Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 23. október 200720 Alþingishúsið DV
Skrifstofa forseta Alþingis Herbergið á myndinni er annað
tveggja vinnuherbergja Sturlu böðvarssonar. Hann hefur annað
herbergi til umráða þar sem pappírsvinna fer að miklu leyti fram. „Þar
vinn ég aðallega með höndunum en á þessari skrifstofu vinn ég fyrst
og fremst með hausnum,“ segir Sturla í gamansömum tón.
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis Á ganginum
milli alþingishússins og Skálans eru fjölmargar myndir
af ráðherrum Íslands, fyrr og nú. ef glöggt er skoðað
má neðst sjá mynd af Sturlu.
Forsetastóllinn Stóll forseta
alþingis var hannaður af guðjóni
Samúelssyni árið 1930. Hann er
skorinn út af ríkarði jónssyni. Sturla
segir hann engan hægindastól, en
tekur fram að stóllinn sé glæsilegur
og passi sér ágætlega. Í bakgrunni
má sjá íslenska fánann en uppsetn-
ing hans í þingsal var eitt af fyrstu
verkum Sturlu sem forseta alþingis.
guðmundur Hallvarðsson fyrrverandi
þingmaður reykvíkinga flutti ítrekað
tillögu þess efnis að þjóðfáninn yrði
hafður í þingsal. Það var loks
samþykkt í haust og lét Sturla
framkvæma þá ákvörðun
alþingis.
Alþingisgarðurinn alþingi samþykkti árið 1893 að
verja 1500 krónum til framkvæmda í garðinum við
alþingishúsið. Þingforseti sá um verkið en garðurinn
varð fyrsti opinberi skrúðgarðurinn á Íslandi.
kostnaður við framkvæmdir í garðinum varð meiri en
á horfðist og var sumarið 1894 kominn í 2.839 krónur.
tryggvi gunnarsson sá um framkvæmdir í garðinum
og eyddi hann ómældum tíma í garðinum. að eigin
ósk var tryggvi jarðsettur í alþingisgarðinum en
honum til heiðurs er þar brjóstmynd af tryggva eftir
ríkarð jónsson myndhöggvara. Heimild: althingi.is