Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 23
DV Sport mánudagur 3. september 2007 23 landsbankad. karla Víkingur - Valur 1-5 Staðan Lið L u J t m st 1. FH 15 10 4 1 36:19 34 2. Valur 15 9 4 2 36:18 31 3. Ía 15 7 4 4 28:22 25 4. Fylkir 15 7 3 5 17:16 24 5. breiðablik 15 4 7 4 22:14 19 6. Keflavík 15 5 4 6 23:25 19 7. HK 15 4 3 8 14:30 15 8. Fram 15 3 4 8 21:27 13 9. Víkingur 15 3 4 8 14:26 13 10. Kr 15 2 5 8 12:26 11 spænska úrvalsd. Levante - Murcia 0-0 R. Zaragoza - Racing S. 1-1 Almeria - Valencia 1-2 Barcelona - A. Bilbao 3-1 Getafe - Recreativo 1-1 Real Betis - Espanyol 2-2 Valladolid - Deportivo 2-2 A. Madrid - Mallorca 1-1 Villarreal - Real Madrid 0-5 Staðan Lið L u J t m st 1. r. madrid 2 2 0 0 7:1 6 2. mallorca 2 1 1 0 4:1 4 3. barcelona 2 1 1 0 3:1 4 4. Valladolid 2 1 1 0 3:2 4 5. murcia 2 1 1 0 2:1 4 6. sevilla 1 1 0 0 4:1 3 7. almeria 2 1 0 1 4:2 3 8. Valencia 2 1 0 1 2:4 3 9. Villarreal 2 1 0 1 3:5 3 10. r. betis 2 0 2 0 3:3 2 11. racing 2 0 2 0 1:1 2 12. recreat. 2 0 2 0 2:2 2 13. Osasuna 1 0 1 0 0:0 1 14. a.madrid 2 0 1 1 2:3 1 15. espanyol 2 0 1 1 2:3 1 16. Zaragoza 2 0 1 1 2:3 1 17. a. bilbao 2 0 1 1 1:3 1 18. deport. 2 0 1 1 2:5 1 19. Levante 2 0 1 1 0:3 1 20. getafe 2 0 1 1 2:5 1 þýska úrvalsdeildin Schalke - B. Leverkusen 1-1 E. Cottbus - Nurnberg 1-1 Hannover - Bochum 3-2 H. Rostock - Dortmund 0-1 Hertha Berlin - Wolfsburg 2-1 Duisburg - Bielefeld 3-0 Werder B. - Frankfurt 2-1 Hamburg - B. München 1-1 Karlsruhe - Stuttgart 1-0 Staðan Lið L u J t m st 1. bayern m. 4 3 1 0 11:1 10 2. bochum 4 2 1 1 8:7 7 3. bielefeld 4 2 1 1 7:6 7 4. Frankfurt 4 2 1 1 5:4 7 5. W. bremen4 2 1 1 5:7 7 6. Hamburg 4 2 1 1 4:3 7 7. schalke 4 1 3 0 8:5 6 8. duisburg 4 2 0 2 7:5 6 9. Hertha b. 4 2 0 2 5:5 6 10. dortmu. 4 2 0 2 6:7 6 11. Hannov. 4 2 0 2 5:7 6 12. Karlsruh. 4 2 0 2 4:5 6 13. Leverk. 4 1 2 1 4:2 5 14. Wolfsb. 4 1 1 2 6:7 4 15. stuttgart 4 1 1 2 4:6 4 16. nurnb. 4 1 1 2 3:5 4 17. Cottbus 4 0 2 2 2:6 2 18. rostock 4 0 0 4 1:7 0 sænska úrvalsdeildin Empoli - Inter Milan 0-2 Atalanta - Parma 2-0 Cagliari - Juventus 2-3 Catania - Genoa 0-0 Livorno - Palermo 2-4 Roma - Siena 3-0 Torino - Reggina 2-2 Udinese - Napoli 0-5 Sampdoria - Lazio 0-0 Staðan Lið L u J t m st 1. roma 2 2 0 0 5:0 6 2. Juventus 2 2 0 0 8:3 6 3. atalanta 2 1 1 0 3:1 4 4. Inter 2 1 1 0 3:1 4 5. sampd. 2 1 1 0 2:1 4 6. napoli 2 1 0 1 5:2 3 7. milan 1 1 0 0 3:0 3 8. Fiorentina 1 1 0 0 3:1 3 9. Cagliari 2 1 0 1 4:3 3 10. palermo 2 1 0 1 4:4 3 11. torino 2 0 2 0 4:4 2 12. reggina 2 0 2 0 3:3 2 13. Catania 2 0 2 0 2:2 2 14. Lazio 2 0 2 0 2:2 2 15. parma 2 0 1 1 2:4 1 16. genoa 2 0 1 1 0:3 1 17. udinese 2 0 1 1 1:6 1 18. empoli 2 0 0 2 1:5 0 19. siena 2 0 0 2 1:5 0 20. Livorno 2 0 0 2 3:9 0 Úrslit helgarinnar FH og Breiðablik mættust í undanúr- slitum VISA-bikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gær. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og það voru að lokum FH-ingar sem tryggðu sér 3- 1 sigur í framlengingunni. Sigur FH var sanngjarn. FH mætir annaðhvort Fylki eða Fjölni, sem mætast í kvöld. FH hóf leikinn betur í gær. FH- ingar sóttu meira, án þess þó að skapa sér nægilega góð færi á fyrstu mínút- um leiksins. Matthías Vilhjálmsson komst þó næst því á 5. mínútu þegar hann átti skalla að marki Blika sem Casper Jacobsen varði. Prince Mathilda var næst því að skora fyrir Breiðablik í fyrri hálf- leik. Fyrst átti hann skot sem Daði Lárusson, markvörður FH, varði og skömmu síðar skaut hann rétt framhjá marki FH eftir að hafa leikið laglega á tvo varnarmenn. FH-ingar réðu ferðinni í fyrri hálf- leik og Dennis Siim og Matthías Guð- mundsson áttu ágætis marktilraunir en allt kom fyrir ekki. Blikar vildu fá vítaspyrnu á 39. mínútu þegar boltinn virtist fara í höndina á Sverri Garð- arssyni. Garðar Örn Hinriksson dóm- ari sá hins vegar enga ástæðu til að dæma, við litla hrifningu Blika. Staðan í hálfleik var 0-0 en mið- að við spilamennsku liðanna var að- eins spurning hvenær fyrsta markið liti dagsins ljós. Það gerðist þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Mörkin komu í síðari hálfleik FH-ingurinn Tommy Nielsen átti þá sendingu fyrir mark Breiðabliks, boltinn fór í Nenad Petrovic og beint fyrir fætur Ásgeirs Gunnars Ásgeirs- sonar, sem skoraði með skoti í þaknet- ið á marki Blika. Fjórða mark Ásgeirs Gunnars í tveimur leikjum. Blikar náðu að jafna metin á 65. mínútu. Árni Kristinn Gunnarsson átti þá misheppnað skot að marki FH. Prince Mathilda náði að leggja boltann fyrir sig og skoraði með skoti framhjá Daða í markinu. Við þetta opnaðist leikurinn og bæði lið fengu tækifæri til að klára leikinn í venjulegum leiktíma. Srdjan Gasic átti skalla eftir hornspyrnu á 79. mínútu sem Daði varði og í næstu sókn átti Davíð Þór Viðarsson skot sem varnarmaður Breiðabliks náði að bjarga á marklínu. Á 86. mínútu fékk Tryggði Guð- mundsson FH-ingur dauðafæri til að skora en skot hans fór framhjá marki Breiðabliks. Breiðablik fékk svo síð- asta marktækifærið í venjulegum leik- tíma þegar Árni Kristinn lék Dennis Siim upp úr skónum, sendi fyrir mark- ið á Nenad Zivanovic sem átti slakt skot að marki FH. FH betri í framlengingunni 1-1 eftir venjulega leiktíma og því þurfti að framlengja. FH-ingar hófu framlenginguna af miklum krafti. Sigurvin Ólafsson átti fyrsta færið á fyrstu mínútunni þegar hann ákvað að skjóta í stað þess að gefa boltann á Tryggva Guðmundsson, sem var í betra færi. Guðmann Þórisson náði að komast fyrir skotið hjá Sigurvin og bægja hættunni frá. Á 94. mínútu fékk svo Arnar Gunn- laugsson algjört dauðafæri, einn á móti Casper í markinu, en skot hans fór rétt framhjá stönginni. FH náði loks að brjóta ísinn á 100. mínútu. Davíð Þór átti þá skalla að marki sem Casper varði. Davíð Þór náði frákastinu, aftur varði Casper, boltinn barst til Tryggva Guðmunds- sonar sem skoraði af stuttu færi. Þrátt fyrir að hafa forystu voru FH- ingar líklegri til að bæta við marki en Blikar. Sigurvin Ólafsson og Arnar Gunnlaugsson fengu báðir færi til að skora en Casper markvörður sá við þeim. Breiðablik gerði annað tilkall til að fá vítaspyrnu í framlengingunni þeg- ar boltinn fór augljóslega í höndina á Frey Bjarnasyni, varnarmanni FH, innan vítateigs en aftur sá Garðar Örn enga ástæðu til að flauta. Atli Guðnason gerði svo út um vonir Breiðabliks á síðustu mínútu framlengingarinnar. Tryggði Guð- mundsson komst upp að endalínu, sendi boltann á fjærstöngina þar sem Atli var réttur maður á réttum stað og skoraði. Skömmu síðar flautaði Garð- ar Örn til leiksloka. 3-1, sanngjarn sig- ur FH staðreynd og Hafnarfjarðarliðið komið í úrslit VISA-bikars karla. FH mætir annaðhvort Fylki eða Fjölni í úrslitum. Sigurinn sanngjarn Sverrir Garðarsson átti góðan leik í vörn FH og hann var í sigurvímu þeg- ar DV náði tali af honum eftir leikinn. „Þetta var mjög erfiður leikur. Þeir (Breiðablik) eru með gott lið og við vissum að þetta yrði mjög erfitt. Þetta var markmið hjá okkur fyrir tímabil- ið, að vinna bikarinn og vonandi tekst það,“ sagði Sverrir og bætti við að sig- urinn hafi verið sanngjarn. „Þetta var hörkuleikur, tvö góð lið. Þetta hefði getað dottið báðum meg- in. Við vorum yfirvegaðir á lokakaflan- um og kláruðum þetta eins og sönn- um meisturum sæmir,“ sagði Sverrir að lokum. Daði Lárusson, fyrirliði FH, var að vonum ánægður eftir leikinn. „Mér fannst við stjórna þessu frá upp- hafi til enda, þannig séð. Við náðum ekki að nýta góð færi sem við sköpuð- um okkur. Sömuleiðis vorum við ekki að skapa okkur nógu mörg færi. Við vildum auðvitað klára þetta í venju- legum leiktíma og vorum klaufar að fá á okkur mark. Smá einbeitingarleysi,“ sagði Daði. Hann sagði einnig að það væri ákveðinn léttir að vera loksins komnir í úrslitaleikinn. „Ég veit ekki hvað það er, hvort það sé einhver grýla sem fylgir okkur í þessari bikarkeppni. Við vorum bara staðráðnir í því að fara alla leið þetta árið og klára þetta. Það er alveg ljóst að við erum mjög hungraðir í þennan bikar,“ sagði Daði og bætti við að það væru engir óska- mótherjar í úrslitum. „Ef maður lítur á pappírana von- ar maður auðvitað að fá Fjölni en það verður jafnerfitt að mæta Fylki og Fjölni. Við mætum bara því liði sem á skilið að fara í úrslitaleikinn,“ sagði Daði að lokum. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að FH hafi átti sigur- inn skilið. „FH-ingar voru miklu betri í fyrri hálfleik. Við ógnuðum þeim ekki eins og við ætluðum okkur að gera. Þeir náðu að brjóta okkur niður. Við vorum heppnir að vera ekki búnir að fá á okkur mark í hálfleik. Síðan fannst mér við ná aðeins betri tökum á þessu í seinni hálfleik. Mér fannst við ná góðum tökum á leiknum eftIr að við skoruðum. Við eigum þarna tvö færi í lok leiksins þar sem við hefðum getað stolið sigri. Svo þegar þeir skora annað markið þurftum við að taka sénsa, það er alveg ljóst. Þá brotnar leikurinn. FH-ingar voru betri í heildina og áttu sigurinn skilið,“ sagði Ólafur og viður- kenndi að hann væri eilítið svekktur. „Þegar maður er kominn svona ná- lægt þessu er maður auðvitað svekkt- ur. En það þýðir ekkert að hengja sig á það. Það kemur nýr dagur á morgun og við verðum bara að sætta okkur vi ð þetta,“ sagði Ólafur. Þegar hann var spurður að því hvort Breiðablik hafi átt að fá víti í leiknum var svarið stutt og hnitmiðað. „Nei,“ sagði Ólafur að lokum. FH tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik VISA-bikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Breiðabliki í skemmtilegum, framlengdum leik. FH hefur aldrei unnið bikarinn og mæt- ir annaðhvort Fylki eða Fjölni sem mætast í kvöld. Fh loksins í Úrslit dagur Sveinn dagbjartSSon blaðamaður skrifar: dagur@dv.is 3 1 FH BREIÐABLIK Mörk:Prince Mathilda (65.).Mörk: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (52.), Tryggvi Guðmundsson (100.), Atli Guðnason (120.). FH hafði betur tryggvi guðmundsson og félagar hans í FH unni breiðablik í framlengdum leik, 3-1. bikar-grýlan á bak og burt FH-ingar hafa átt erfitt með að komast í úrslit bikarsins undanfarin ár en tókst það í gær. dv Mynd SteFán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.