Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 8
þriðjudagur 23. október 20078 Fréttir DV
Þrátt fyrir að lóðinni við Tryggva-
götu 13 hafi ekki formlega verið
úthlutað til Ungmennafélags Ís-
lands, UMFÍ, hefur félagið hand-
salað samkomulag við rekstrar-
aðila Eddu-hótela um að sjá um
gistihúsarekstur í helmingi ný-
byggingarinnar sem þar á að rísa.
Byggingin á jafnframt að hýsa
höfuðstöðvar félagsins með fjöl-
breyttri íþrótta- og menningar-
starfsemi.
Þá hefur UMFÍ handsalað sam-
komulag við byggingaverktakann
Ístak og gert er ráð fyrir því að 7
þúsund fermetra byggingin verði
tekin í notkun í maí 2009. Þrjár
hæðir af sex eru reiknaðar undir
Eddu-hótel.
Borgarráð samþykkti 9. nóv-
ember 2006 umsókn UMFÍ um
úthlutun lóðarinnar og veitti fé-
laginu fyrirheit um úthlutun. Með
umsókninni fylgdu teikningar að
fyrirhuguðum höfuðstöðvum og
er fyrirheit borgarinnar háð þeim
tillögum. Þar er ekki gert ráð fyrir
öðrum rekstri en starfsemi UMFÍ
og félagið hefur ekki kynnt til sög-
unnar gistihúsarekstur þriðja aðila
í húsinu.
Uppskriftina vantar
Aðspurður segir Ágúst Jónsson,
skrifstofustjóri framkvæmdasviðs
Reykjavíkurborgar, lítið annað hafa
gerst í málinu en að UMFÍ hafi ver-
ið veitt fyrirheit um lóðina. Hann
segir vinnu við deiliskipulag í gangi
og treystir því að félagið skipuleggi
bygginguna miðað við það sem
kynnt var í upphafi. „Málið er kom-
ið lítið áleiðis. Deiliskipulag segir
til um hvað má gera á lóðinni og
hugmyndir félagsins þurfa að end-
urspeglast af því. Það er eiginlega
ekki hægt að skipuleggja svona
byggingu fyrr en deiliskipulag ligg-
ur fyrir. Þetta er eiginlega svipað
því að ef menn ætla að baka köku
þarf uppskriftin að vera til staðar. Í
þessu tilviki er uppskriftin ekki til-
búin,“ segir Ágúst.
Svandís Svavarsdóttir, formað-
ur skipulagsráðs Reykjavíkurborg-
ar, gagnrýndi hugmyndir UMFÍ um
að framselja gistihúsareksturinn til
þriðja aðila í vor þegar DV fjallaði
fyrst um málið. „Svo ekki sé tekið
dýpra í árinni tel ég það mjög vafa-
samt að færa gistirekstur í hendur
aðila sem hefur væntanlega gróða-
sjónarmið að leiðarljósi. Okkar
skilningur var sá að þessi starfsemi
væri í þágu almennings og í nafni
ungmennafélaganna á þessari dýr-
mætu lóð í miðborginni. Svo virðist
sem forsendurnar séu nú að breyt-
ast,“ sagði Svandís þegar hún var
í minnihluta í borgarstjórn. Ekki
hefur náðst í hana síðustu daga til
að fá viðbrögð hennar við stöðunni
eins og hún er í dag.
Ekkert brask í gangi
Sæmundur Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, segir félag-
ið ekki vera að braska með lóðina
þó að reksturinn sé áframleigður
til þriðja aðila. Hann vonast til þess
að skrifa undir samninga við Eddu-
hótel og Ístak mjög fljótlega og vís-
ar því aðspurður á bug að félagið sé
komið of langt í skipulagningunni
miðað við afgreiðslustig borgarinn-
ar. „Við ætlum að leigja út gististarf-
semi á þremur hæðum, það viljum
við gera til að forðast samkeppni og
tryggja framkvæmdina betur fyrir
okkur. Með þessu látum við aðila
sem kann til verka sjá um gistihlut-
ann og þá leið ætlum við að fara.
Drög að samningum liggja fyrir og
vonandi verður skrifað undir mjög
fljótlega,“ segir Sæmundur.
„Það er búið að úthluta
lóðinni til okkar og ég
veit af ánægju með það
í stað þess að henni
hafi verið úthlutað
til bara einhvers.
Þegar við kynntum
hugmyndir okkar
í umsókninni lá
ekki fyrir útfærsla
á samstarfi við
þriðja aðila en
ég skil ekki hvað
ætti að koma í
veg fyrir þessar
hugmyndir okk-
ar. Að sjálfsögðu
breytist mynd-
in ef okkur verð-
ur settur stóllinn
fyrir dyrnar og þá
rekum við þetta
bara sjálf.“
Ungmennafélag Íslands er komið langt í því að leigja út hótel-
rekstur í helmingi nýrra höfuðstöðva sinna við Tryggvagötu 13.
Á þremur af sex hæðum byggingarinnar verður Eddu-hótel og
skrifað verður undir samning þess efnis á næstunni. Lóðinni
hefur þó ekki verið formlega úthlutað ennþá og fyrirheit borgar-
innar gerir ekki ráð fyrir hótelrekstri þriðja aðila í húsinu.
TraUsTi hafsTEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
UNDIRBÚA HÓTEL Í
HÖFUÐSTÖÐVUNUM
„Að sjálfsögðu breytist myndin ef okkur verður settur
stóllinn fyrir dyrnar og þá rekum við þetta bara sjálf.“
Dýrmæt lóð uMFÍ hyggst leigja út
helming fyrirhugaðrar byggingar til
eddu-hótela án þess að hafa kynnt
þær hugmyndir í umsókn sinni.
svandís svavarsdóttir „okkar skilningur
var sá að þessi starfsemi væri í þágu
almennings og í nafni ungmennafélag-
anna á þessari dýrmætu lóð í miðborginni.“