Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 21
Middlesbrough tók á móti Birm-
ingham á Riverside-vellinum á laug-
ardaginn. Leikurinn endaði 2-0 fyrir
Middlesbrough og Birmingham hef-
ur ekki unnið Middlesbrough á úti-
velli í 27 ár.
Varnarmaðurinn David Wheater
kom Middlesbrough í 1-0 með skalla,
eftir sendingu frá Andrew Taylor á
12. mínútu. Það var svo enski lands-
liðsmaðurinn Stuart Downing sem
tryggði heimamönnum sigur með
marki af stuttu færi, átta mínútum
fyrir leikhlé.
Middlesbrough var mun betri að-
ilinn í leiknum og sigur liðsins var
aldrei í hættu. Gareth Southgate,
stjóri Middlesbrough, stillti upp sama
byrjunarliði og gerði jafntefli við New-
castle. Gary O‘Neil, sem Middles-
brough keypti á föstudaginn, var ekki
í leikmannahópi Middlesbrough.
„Ég er hæstánægður með síðari
hálfleikinn. Við vorum 2-0 yfir, við
tókum fótinn aldrei af bensíngjöfinni
og héldum áfram að sækja. En á sama
tíma gáfum við þeim ekki of mörg
færi. Þetta var góð frammistaða og
mér fannst við spila mjög vel,“ sagði
Southgate eftir leikinn.
Steve Bruce, stjóri Birmingham,
var fámáll í leikslok. „Ég ætla ekki að
vera með neitt þvaður, við vorum gjör-
samlega vonlausir. Þetta var hræði-
leg frammistaða. Við létum Middles-
brough líta út eins og heimsmeistara.
Við fengum spark í afturendann og
betra liðið vann,“ sagði Bruce.
dagur@dv.is
Síðast þegar West Ham kom í heim-
sókn á Madejski-völlinn í fyrra
niðurlægði Reading þá 6-0. Það
var aldrei líklegt á laugardag því
Reading-liðið var slakt og West Ham
vann sannfærandi og nokkuð auð-
veldan 3-0 sigur.
Leikurinn var ekki nema fjögurra
mínútna gamall þegar Lee Bow-
yer gaf frábæra stungusendingu
á Craig Bellamy sem hljóp af sér
Ívar Ingimarsson og skoraði fram-
hjá bandaríska þungarokkaranum
Marcus Hahnemann. Bellamy virk-
ar í feiknaformi en hann skoraði tvö
mörk gegn Barnsley í vikunni þegar
liðið komst áfram í deildarbikarn-
um. Mark Noble, Bowyer og Ether-
ington fengu síðan allir góð færi eftir
markið en klikkuðu. Matthew Eth-
erington skoraði svo gull af marki
á 49. mínútu þegar hann tók falleg-
an þríhyrning við Bellamy og þrum-
aði framhjá Hahnemann. West Ham
lá til baka og beitti skyndisóknum.
Ívar og Michael Duberry, miðverð-
ir Reading, áttu ekki möguleika í
hraða Bellamy og Etherington sem
létu ljós sitt skína.
Reading-menn neituðu þó að
gefast upp og Robert Green, mark-
vörður West Ham, braut á Dave
Kitson innan teigs og góður dóm-
ari leiksins, Howard Webb, gat lítið
annað gert en að flauta vítaspyrnu.
Kevin Doyle tók spyrnuna en Green
gerði sér lítið fyrir og varði vel. Þegar
venjulegur leiktími var að líða und-
ir lok skoraði Etherington annað
mark sitt með góðu skoti. Frábærri
skyndisókn lauk með því að Ether-
ington tók á mikinn sprett frá miðju-
línu og skoraði með föstu skoti. Úr-
slitin 3-0 og sigurinn aldrei í hættu.
Stoltur af frammistöðunni
Alan Curbishley, stjóri West
Ham, var að vonum kátur eftir leik-
inn og sagði að mark Bellamy í byrj-
un hefði gefið sínu liði draumabyrj-
un. „Við byrjum leikinn náttúrulega
frábærlega og markið frá Craig var
frábært. Reading pressaði á okkur
en við lékum vel og létum þá finna
til tevatnsins. Ég missti tölu á öllum
færunum okkar og mér fannst þetta
verðskuldaður sigur. Ég er virkilega
stoltur af frammistöðu leikmanna
minna og enn ánægðari með úr-
slitin. En hins vegar á Reading hrós
skilið því þeir gáfust aldrei upp. Hins
vegar fengum við fjölmörg færi einn
á móti markmanni þeirra og áttum
að nýta þau betur, við vorum hálf-
gerðir klaufar fyrir framan markið.
En við sýndum að við erum með
gott lið og það mun enginn vanmeta
okkur.“
Vonbrigði
Steve Coppell, stjóri Reading,
var ekki sáttur við varnarleik sinna
manna. „Þeir komu of auðveldlega
á okkur í skyndisóknum. Það var svo
augljóst hvernig þeir spiluðu og við
áttum að geta gert betur. Þeir náðu
einhvern veginn alltaf að koma okkur
í opna skjöldu. Þetta var bara einfald-
lega barnalegt af okkur og við verðum
að skoða okkar gang.“ Coppell viður-
kenndi að viðvörunarbjöllurnar séu
farnar að klingja í Reading.
„Það eru viðvörunarbjöllur í
gangi í mínum haus. En við getum
breytt því. Ef við hefðum unnið West
Ham segði fólk að byrjuninn hjá
okkur hefði verið góð. Þess vegna
var þetta stórleikur fyrir okkur og
mikil vonbrigði. En úr því að leikur-
inn fór svona er byrjunin á tímabil-
inu slök.“
DV Sport mánudagur 3. september 2007 21
Innritun og upplýsingar
í síma 561 5620 frá kl. 12-17
Kennsla hefst
10. september
www.schballett.is
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 23,533
reading
west ham
hahnemann, murty, Ívar,
duberry, Shorey, fae (kitson 61),
harper, brynjar björn (Cisse 69),
hunt, lita (Convey 75), doyle.
green, neill, ferdinand, upson,
mcCartney, bowyer (Spector 81),
noble, mullins, etherington,
ashton (Cole 65), bellamy (boa
morte 90).
maður leiksins
Craig Bellamy West Ham
51%
13
2
1
14
10
0
0
49%
16
8
7
4
14
1
0
0:3 bellamy 6, etherington 49, etherington 90
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 22,920
middlesbrough
birmingham
Schwarzer, young, Woodgate,
Wheater, taylor, boateng,
rochemback (Cattermole 82),
arca, downing, mido (lee 87),
aliadiere (Sanli 84).
maik taylor, kelly, jaidi,
ridgewell, parnaby, kapo,
muamba (nafti 57), djourou,
larsson (mcSheffrey 56), forssell
(o’Connor 56), jerome
maður leiksins
David Wheater Middlesbrough
49%
22
7
3
11
7
1
0
51%
9
1
2
5
12
3
0
2:0Wheater 12, downing 37
VerðSkuldaður Sigur
Wheater og Downing tryggðu Middlesbrough sigur á Birmingham:
saha
sá um sunderland
BeneDikt BóaS hinkriSSon
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
hraði west ham of
mikill fyrir reading
Craig Bellamy var besti maður vallarins þegar West Ham-liðið burstaði Reading 3-0. Hann skoraði eitt og bjó
til annað. Reading-liðið er heillum horfið frá síðustu leiktíð. Liðið hefur fengið 6 mörk á sig í tveimur síðustu
leikjum og klúðraði vítaspyrnu.
Ívar í baráttunni Ívar Ingimarsson átti
erfiðan dag gegn fljótu liði West Ham.
Fögnuður Leikmenn
West Ham fagna Craig
bellamy sem skoraði
fyrsta markið í leiknum.