Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 12
Liverpool komst í efsta sæti ensku úr- valsdeildarinnar í fyrsta sinn í fimm ár þegar liðið vann 6–0 sigur á Derby á heimavelli. Liverpool vann Toulouse 4–0 í síðustu viku og hefur þar með skorað tíu mörk á heimavelli í síðustu tveimur leikjum. Liverpool hefur unn- ið þrjá leiki og gert eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Það er besta byrjun Liverpool í deildinni frá 1998. Steven Gerrard og Jamie Carrag- her voru fjarri góðu gamni. Það virtist hafa lítil áhrif á leik Liverpool því leik- menn Liverpool höfðu öll völd á vellin- um. Nýliðar Derby voru hálfbrjóstum- kennanlegir um tíma í leiknum. Derby komst aldrei í takt við leikinn og réð engan veginn við hraðann hjá Liver- pool. Xabi Alonso kom Liverpool á bragðið eftir 27. mínútna leik. Alonso tók aukaspyrnu af um 40 metra færi, boltinn sigldi framhjá hverjum mann- inum á fætur öðrum og í netið. Send- ing sem endaði sem mark og Liverpool komið í 1–0. Skömmu áður en dómarinn flaut- aði til leikhlés skoraði Ryan Babel sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Babel fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Derby, lék á tvo varnarmenn og skoraði með fallegu skoti í bláhornið. Fallegt mark og Liverpool leiddi 2–0 í hálfleik. Á 56. mínútu vann Argentínumað- urinn Javier Mascherano boltann af miklu harðfylgi, Fernando Torres fékk boltann, lék á þrjá varnarmenn Derby áður en hann renndi boltanum lag- lega í markið. 3–0 og aðeins spurning hversu stór sigur Liverpool yrði. Xabi Alonso var aftur á ferðinni á 69. mínútu. Ryan Babel sendi boltann inn á teiginn, Yossi Benayoun átti skot sem fór í varnarmann. Boltinn barst til Alonso sem skoraði með góðu skoti. Andriy Voronin kom inn á sem varamaður í lið Liverpool á 73. mínútu og þremur mínútum síðar hafði hann komið boltanum í netið hjá Derby. Dirk Kuyt skaut að marki, Bywater, markvörður Derby, varði boltann og Voronin var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Tveimur mínútum síðar rak Fern- ando Torres síðasta naglann í kistu Derby. Andy Todd, varnarmaður Derby, átti þá arfaslaka sendingu aftur til markmannsins. Torres náði boltan- um, lék á markvörðinn og skoraði ör- ugglega. 6–0 sigur Liverpool niðurstaðan og besta byrjun liðsins í ensku úrvals- deildinni frá 1998 staðreynd. Liverpool er með breiðan hóp og mun eflaust gera harða atlögu að meistaratitlinum. Vildi sjá Kuyt skora „Við lékum mjög vel í fyrri hálfleik, við opnuðum svæði, sendum bolt- ann vel á milli manna og vorum mjög hreyfanlegir. Ég var ánægður með öll mörkin, en markið hjá Ryan Babel var líklega það besta. Það var einnig gam- an að sjá Fernando Torres halda áfram að skora og Xabi Alonso hefði getað skorað þrennu. Þegar Voronin kom inn á komst hann strax í takt við leikinn og skoraði. Ég vildi sjá Dirk Kuyt skora því hann hefur unnið vel og opnað svæði fyrir aðra leikmenn. Það var gott að skora fyrst fjögur og svo sex fyrir framan okk- ar stuðningsmenn á einni viku,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Billy Davies, stjóri Derby, reyndi hvað hann gat til að halda höfði eftir útreiðina á Anfield. „Ég er sannfærð- ur um að með tímanum munum við komast í takt við deildina. Ég hef sagt það áður að tímabilið hjá okkur byrj- ar í raun ekki fyrr en lokað verður fyrir leikmannakaup. Nú er það búið og við erum komnir með leikmenn. Við erum með sex leikmenn meidda. Ég er raunsær, ég veit í hvaða stöðu við erum þegar við spilum við lið eins og Liverpool. Ég er vonsvikinn með úrslitin. Að sýna svona agaleysi er mjög svekkjandi. Við gerðum klaufaleg mistök og sumir af mínum leikmönn- um eru ekki nægilega hugaðir. Þeir standa og dást að heimsklassaleik- mönnum og leyfa þeim að spila. Við getum aðeins gert okkar besta gegn liðum eins og Liverpool. Ég er ekki að gagnrýna einhvern einn leikmann, við erum í þessu saman,“ sagði Davies. mánudagur 3. september 200712 Sport DV með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 44,076 LiverpooL Derby county reina, finnan, hyypia, agger, arbeloa, pennant (benayoun 61), mascherano (Sissoko 77), alonso, babel (Voronin 73), torres, kuyt. bywater, griffin (moore 80), malcolm (teale 59), davis, Camara (mceveley 63), todd, fagan, oakley, mears, pearson, howard. maður Leiksins Fernando Torres Liverpool 66% 23 11 3 4 10 0 0 34% 7 3 2 2 14 1 0 6:0alonso 27, 69, babel 45, torres 56, 78, Voronin 76, enska úrvalsdeildin Bolton - Everton 1-2 0-1 (11.) Yakubu, 1-1 (55.) anelka, 1-2 Lescott. Fulham - Tottenham 3-3 0-1 (10.) Kaboul, 0-2 (28.) berbatov, 1-2 (42.) dempsey, 1-3 (61.) bale, 2-3 (77.) smertin, 3-3 (90.) Kamara. Liverpool - Derby 6-0 1-0 (27.) alonso, 2-0 (45.) babel, 3-0 (56.) torres, 4-0 (69.) alonso, 5-0 (76.) Voronin, 6-0 (78.) torres. Middlesbrough - Birmingham 2-0 1-0 (12.) Wheater, 2-0 (37.) downing. Newcastle - Wigan 1-0 1-0 (87.) Owen. Reading - West Ham 0-3 0-1 (6.) bellamy, 0-2 (49.) etherington, 0-3 (90.) etherington. Man. United - Sunderland 1-0 1-0 (72.) saha. Arsenal - Portsmouth 3-1 1-0 (8.) adebayor víti, 2-0 (35.) Fabre- gas, 3-0 (59.) rosicky, 3-1 (60.) Kanu. Blackburn - Man. City 1-0 1-0 (13.) mcCarthy. Aston Villa - Chelsea 2-0 1-0 (47.) Knight, 2-0 (88.) agbonlahor. Staðan Lið L u J t m st 1. Liverpool 4 3 1 0 11:2 10 2. arsenal 4 3 1 0 7:3 10 3. Chelsea 5 3 1 1 7:6 10 4. everton 5 3 1 1 8:5 10 5. man.City 5 3 0 2 4:2 9 6. newcastle 4 2 2 0 6:3 8 7. blackb. 4 2 2 0 5:3 8 8. man.utd. 5 2 2 1 3:2 8 9. Wigan 5 2 1 2 6:4 7 10. West H. 4 2 1 1 5:3 7 11. aston V. 4 2 1 1 5:3 7 12. middles. 5 2 1 2 7:6 7 13. portsm. 5 1 2 2 7:8 5 14. tottenh. 5 1 1 3 8:8 4 15. Fulham 5 1 1 3 8:10 4 16. birming. 5 1 1 3 6:9 4 17. sunderl. 5 1 1 3 3:8 4 18. reading 5 1 1 3 2:8 4 19. bolton 5 1 0 4 7:10 3 20. derby 5 0 1 4 3:15 1 enska 1. deildin Sheff. Wed. - Bristol City 0-1 Colchester - Burnley 2-3 - Jóhannes Karl guðjónsson var ekki í leikmannahópi burnley. Cr. Palace - Charlton 0-1 Norwich - Cardiff 1-2 Plymouth - Leicester 0-0 Q.P.R. - Southampton 0-3 Scunthorpe - Sheff. Utd 3-2 Stoke - Wolves 0-0 Watford - Ipswich 2-0 W.B.A. - Barnsley 2-0 Coventry - Preston 2-1 Staðan Lið L u J t m st 1. Coventry 4 3 1 0 8:3 10 2. Watford 4 3 0 1 6:5 9 3. bristol C. 4 2 2 0 6:4 8 4. scuntho. 4 2 1 1 7:5 7 5. Wolves 4 2 1 1 6:4 7 6. Ipswich 4 2 1 1 6:4 7 --------------------------------------------------------- 19. sheff. u. 4 1 1 2 5:6 4 20. norwich 4 1 1 2 4:5 4 21. barnsley 4 1 1 2 6:10 4 22. Q.p.r. 3 0 1 2 2:7 1 23. preston 4 0 1 3 1:7 1 24. sheff. W. 4 0 0 4 4:11 0 enska 2. deildin Bournemouth - Port Vale 0-1 Brighton - Southend 3-2 Bristol R. - N. Forest 2-2 Carlisle - Cheltenham 1-0 Gillingham - Walsall 2-1 Hartlepool - Oldham 4-1 Leeds - Luton 1-0 L. orient - Northampton 2-2 Millwall - Huddersfield 1-2 Swansea - Doncaster 1-2 Swindon - Crewe 1-1 Yeovil - Tranmere 1-1 Staðan Lið L u J t m st 1. L. Orient 4 3 1 0 7:3 10 2. Carlisle 4 3 1 0 5:1 10 3. Hartlep. 4 3 0 1 9:4 9 4. Huddersf. 4 3 0 1 4:3 9 --------------------------------------------------------- 21. Oldham 4 1 0 3 3:7 3 22. northam.4 0 2 2 5:7 2 23. Walsall 4 0 1 3 3:7 1 24. Leeds 4 4 0 0 9:3 -3 ÚrsLit í enskaDerby County sá aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Liverpool á Anfield. Steven Gerrard var ekki með Liverpool í leiknum. Það kom hins vegar ekki að sök því Liverpool vann 6–0. daGur SVeinn daGbjartSSon blaðamaður skrifar: dagur@dv.is LiverpooL sýnDi sínar bestu hLiðar Mark eftir þrjár mínútur andriy Voronin hafði aðeins verið á vellinum í þrjár mínútum þegar hann skoraði fimmta mark Liverpool. Kominn í gírinn Fernando torres virðist falla eins og flís við rass í liði Liverpool. Kom þeim á bragðið Xabi alonso skoraði fyrsta mark leiksins með undarlegu marki af um 40 metra færi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.