeirra sem rík-
ið stefnir eru Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra og
Guðmundur A. Birgisson, sem seldi
þeim stærsta hluta landsins sem um
er deilt.
Ástæðan fyrir málshöfðuninni er
sú að Orkuveitan keypti árin 1999 og
2000 mikið landsvæði af þessum að-
ilum. Óbyggðanefnd úrskurðaði síðar
að hluti þess lands væri þjóðlendur.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi
Suðurlands í dag.
Vilja landið til baka
Hjörleifur Kvaran, lögmaður Orku-
veitunnar, segir stefnuna einfalda.
„Ríkið seldi okkur land fyrir tugi millj-
óna en tók það svo til baka í gegnum
óbyggðanefnd. Við viljum fá landið til
baka og erum að fara í mál til ógild-
ingar úrskurði óbyggðanefndar.“
Engar kröfur eru gerðar á hendur
einstaklinganna, en þeim er stefnt til
réttargæslu. Lárus Blöndal, verjandi 9
einstaklinga af 16, segir þá sitja sömu
megin borðsins og Orkuveitan. Því
séu allar líkur á að þeir
styðji málflutning Orku-
veitunnar. Hjörleifur
segir hins vegar að þrátt
fyrir að Orkuveitan
leiti eftir stuðningi
einstaklinga, gæti
staðan breyst. „Ef
í ljós kemur að
þeir seldu okkur
meira land en þeir áttu, gæti staðan
orðið erfið.“
Truflar ekki starfsemina
Orkuveitan stefnir, eins og áður
sagði, sveitarfélögunum Ölfusi og
Grímsnes- og Grafningshreppi en sú
stefna snýr einungis að því að Orku-
veitan fái landamerkjakröfu viður-
kennda. Landið sem um ræðir er
að hluta til á Hellisheiðinni þar sem
Orkuveitan hefur verið að bora eftir
gufu til raforkuframleiðslu. Hjörleif-
ur segir þetta mál ekki hafa áhrif á
starfsemi Orkuveitunnar. „Við höfum
öll leyfi til borunar og því mun þetta
ekki hafa nein áhrif á gang mála. Við
viljum engar fébætur heldur viljum
við einungis landið sem við keyptum
til baka.“
Guðmundur A. Birgisson seg-
ist hissa á Orkuveitunni að blanda
landeigendum í málið. „Það eru lið-
in átta ár síðan þessi viðskipti gengu
í gegn og þetta kemur okkur land-
eigendum ekkert við lengur. Ef Orku-
veitan telur sig eiga að fá einhvern
afslátt af landinu vegna úrskurðar-
ins munum við frekar taka við land-
inu aftur og fá þá bara endurgreitt
með vöxtum. Reyndar þykir okkur úr-
skurður óbyggðanefndar óskiljanleg-
ur og skiljum ekki þessi vinnubrögð
ríksins. Þau eru alveg út úr kortinu.
Ég hef enga trú á öðru en að Orkuveit-
unni verði dæmt í hag. Það væri best
fyrir alla“
mánudagur 3. september 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910
FréTTaskoT
5 1 2 7 0 7 0
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur.
Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins.
Vildu þeir kaupa mig?
STEFNA LANDEIGENDUM
VEGNA KRAFNA RÍKISINS
Orkuveitan í mál við ríki, einstaklinga og sveitarfélög vegna eftirmála jarðakaupa:
rigningin stöðvaði kvartmíluna Áhugamenn um kvartmílu fjölmenntu í Kapelluhraun þar sem ökumenn gáfu vel í á
kvartmílubrautinni. Keppnin fór vel af stað og setti Kristján Skjóldar frá Akureyri met í OF-flokki. Seinna dró hins vegar ský fyrir
sólu og fór að rigna. Fljótt varð allt á floti og varð að fresta keppni þegar búið var að klára þrjá flokka en úrslit eftir í nokkrum.
Slökkviliðið í
sunnudagssteikina
Metnaðarfull húsmóðir í
Reykjavík fékk heldur fleiri gesti í
sunnudagssteikina en hún hafði
gert ráð fyrir. Athugull nágranni
sá reyk leggja út úr íbúð konunnar
og taldi að um lausan eld væri að
ræða. Svo reyndist ekki vera held-
ur var húsmóðirin metnaðarfulla
að grilla lambalæri úti á svölum.
Ekki fylgir sögunni hvort steik-
in hafi brunnið né heldur hvort
slökkviliðsmönnum, sem bar að
garði, hafi verið boðið í mat.
Þetta var annað af tveimur
útköllum slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins seinnipartinn í gær.
Hitt útkallið reyndist sem betur fer
einnig misskilningur.
Rússaflug með
Íslandsfisk
Flateyringar varpa öndinni létt-
ar nú þegar hyllir undir að vinnsla
í frystihúsinu hefjist að nýju eftir
tveggja mánaða hlé. ,,Það er allt á
fleygiferð. Ég vonast til að geta hafið
vinnslu innan tveggja vikna,” segir
Kristján Erlingsson, framkvæmda-
stjóri og einn eigenda Oddatá-
ar ehf. sem er að hefja fiskvinnslu
á Flateyri. Áætlað er að 30 manns
muni vinna hjá Oddatá sem mun
sérhæfa sig í vinnslu á lausfrystum
og sprautusöltuðum flökum sem
verða flutt með flugi á Evrópumark-
að. Til flutningsins áformar Kristján
að nota rússneska þotu sem tekur 10
tonn í ferð.
,,Við erum með til skoðunar að
láta hana koma við á Ísafirði. Vand-
inn er sá að brautin þar er svo stutt að
hún gæti aðeins tekið 6,5 tonn í ferð.“
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
orkuveita reykjavíkur
Stefnir ríkinu vegna úrskurðar
óbyggðanefndar.
Þorgerður
katrín
Menntamálaráð-
herra er ein
þeirra sem er
stefnt.
Formaco kærir
verkalýðsforingja
Formaco ehf. ætlar að stefna Vil-
hjálmi Birgissyni, formanni Verka-
lýðsfélags Akraness, fyrir rógburð.
Vilhjálmur lagði inn kæru á hendur
fyrirtækinu hjá lögreglunni á Akra-
nesi fyrir að vera með fjölda Litháa
í vinnu án lögbærrar skráningar og
kæran er til meðferðar hjá embætt-
inu.
Ragnar Jóhannsson, eigandi
Formaco ehf., vísar því alfarið á bug
og segir fyrirtækið ætíð hafa farið að
lögum í starfsemi sinni. Hann segir
bilun á vefsíðu Vinnumálastofnunar
orsök þess að skráningarnar misfór-
ust. Ragnar hefur beðið lögfræðing
fyrirtækisins að undirbúa málsókn
á hendur verkalýðsfélaginu og for-
manninum fyrir niðrandi ummæli.
Björgólfur Guðmundsson, stjórn-
arformaður Landsbankans, staðfest-
ir í viðtali við tímaritið Observer, sem
kom út í gær, að öllu upplagi bókar-
innar um Thors-ættina, þúsundum
eintaka, hafi verið hent sökum þess
að hann var óánægður með hluta
hennar. Hann segir Guðmund Magn-
ússon, höfund bókarinnar, hafa sæst
á að endurskrifa þann hluta sem
snýr að fyrrverandi eiginmanni konu
hans, Þóru Hallgrímsson, og hlut-
deild eiginmannsins í stofnun nas-
istaflokks í Bandaríkjunum í lok
sjötta áratugs síðustu aldar.
Bókin Thorsararnir, Auður, völd
og örlög var gefin út af Eddu-útgáfu
2005, bókaforlagi þá í eigu Björgólfs.
Sagan fjallar um Thors-ættina víð-
frægu. Björgólfur
var ósáttur með
skrif um eigin-
konu sína og fyrr-
verandi eigin-
mann hennar, líkt
og kemur fram í
viðtalinu við Ob-
server. „Þetta
var ósanngjarnt
gagnvart saklausu
fólki. Bókin átti að
fjalla um ættina
en skyndilega var
saga hennar, og
fyrrverandi eiginmanns hennar fyr-
ir 50 árum, orðin að aðalatriði. Þetta
kom heildamyndinni ekkert við,“ seg-
ir Björgólfur í viðtalinu.
Í viðtalinu staðfestir Björgólf-
ur einnig vilja sinn til að kaupa DV, í
samstarfi við son sinn Björgólf Thor
Björgólfsson, kaupsýslumann og
einkabarn þeirra hjóna, eftir um-
fjöllun blaðsins um förgun bókanna.
Hann segir tilganginn hafa verið þann
að leggja blaðið niður vegna umfjöll-
unarinnar. „Ég er ekki hrifinn af því
að stjórna öllum hlutum. En við höf-
um fjölmiðla á Íslandi svipaða þeim
sem eru á Englandi. Auðvitað vilja
menn vera fyrstir með fréttirnar og ég
er vanur því sem þekkt persóna.“
Guðmundur Magnússon vildi
ekki tjá sig um málið að öðru leyti
en því að hann hafi verið sáttur með
bókina sem út kom.
trausti@dv.is
Björgólfur Guðmundsson staðfestir að hafa látið farga bókum:
Ósanngjörn skrif gagnvart saklausu fólki
Óánægður
Björgólfur segist
hafa verið ósáttur
við skrifin og þess
vegna látið breyta.
Stopp á hádegi
Vinnumálastofnun hefur farið
þess á leit við sýslumanninn á Seyð-
isfirði að stöðva starfsemi þýsk/
pólska fyrirtækisins Hunnebeck
Polska á virkjunarsvæðinu á Kára-
hnjúkum.
Stofnunin hefur lagt fram ítrek-
aðar beiðnir þess efnis að fyrirtækið
komi málefnum sínum í lag þannig
að samræmist landslögum. Fram
til þessa hafa skráningar erlendra
starfsmann á vegum Hunnebeck
Polska verið í molum og fékk það
frest fram til hádegis í dag að bæta
úr. Ef það verður ekki gert mun
sýslumaður stöðva starfsemina.
Vélhjólamenn
meiddust
Tveir vélhjólamenn meiddust
þegar fólksbíl var ekið af Grinda-
víkurvegi inn á Reykjanesbraut á
fimmta tímanum í gær. Ökumaður
bílsins hélt sig kominn inn á tvöföld-
un Reykjanesbrautarinnar og hugð-
ist taka fram úr húsbíl. Skyndilega
sá hann vélhjólamennina koma á
móti sér og náði með naumindum
að beygja inn á rétta akrein. Öku-
menn vélhjólanna fipuðust og duttu.
Þeir voru fluttir með sjúkrabílum á
bráðamóttöku Landspítalans í Foss-
vogi en voru ekki í lífshættu.
Annar mannanna hlaut töluverða
áverka en báðir voru þeir útskrifað-
ir í gær.