Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 22
mánudagur 3. september 200722 Sport DV Michael Owen Newcastle Skoraði sigurmark liðsins og var alltaf hættulegur í leiknum. Lék loksins 90 mínútur með liðinu en hann hefur verið lengi meiddur. Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, horfði á leik Newcastle á laugardag og fagnaði væntanlega þegar hann sá Owen skora. England leikur við Ísrael á laugardaginn næsta og er fastlega búist við Owen í byrjunarliðinu. Andy Todd Derby Todd átti nánast sök á öllum mörkum Liverpool. Hann hefði getað skallað í burtu aukaspyrnu Alonsos í fyrsta markinu, hann var í baráttunni við Voronin sem skoraði þriðja markið. Hann ætlaði að gefa aftur á markvörð sinn sem tókst ekki betur en svo að Torres komst í milli og skoraði síðasta markið. Hann átti því sök á þremur af sex mörk- um og hefði getað gert mun betur í hinum þrem. Liverpool 2, West Ham 2, Arsenal 1, Aston Villa 1, Middlesbrough 1, Everton 1, Newcastle 2, Totten- ham 1 West Ham leikmaður Steve TaylorJoleon LescottDavid WheaterMartin Laursen Matthew Etherington Xabi Alonso Cesc Fabregas Michael Oven Fernando Torres Dimitar Berbatov ATVIK HELGARINNAR Markvörður: Robert Green, West Ham. Varði víti í leiknum og hélt markinu hreinu. Varnarmenn: Steve Taylor, Newcastle. Gríðarlega sterkur í föstum leikatrið- um og var mjög góður gegn Wigan. David Wheater, M.Boro. Lék frábærlega gegn Birmingham. Skoraði mark og átti stjörnuleik. Joleon Lescott, Everton. Skoraði sigurmarkið fyrir Everton gegn Bolton og hefur fundið sig vel í miðverðinum. Martin Laursen, Aston Villa. Besti leikur Laursen í búningi Villa. Hélt Didier Drogba algjörlega niðri í leiknum og var klárlega maður leiks- ins. Miðjumenn: Xabi Alonso, Liverpool. Skoraði tvö mörk og var potturinn og pannan á bak við stórsigur Liver- pool. Matthew Etherington, West Ham. Skoraði tvö og var alltaf líklegur til afreka. Cesc Fabregas, Arsenal. Var allt í öllu í leik Arsenal og er ótrú- lega góður miðað við aldur. Sóknarmenn: Michael Owen, Newcastle. Var alltaf líklegur að skora. Verð- skuldaði markið sitt fyllilega. Fernando Torres, Liverpool. Skoraði auðveld mörk gegn Derby en það þarf að skora þau. Dimitar Berbatov, Tottenham. Frábær leikmaður sem er kóngurinn í Tottenham. Mark helgarinnar Diomansy Kamara Fulham Mörg falleg mörk voru skoruð um helgina. Anelka, Kanu, Ryan Babel en eitt stóð upp úr og það var mark Diomansy Kamara frá Fulham. Hann kostaði Fulham 6 milljónir punda og sýndi og sannaði á laugardaginn af hverju hann var svona dýr. Skoraði með hjólhestaspyrnu og tryggði sínu liði eitt stig gegn Tottenham. Markvarsla helgarinnar Craig Gordon Sunderland Varði frábærlega frá Luis Saha þegar sá síðarnefndi sneri sér á punktinum, tók boltann á lofti og þrumaði að marki. Ólafur Kristjánsson, sem lýsti leiknum, sagði í lýsingu sinni að þarna hefði Gordon borgað eitthvað til baka. Hann kostaði 9 milljónir punda frá Hearts. Ósanngirni helgarinnnar Kevin Kilbane Wigan Kilbane fékk beint rautt spjald fyrir að fara í skallaeinvígi við Alan Smith, höfuð þeirra skullu saman en Dermont Gallagher dómara fannst að Kilbane hefði farið með olnbogann á undan sér og gaf honum því rautt spjald. Frammistaða helgarinnar Liverpool Liverpool hefur trúlega aldrei verið með eins sterkt lið og núna frá því enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar. Án fyrirliðanna Jamie Carragher og Steven Gerrard burstaði liðið Derby 6-0. Þetta er stærsti sigur liðsins í úrvalsdeildinni frá því 26. apríl 2003 þegar liðið vann W.B.A. með sömu markatölu. Allir Liverpool- menn áttu frábæran dag. Ummæli helgarinnar Lawrie Sanchez Fulham „Þú horfir á James Bond og hugsar með þér af hverju enginn drepur hann þegar þeir eru með yfirhöndina því Bond kemur alltaf aftur og það gerðum við líka í dag.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.