Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 15
DV Sport mánudagur 3. september 2007 15 ArsenAl nálgAst toppinn Hlað ehf. · Bíldshöfða 12 · Sími 567 5333 www.hlad.is Hágæða ítalskar gervigæsir 4 gerðir gervigæsa og flotgæsir Carrylite Gervigæsir Carrylite Belletti spilaði sinn fyrsta leik fyr- ir Chelsea eftir að hafa verið keypt- ur frá Barcelona. En hjá Aston Villa spilaði Zat Knight sinn fyrsta leik eft- ir að hafa komið frá Fulham í síðasta mánuði. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun og voru heimamenn staðráðnir í að láta reyna á Bell- etti í bakvarðarstöðunni og Ashley Young keyrði á hann í sífellu. Bras- ilíumaðurinn Beletti er hins vegar eldri en tvævetur og stóð af sér öll áhlaup Englendingsins unga. Chel- sea sótti meira til að byrja með og var nokkrum sinnum nálægt því að skora fyrsta markið. Aston Villa var samt ávallt inni í leiknum og Ga- briel Abgonahour var nálægt því að skora þegar hann sneri John Terry af sér í teignum en skaut beint á Petr Chech. Zat Knight skorar í fyrsta leiknum Staðan í leikhléi var 0–0 og var það í raun ótrúlegt þar sem liðin skiptust á að fá færi allan hálfleikinn. Síðari hálfleikur var einungis tveggja mínútna gamall þegar nýi leikmaðurinn Zat Knight skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Hann reis yfir John Terry og skallaði knött- inn af afli inn. Chelsea menn brugðust við með stórsókn en allar sóknir stöðvuðust á varnarmönnum Villa. Sérstaklega var Jacob Laursen öflugur í leiknum og hélt hann aftur af Didier Drogba sem reyndi mikið en lítið gekk hjá honum. Villa-menn virtust bíða eftir loka- flautinu en pressan að marki þeirra jókst jafnt og þétt. Þannig þróaðist leikurinn allt þar til Ashley Young braust upp kantinn á 88. mínútu. Hann hljóp að marki og átti slakt skot eða góða sendingu í veg fyrir Abgonahour sem skoraði með skoti úr teignum og staðan orð- in 2-0 og sigurinn tryggður. Heimamenn áttu sigurinn fylli- lega skilið enda barðist liðið afar vel í leiknum og tókst að mestu að halda sóknarmönnum Chelsea í skefjum. Spiluðum frábærlega Martin O’Neill, framkvæmda- stjóri Aston Villa, var að vonum ánægður eftir leikinn. „Mér fannst baráttan til fyrirmyndar. Við héldum áfram þrátt fyrir að sumir leikmenn hefðu verið orðnir dauðþreyttir. Það var ákveðinn heppnisstimpill yfir síðara markinu en við spiluðum frábærlega frá upphafi til enda. Nú erum við búnir að setja markið hátt og með því að vinna svo frábært lið eins og Chelsea er vitum við hvað þarf til þess að standa okkur vel í þessari deild,“ segir Martin O’Neill. Jose Mourinho var að vonum vonsvikinn eftir leikinn og fannst sínir menn eiga meira skilið úr þess- um leik. „Við byrjuðum leikinn afar vel. Við spiluðum við gott lið en eftir að við fengum á okkur mark í upp- hafi senni hálfleiks breyttist leikur- inn. Seinna markið finnst mér engu skipta ef miðað er út frá leiknum í heild sinni. Við áttum að vera búnir að skora á síðustu tuttugu mínútun- um og það hefði verið sanngjarnt ef jafntefli hefði verið niðurstaðan.“ vidar@dv.is Aston Villa sigraði Chelsea óvænt en verð- skuldað á Villa Park í Birmingham. ChelseA fékk á bAukinn með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 37.714 Aston villA ChelseA Carson, mellberg, knight, laursen, bouma, agbonlahor, reo-Coker, barry, young, moore, Carew (petrov 79). mAður leiksins Martin Laursen, Aston Villa 30% 10 5 1 2 17 4 0 70% 20 2 1 13 12 1 0 2:0knight 47, agbonlahor 88. Cech, belletti, terry, alex, ashley Cole, Wright-phillips (joe Cole 63), makelele (kalou 63), essien, malouda, obi (pizarro 52), drogba. Knight Skorar Zat Knight skoraði fyrra mark Chelsea. Börðust eins og ljón nigel reo Coker spilaði vel á miðju aston Villa og hér tæklar hann Florent malouda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.