Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 1
þau flúðu
sveppi
og pöddur
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjudagur 23. október 2007 dagblaðið vísir 171. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235
þriggja barna móðir neyddist til að flytja að heiman vegna rakaskemmda á heimilinu:
>> Kraftlyftingamaðurinn Jón „bóndi“ Gunnarsson var handtekinn eftir að sterar fundust undir
sólpalli í garðinum heima hjá honum. Jón hefur áður verið handtekinn eftir að mikið magn stera
fannst heima hjá honum en segist ekkert kannast við sterana sem fundust núna.
n tvö barnanna eru hjá móður sinni í
sumarbústað við eyjafjörð. þriðja barnið
er hjá föður sínum. börnin tekin úr
skólanum. veikindi sóttu á fjölskylduna
áður en móðirin gafst upp. þau hafa verið
á hrakhólum síðan. sjá bls. 7.
Steramaðurinn
veit ekki hver
Setti Sterana
undir Sólpallinn
fréttir fréttir
þríréttuð
fjara
byggja hótel
>> Ungmennafélag Íslands hefur leigt út
hótelrekstur í byggingu sem reist verður á lóð
við höfnina í Reykjavík. Enn hefur ekki verið
gengið frá úthlutun lóðarinnar og borgaryfir-
völd hafa ekki gefið samþykki fyrir að lóðin
verði notuð með þessum hætti.
Átti að verða
borgarlistamaður
fréttir
n þórarinn eldjárn skáld fékk upphringingu þar sem hann
var spurður hvort hann þæði tilnefningu sem borgarlista-
maður reykjavíkur 2007. viku síðar hafði mikið breyst. þá
var aftur haft samband við þórarin og honum tjáð að
ragnar bjarnason söngvari yrði borgarlistamaður en ekki
hann eins og tilkynnt var í fyrra símtalinu.
>> Barði Önundarson er ekki
hættur að fara á veiðar þrátt
fyrir að hafa lent í sjávarháska
um helgina. Barði, sem segist
hafa fengið fjöruna þríréttaða í
raunum sínum á laugardag,
segir meiri líkur á að hann
renni á sápu í sturtu og fari sér
þannig að voða heldur en að
hann farist á sjó. Hann ætlar
samt að fjárfesta í flotgalla.
>> Jónas Grani Garðarsson, markakóngur
Landsbankadeildarinnar, gekk í gær í raðir
FH-inga og skrifaði undir eins árs
samning. Þá mun Höskuldur Eiríksson
skrifa undir tveggja ára samning við FH í
dag. Einn leikur var í ensku úrvalsdeildinni
í gær, þar sem Newcastle vann öruggan
3–1 sigur á Tottenham. Tottenham er í
fallsæti og Martin Jol, stjóri liðsins, á ekki
sjö dagana sæla.
Jónas Grani til FH DV Sport
þriðjudagur 23. október 2007 15
Sport
Þriðjudagur 23. október 2007
sport@dv.is
Clattenburg í leikbann
Newcastle vaNN öruggaN 3–1 heimasigur á totteNham. bls. 18.
FH-ingar standa í stórræðum þessa
dagana og eru í óða önn að styrkja
lið sitt fyrir næsta tímabil. Í gær var
gengið frá samningi við Jónas Grana
Garðarsson og í dag skrifar Höskuld-
ur Eiríksson undir tveggja ára samn-
ing við FH.
Jónas Grani lék með FH á sínum
tíma en yfirgaf félagið fyrir tveimur
árum og gekk í raðir Fram. Þar átti
Jónas Grani góðu gengi að fagna og
var markahæsti leikmaður Lands-
bankadeildarinnar í sumar.
Aðspurður um ástæðu þess að hann
ákvað að fara aftur í FH var svarið
einfalt. „Heimir Guðjóns. Tækifæri
til að fara aftur í FH og það var erfitt
að hafna því.
Þrátt fyrir mjög erfiða ákvörðun um
að fara frá Fram, þar er uppbygging í
gangi sem mér líst vel á, þá var þessi
séns að fara aftur í FH of góður kost-
ur fyrir mig. Mér fannst ég verða að
taka honum,“ sagði Jónas Grani.
„Ég hef aldrei farið leynt með það að
ég er mikil FH-ingur. Fyrst og síðast
er ég Völsungur og FH-ingur og þeg-
ar tækifærið gafst að fara aftur í FH
og með þjálfara sem ég hef mikla trú
á var það eitthvað sem ekkert annað
hefði staðist. Ég vona bara að Fram-
arar virði þá ákvörðun mína,“ sagði
Jónas Grani.
Höskuldur Eiríksson skrifar í dag
undir tveggja ára samning við Hafn-
arfjarðarrisann FH. Höskuldur sem
er 26 ára kemur úr Víkingi en þar
hefur hann verið undanfarin ár.
„Ég hef mikla trú á Höskuldi sem
leikmanni. Hann stóð sig mjög vel
hjá Víkingum 2004 en hefur verið
töluvert meiddur síðasta tímabil.
Hann er leikmaður sem getur leyst
bæði bakvarðarstöðuna og miðvörð-
inn. Þetta er sterkur karakter og hef-
ur leiðtogahæfileika og getur gefið
af sér í þessum bransa. Það er alltaf
gott að vera með þannig leikmenn,“
sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari
FH. benni@dv.is, dagur@dv.is
Jónas
Grani oG
Höskuldur
í raðir fH
Öruggt hjá
newcastle
Byrjar Eiður Smári inni á?
dv mynd ragnheiður